Handbolti

Mosfellingar sigu fram úr undir lokin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Árni Bragi skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu.
Árni Bragi skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu. vísir/anton
Afturelding er komið í úrslit Flugfélags Íslands bikarsins í handbolta eftir sigur á Val, 25-23, í fyrri undanúrslitaleiknum í kvöld.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann og staðan í hálfleik var 10-10.

Valsmenn skoruðu fyrsta markið í seinni hálfleik en Mosfellingar svöruðu með 6-2 kafla. Valur jafnaði metin í tvígang um miðjan seinni hálfleik en þá gaf Afturelding aftur í og seig fram úr.

Lokatölur 25-23, Aftureldingu í vil. Mosfellingar mæta annað hvort Haukum eða FH í úrslitaleiknum á morgun.

Árni Bragi Eyjólfsson skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu og Elvar Ásgeirsson sex.

Anton Rúnarsson og Ýmir Örn Gíslason skoruðu sex mörk hvor fyrir Val.

Mörk Aftureldingar:

Árni Bragi Eyjólfsson 7/3, Elvar Ásgeirsson 6/1, Kristinn Hrannar Elísberg Bjarkason 5, Hrafn Ingvarsson 3, Gestur Ólafur Ingvarsson 2, Gunnar Þórsson 1, Pétur Júníusson 1.

Mörk Vals:

Anton Rúnarsson 6/4, Ýmir Örn Gíslason 6, Ólafur Ægir Ólafsson 3, Vignir Stefánsson 3, Sturla Magnússon 2, Sveinn Aron Sveinsson 2, Orri Freyr Gíslason 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×