Erlent

Bílstjórar safna fyrir Urban

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Jólamarkaðurinn í Berlín eftir árásina.
Jólamarkaðurinn í Berlín eftir árásina. NordicPhotos/Getty
Bresk söfnun vörubílsstjóra fyrir fjölskyldu Pólverjans Lukasz Urban, sem barðist við hryðjuverkamanninn Anis Amri skömmu áður en hann ók inn á jólamarkað í Berlín, er kominn upp í rúm 165 þúsund pund.

Breskir vörubílstjórar hafa sameinast um að gefa fjölskyldunni peninginn. „Þú þekkir okkur ekki og við vitum að peningar koma ekki til með að færa þér Urban aftur. Saga hans hreyfði við öllum og því vona ég að vörubílsstjórar sameinist, ekki bara í Bretlandi heldur um allan heim,“ segir í færslu söfnunarinnar sem Dave Duncan leiðir. 

Þá hafa um 18 þúsund manns skrifað undir áskorun á netinu þar sem þýsk stjórnvöld eru hvött til að veita Urban orðu fyrir hugrekki sitt. Slagsmál hans við hryðjuverkamanninn eru sögð hafa orðið til þess að tala látinna varð ekki enn hærri, en þrettán eru látnir.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×