Gríðarlegt álag á björgunarsveitarmönnum fyrir austan fjall Ásgeir Erlendsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. desember 2016 14:27 Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi stóðu í ströngu langt fram á nótt vegna slæms veðurs. Formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir gríðarlegt álag vera á björgunarsveitum og mikið af óþarfa útköllum. Veðurstofan hefur varað við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Slæm færð og vont veður hefur verið víða um land undanfarinn sólahring og björgunarsveitarmenn á suðurlandi höfðu í nægu að snúast. Þeir aðstoðuðu tugi ökumanna og voru að til tvö í nótt. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir að mikið álag sé búið að vera á sveitinni nú um helgina. „Þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur, það voru svona erfiðustu ferðirnar seint í gærkvöldi og fram á nótt. Það var orðin stórhríð og mikið rok,“ segir Orri. Hálka eða snjóþekja er víða á vegum á Suðurlandi og þungfært eða þæfingur er á nokkrum vegum í uppsveitum og útvegum. Orri segir mikið um illa útbúna bíla og töluvert sé búið að vera af óþarfa útköllum. „Við fórum til dæmis á Sólheimasand í gærkvöldi að sækja ferðamenn sem voru að labba niður að flugvélinni en það amaði ekkert að þeim. Þetta var hálfgerður leigubílaakstur en það þurfti að senda 10 menn og þrjá bíla þannig að það er fullt af óþarfa útköllum sem væri gott að vera laus við.“Og hvað finnst ykkur um útköll sem þessi? „Þetta er náttúrulega mjög vont að fá svona þar sem við erum að nota mannskap sem þyrfti að nota í annað og hefði getað sleppt því. Mikið af þessu ferðafólki hefur aldrei séð snjó eða svoleiðis þannig að það veit náttúrulega ekki hvað það er að fara út í og fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Veðurstofan sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Búast megi við talsverðri rigningu og asahláku en spáð er 5 til 12 stiga hita síðdegis. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. „Sem betur fer er aðeins farið að bleyta í þannig að það verður ekki mikill skafrenningur eða svoleiðis en það er mikil hálka á vegum þannig maður býst við hinu versta.“ Á Vesturlandi er snjóþekja eða hálka og eitthvað um éljagang. Hálka og skafrenningur í Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum á láglendi en þæfingsfærð á fjallvegum og í Ísafjarðardjúpi og verið að hreinsa. Á Norðurlandi og Austurlandi er snjóþekja eða hálka. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi. Hálka eða hálkublettir er með suðausturströndinni. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þriggja bíla árekstur í brekkunni niður að Vík Mikil hálka er nú á vegum á Suðurlandi. 26. desember 2016 12:34 Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Margir þessara ökumanna erlendir ferðamenn sem hafa aldrei séð snjó 25. desember 2016 18:45 Fjörutíu bílar fastir á Reynisfjalli Veginum verið lokað. 25. desember 2016 12:02 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi stóðu í ströngu langt fram á nótt vegna slæms veðurs. Formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir gríðarlegt álag vera á björgunarsveitum og mikið af óþarfa útköllum. Veðurstofan hefur varað við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Slæm færð og vont veður hefur verið víða um land undanfarinn sólahring og björgunarsveitarmenn á suðurlandi höfðu í nægu að snúast. Þeir aðstoðuðu tugi ökumanna og voru að til tvö í nótt. Orri Örvarsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja á Vík segir að mikið álag sé búið að vera á sveitinni nú um helgina. „Þetta gekk ótrúlega vel hjá okkur, það voru svona erfiðustu ferðirnar seint í gærkvöldi og fram á nótt. Það var orðin stórhríð og mikið rok,“ segir Orri. Hálka eða snjóþekja er víða á vegum á Suðurlandi og þungfært eða þæfingur er á nokkrum vegum í uppsveitum og útvegum. Orri segir mikið um illa útbúna bíla og töluvert sé búið að vera af óþarfa útköllum. „Við fórum til dæmis á Sólheimasand í gærkvöldi að sækja ferðamenn sem voru að labba niður að flugvélinni en það amaði ekkert að þeim. Þetta var hálfgerður leigubílaakstur en það þurfti að senda 10 menn og þrjá bíla þannig að það er fullt af óþarfa útköllum sem væri gott að vera laus við.“Og hvað finnst ykkur um útköll sem þessi? „Þetta er náttúrulega mjög vont að fá svona þar sem við erum að nota mannskap sem þyrfti að nota í annað og hefði getað sleppt því. Mikið af þessu ferðafólki hefur aldrei séð snjó eða svoleiðis þannig að það veit náttúrulega ekki hvað það er að fara út í og fær litlar upplýsingar,“ segir Orri. Veðurstofan sendi frá sér tilkynningu í morgun þar sem varað er við stormi eða rúmum 20 metrum á sekúndu á landinu öllu á morgun. Búast megi við talsverðri rigningu og asahláku en spáð er 5 til 12 stiga hita síðdegis. Fólk er hvatt til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. „Sem betur fer er aðeins farið að bleyta í þannig að það verður ekki mikill skafrenningur eða svoleiðis en það er mikil hálka á vegum þannig maður býst við hinu versta.“ Á Vesturlandi er snjóþekja eða hálka og eitthvað um éljagang. Hálka og skafrenningur í Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka á flestum leiðum á láglendi en þæfingsfærð á fjallvegum og í Ísafjarðardjúpi og verið að hreinsa. Á Norðurlandi og Austurlandi er snjóþekja eða hálka. Ófært er á Breiðdalsheiði og Öxi. Hálka eða hálkublettir er með suðausturströndinni.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Þriggja bíla árekstur í brekkunni niður að Vík Mikil hálka er nú á vegum á Suðurlandi. 26. desember 2016 12:34 Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Margir þessara ökumanna erlendir ferðamenn sem hafa aldrei séð snjó 25. desember 2016 18:45 Fjörutíu bílar fastir á Reynisfjalli Veginum verið lokað. 25. desember 2016 12:02 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þriggja bíla árekstur í brekkunni niður að Vík Mikil hálka er nú á vegum á Suðurlandi. 26. desember 2016 12:34
Björgunarsveitarmenn á Suðurlandi verða að fram á kvöld Margir þessara ökumanna erlendir ferðamenn sem hafa aldrei séð snjó 25. desember 2016 18:45