Forsetinn mælir með því að opna jólagjafirnar á jóladag Heimir Már Pétursson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 24. desember 2016 14:54 Forseti Íslands segir að nú standi yfir samningaviðræður á Bessastöðum um það hvort opna eigi jólapakkanna í dag að íslenskum sið, eða halda í þá venju sem forsetafrúin eigi að venjast að pakkar séu opnaðir að morgni jóladags. Annars fari jólahald á forsetaheimilinu fram með hefðbundnum íslenskum hætti. Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid eiginkona hans halda nú í fyrsta skipti jól með fjórum börnum þeirra á Bessastöðum en börnin eru á aldrinum þriggja til níu ára og jólahátíðin því mjög spennandi í þeirra huga eins og flestra annarra barna.Eru jól hefðbundin hjá ykkur, miðað við hvernig íslensk jól eru, hvað gerið þið á jólunum? „Já, þau eru að mestu leyti hefðbundin, kannski að því undanskildu að við höfum haldið þeim sið sem Eliza á að venjast í Kanada að taka upp gjafir og pakka að morgni jóladags. Hins vegar standa yfir samningaviðræður núna, börnin eru farin að átta sig á því að það er annar siður uppi hér, vinirnir eru að opna pakkana að kvöldi aðfangadags, en ég mæli með þessu. Það er meiri ró yfir öllu þegar maður hefur allan daginn til þess að opna pakkana og kannski þegar ég er búinn að sitja lengur í embætti þá láti ég bara reyna á það hvort ég geti ekki gefið út tilskipun um þetta,“ segir Guðni léttur í bragði. Jólin sé tíminn þegar fólk komi saman og gleðjist en þá ætti einnig að hugsa til þeirra sem eiga bágt um jólin. „Þannig að um leið og þetta er hátíð gleði, ljóss og friðar þá skulum við minnast þeirra sem eiga um sárt að binda, eru sorgmæddir og hafa það ekki eins gott og við sjálf. “Þú ert að fara að fara að flytja þitt fyrsta nýársávarp, ertu byrjaður að semja? „Já, já, það er langt komið. Það þýðir ekkert að vera að skrifa þetta á síðustu mínútunni.“Ertu bjartsýnn fyrir hönd Íslendinga á nýju ári? „Já, það er í verkahring forseta að vera bjartsýnn.“ Þegar hann hafi verið fræðimaður hafi hann skrifað um fyrri forseta og þá stundum haft annað sjónarhorn. Það sé í verkahring fjölmiðla og fræðasamfélagins að vera gagnrýnið og benda á það sem betur mætti fara. „En þá er það líka verkahring þjóðhöfðingjans að búa ekki til skýjaborgir en horfa samt björtum augum fram á veg því að það er fyrsta skrefið í að leysa málin er að horfa á þau og hugsa „Við getum leyst þetta,“ en ekki að fallast hendur og örvænta og sjá bara skýjaþykkni og dimmviðri framundan. Þannig að raunsæi og bjartsýni, það mun fleyta okkur langt fram á veg.“ Jólafréttir Tengdar fréttir Getum gert svo margt til að bæta heiminn Jólasveinarnir þrettán og hinn rauðklæddi Heilagi Nikulás, faðir jólanna, koma allir í heimsókn til nýrrar forsetafjölskyldu. Þau hlakka til sinna fyrstu jóla á Bessastöðum. Eliza Reid, forsetafrú Íslendinga, segir að jólin séu tilvalinn tími til að huga að þeim sem eiga um sárt að binda og að enginn megi standa hjá aðgerðalaus. 24. desember 2016 09:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Forseti Íslands segir að nú standi yfir samningaviðræður á Bessastöðum um það hvort opna eigi jólapakkanna í dag að íslenskum sið, eða halda í þá venju sem forsetafrúin eigi að venjast að pakkar séu opnaðir að morgni jóladags. Annars fari jólahald á forsetaheimilinu fram með hefðbundnum íslenskum hætti. Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid eiginkona hans halda nú í fyrsta skipti jól með fjórum börnum þeirra á Bessastöðum en börnin eru á aldrinum þriggja til níu ára og jólahátíðin því mjög spennandi í þeirra huga eins og flestra annarra barna.Eru jól hefðbundin hjá ykkur, miðað við hvernig íslensk jól eru, hvað gerið þið á jólunum? „Já, þau eru að mestu leyti hefðbundin, kannski að því undanskildu að við höfum haldið þeim sið sem Eliza á að venjast í Kanada að taka upp gjafir og pakka að morgni jóladags. Hins vegar standa yfir samningaviðræður núna, börnin eru farin að átta sig á því að það er annar siður uppi hér, vinirnir eru að opna pakkana að kvöldi aðfangadags, en ég mæli með þessu. Það er meiri ró yfir öllu þegar maður hefur allan daginn til þess að opna pakkana og kannski þegar ég er búinn að sitja lengur í embætti þá láti ég bara reyna á það hvort ég geti ekki gefið út tilskipun um þetta,“ segir Guðni léttur í bragði. Jólin sé tíminn þegar fólk komi saman og gleðjist en þá ætti einnig að hugsa til þeirra sem eiga bágt um jólin. „Þannig að um leið og þetta er hátíð gleði, ljóss og friðar þá skulum við minnast þeirra sem eiga um sárt að binda, eru sorgmæddir og hafa það ekki eins gott og við sjálf. “Þú ert að fara að fara að flytja þitt fyrsta nýársávarp, ertu byrjaður að semja? „Já, já, það er langt komið. Það þýðir ekkert að vera að skrifa þetta á síðustu mínútunni.“Ertu bjartsýnn fyrir hönd Íslendinga á nýju ári? „Já, það er í verkahring forseta að vera bjartsýnn.“ Þegar hann hafi verið fræðimaður hafi hann skrifað um fyrri forseta og þá stundum haft annað sjónarhorn. Það sé í verkahring fjölmiðla og fræðasamfélagins að vera gagnrýnið og benda á það sem betur mætti fara. „En þá er það líka verkahring þjóðhöfðingjans að búa ekki til skýjaborgir en horfa samt björtum augum fram á veg því að það er fyrsta skrefið í að leysa málin er að horfa á þau og hugsa „Við getum leyst þetta,“ en ekki að fallast hendur og örvænta og sjá bara skýjaþykkni og dimmviðri framundan. Þannig að raunsæi og bjartsýni, það mun fleyta okkur langt fram á veg.“
Jólafréttir Tengdar fréttir Getum gert svo margt til að bæta heiminn Jólasveinarnir þrettán og hinn rauðklæddi Heilagi Nikulás, faðir jólanna, koma allir í heimsókn til nýrrar forsetafjölskyldu. Þau hlakka til sinna fyrstu jóla á Bessastöðum. Eliza Reid, forsetafrú Íslendinga, segir að jólin séu tilvalinn tími til að huga að þeim sem eiga um sárt að binda og að enginn megi standa hjá aðgerðalaus. 24. desember 2016 09:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Getum gert svo margt til að bæta heiminn Jólasveinarnir þrettán og hinn rauðklæddi Heilagi Nikulás, faðir jólanna, koma allir í heimsókn til nýrrar forsetafjölskyldu. Þau hlakka til sinna fyrstu jóla á Bessastöðum. Eliza Reid, forsetafrú Íslendinga, segir að jólin séu tilvalinn tími til að huga að þeim sem eiga um sárt að binda og að enginn megi standa hjá aðgerðalaus. 24. desember 2016 09:00