Jólagjafir fyrirtækjanna: Gjafakort, utanlandsferðir og matarkörfur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. desember 2016 11:41 Matarkörfur og gjafakort voru vinsælustu gjafirnar í ár. Þær voru margvíslegar jólagjafirnar sem fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu í ár. Gjafirnar voru allt frá konfektkössum að utanlandsferðum, sum fyrirtæki keyptu í jólamatinn eins og hann leggur sig og önnur fyrirtæki borguðu starfsfólki einn auka mánuð í laun. Gjafakort bankanna voru líklega vinsælasta jólagjöf fyrirtækjanna í ár. Vísir hefur tekið saman smá lista yfir jólagjafir til starfsfólks.Utanlandsferð og gjafakort Jólagjöf Bláa lónsins var í veglegri kantinum en öllu fastráðnu starfsfólki var boðið, ásamt mökum, til Lundúna í byrjun mánaðar. Þá fékk starfsfólk jafnframt 40 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og gjafapoka með snyrtivörum. Starfsfólk Icelandair fékk kjöt og konfekt auk sex þúsund króna gjafabréfs á hótelum Icelandair. Grayline gaf 60 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og Eimskip gerði slíkt hið sama, auk tólf þúsund króna gjafabréfs í Bónus. Bankarnir gáfu ekki síður veglegar gjafir. Arion banki gaf starfsmönnum heyrnartól frá Bose og 25 þúsund króna gjafakort. Íslandsbanki gaf pott frá Le Cruset og 25 þúsund króna gjafakort og Landsbankinn leyfði starfsmönnum að velja á milli matarkörfu, ferðatösku og jakka frá 66° norður. 66°norður gaf starfsfólki 20 þúsund króna gjafakort.100 þúsund í Smáralind, frídagur og allt í jólamatinn Reginn hf, sem á eignarhaldsfélagið Smáralind, gaf starfsfólki 100 þúsund króna gjafabréf í Smáralind. Samherji gaf starfsfólki sínu 150 þúsund króna jólabónus, hangilæri, graflax, sultur, þorskhnakka, ostakörfu, hníf og fleira. HB Grandi gaf 30 þúsund króna gjafakort sem og inneignarkort á veitingastað. Velferðarráðuneytið gaf tvo frídaga og 15 þúsund króna gjafakort og atvinnuvegaráðuneytið gaf ferðatösku og vínflösku, en ekki hafa fengist upplýsingar frá fleiri ráðuneytum um jólagjafirnar í ár. Starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands fengu matarkörfu í jólagjöf. Ikea gaf starfsmönnum þrettánda mánuðinn í laun, sem greidd verða út í haust, og matarkörfu með kjöti og meðlæti. Starfsmenn Landspítalans fengu gjafabréf fyrir tvo í Þjóðleikhúsið.Föt, matur og hönnunarvara Ríkisútvarpið gaf gjafaöskju frá Kjötkompaní, Morgunblaðið gaf 15 þúsund króna gjafakort í Bónus og tvær vínflöskur, DV og Vefpressan gáfu 40 þúsund króna gjafabréf í Kost og 365 miðlar 15 þúsund króna gjafabréf í Bónus. Starfsmenn KSÍ fengu gjafakort í Smáralind að andvirði 20 þúsund kr. Bestseller, sem á og rekur Vero Moda, Jack and Jones, Vila, Selected og Name it, gáfu vörur frá iittala og Isavia gaf gjafakort fyrir 15 þúsund krónur. Starfsfólk Mjólkursamsölunnar fékk hanska, tíu þúsund króna gjafabréf í Bónus, ostakörfu og rjóma og þá fengu starfsmenn Strætó matarkörfu sem innihélt hamborgarhrygg, hangikjöt, reyktan og grafinn lax, grænar baunir, rauðkál og konfekt. Elko gaf starfsmönnum tíu þúsund króna inneign í Intersport, en fyrirtækin tvö eru í eigu sama aðila, og vatnsbrúsa. Þá gaf Nýherji fatnað frá 66° norður að andvirði 51 þúsund og einn auka frídag. VSÓ ráðgjöf gaf starfsfólki fatnað og 50 þúsund krónur og Advania gaf rúmföt frá Lín design, bók og súkkulaði, og Ístak gaf matarpakka. Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu fengu þrettánda mánuðinn í jólagjöf auk matargjafar. Fréttir af flugi Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Þær voru margvíslegar jólagjafirnar sem fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu í ár. Gjafirnar voru allt frá konfektkössum að utanlandsferðum, sum fyrirtæki keyptu í jólamatinn eins og hann leggur sig og önnur fyrirtæki borguðu starfsfólki einn auka mánuð í laun. Gjafakort bankanna voru líklega vinsælasta jólagjöf fyrirtækjanna í ár. Vísir hefur tekið saman smá lista yfir jólagjafir til starfsfólks.Utanlandsferð og gjafakort Jólagjöf Bláa lónsins var í veglegri kantinum en öllu fastráðnu starfsfólki var boðið, ásamt mökum, til Lundúna í byrjun mánaðar. Þá fékk starfsfólk jafnframt 40 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og gjafapoka með snyrtivörum. Starfsfólk Icelandair fékk kjöt og konfekt auk sex þúsund króna gjafabréfs á hótelum Icelandair. Grayline gaf 60 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og Eimskip gerði slíkt hið sama, auk tólf þúsund króna gjafabréfs í Bónus. Bankarnir gáfu ekki síður veglegar gjafir. Arion banki gaf starfsmönnum heyrnartól frá Bose og 25 þúsund króna gjafakort. Íslandsbanki gaf pott frá Le Cruset og 25 þúsund króna gjafakort og Landsbankinn leyfði starfsmönnum að velja á milli matarkörfu, ferðatösku og jakka frá 66° norður. 66°norður gaf starfsfólki 20 þúsund króna gjafakort.100 þúsund í Smáralind, frídagur og allt í jólamatinn Reginn hf, sem á eignarhaldsfélagið Smáralind, gaf starfsfólki 100 þúsund króna gjafabréf í Smáralind. Samherji gaf starfsfólki sínu 150 þúsund króna jólabónus, hangilæri, graflax, sultur, þorskhnakka, ostakörfu, hníf og fleira. HB Grandi gaf 30 þúsund króna gjafakort sem og inneignarkort á veitingastað. Velferðarráðuneytið gaf tvo frídaga og 15 þúsund króna gjafakort og atvinnuvegaráðuneytið gaf ferðatösku og vínflösku, en ekki hafa fengist upplýsingar frá fleiri ráðuneytum um jólagjafirnar í ár. Starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands fengu matarkörfu í jólagjöf. Ikea gaf starfsmönnum þrettánda mánuðinn í laun, sem greidd verða út í haust, og matarkörfu með kjöti og meðlæti. Starfsmenn Landspítalans fengu gjafabréf fyrir tvo í Þjóðleikhúsið.Föt, matur og hönnunarvara Ríkisútvarpið gaf gjafaöskju frá Kjötkompaní, Morgunblaðið gaf 15 þúsund króna gjafakort í Bónus og tvær vínflöskur, DV og Vefpressan gáfu 40 þúsund króna gjafabréf í Kost og 365 miðlar 15 þúsund króna gjafabréf í Bónus. Starfsmenn KSÍ fengu gjafakort í Smáralind að andvirði 20 þúsund kr. Bestseller, sem á og rekur Vero Moda, Jack and Jones, Vila, Selected og Name it, gáfu vörur frá iittala og Isavia gaf gjafakort fyrir 15 þúsund krónur. Starfsfólk Mjólkursamsölunnar fékk hanska, tíu þúsund króna gjafabréf í Bónus, ostakörfu og rjóma og þá fengu starfsmenn Strætó matarkörfu sem innihélt hamborgarhrygg, hangikjöt, reyktan og grafinn lax, grænar baunir, rauðkál og konfekt. Elko gaf starfsmönnum tíu þúsund króna inneign í Intersport, en fyrirtækin tvö eru í eigu sama aðila, og vatnsbrúsa. Þá gaf Nýherji fatnað frá 66° norður að andvirði 51 þúsund og einn auka frídag. VSÓ ráðgjöf gaf starfsfólki fatnað og 50 þúsund krónur og Advania gaf rúmföt frá Lín design, bók og súkkulaði, og Ístak gaf matarpakka. Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu fengu þrettánda mánuðinn í jólagjöf auk matargjafar.
Fréttir af flugi Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum