Ragnar Sig: Aldrei áður lent í því að fara efast um sjálfan mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. desember 2016 09:30 Ragnar Sigurðsson var frábær á EM síðasta sumar. Vísir/Getty Íslenski landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur átt erfiðar vikur að undanförnu með Fulham í ensku b-deildinni en miðvörðurinn skoraði sitt fyrsta mark í enska boltanum eftir að hafa komið inná sem varamaður í fyrrakvöld. Ragnar hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Fulham að undanförnu en hann innsiglaði sigur Fulham á móti Ipswich þrettán mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður á mánudaginn. Ragnar átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu í sumar og samdi við Fulham í ágúst eftir að hafa spilað með rússneska liðinu Krasnodar árin á undan. Ragnar er í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann kunna vel við sig í London og finnst enska b-deildin bæði krefjandi og skemmtileg. Ragnar segir frá síðustu vikum í viðtalinu en eftir að hafa verið í byrjunarliðinu fyrstu mánuði tímabilsins þá lenti hann í því að missa sætið sitt, fyrst í byrjunarliðinu og svo í hópnum. „Úrslitin voru ekki alveg að falla með okkur og stjórinn hefur verið iðinn við að róta í öftustu varnarlínunni síðustu vikurnar. Ég var til að mynda settur út úr hópnum um tíma og ég verð að segja að síðustu vikurnar hafa verið erfiðar,“ segir Ragnar í viðtalinu við Guðmund. „Ég var settur aftur inn í liðið í leiknum á móti Derby og ég fann að ég var ekki með sama sjálfstraust og ég er vanur að vera með. Ég hef aldrei áður lent í því að fara að efast um sjálfan mig en ég fann það í þessum leik,“ segir Ragnar ennfremur og hann talar þar einnig um mistök hans sem kostuðu mark. Hann var aftur kominn á bekkkinn. „Það er aldrei gaman að kom inná sem miðvörður og þegar ég kom inná voru um 25 mínútur eftir. Mér fannst ég hafa öllu að tapa. Það var komið aðeins inn í hausinn á mér að gera mistök en ég var ekki búinn að vera lengi inná þegar mér tókst að skora og það var ákveðinn léttir og færir mér vonandi aukið sjálfstraust. Ég kom hingað til Fulham til að spila en ekki sitja á bekknum en maður er víst ekki tvítugur lengur,“ sagði Ragnar meðal annars í viðtalinu við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. Ragnar segir þar einnig frá ógleymanlegu ári og hvernig það er að spila fótbolta yfir hátíðirnar.Ragnar Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Ipswich.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur átt erfiðar vikur að undanförnu með Fulham í ensku b-deildinni en miðvörðurinn skoraði sitt fyrsta mark í enska boltanum eftir að hafa komið inná sem varamaður í fyrrakvöld. Ragnar hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliði Fulham að undanförnu en hann innsiglaði sigur Fulham á móti Ipswich þrettán mínútum eftir að hafa komið inná sem varamaður á mánudaginn. Ragnar átti frábært Evrópumót með íslenska landsliðinu í sumar og samdi við Fulham í ágúst eftir að hafa spilað með rússneska liðinu Krasnodar árin á undan. Ragnar er í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag og þar segist hann kunna vel við sig í London og finnst enska b-deildin bæði krefjandi og skemmtileg. Ragnar segir frá síðustu vikum í viðtalinu en eftir að hafa verið í byrjunarliðinu fyrstu mánuði tímabilsins þá lenti hann í því að missa sætið sitt, fyrst í byrjunarliðinu og svo í hópnum. „Úrslitin voru ekki alveg að falla með okkur og stjórinn hefur verið iðinn við að róta í öftustu varnarlínunni síðustu vikurnar. Ég var til að mynda settur út úr hópnum um tíma og ég verð að segja að síðustu vikurnar hafa verið erfiðar,“ segir Ragnar í viðtalinu við Guðmund. „Ég var settur aftur inn í liðið í leiknum á móti Derby og ég fann að ég var ekki með sama sjálfstraust og ég er vanur að vera með. Ég hef aldrei áður lent í því að fara að efast um sjálfan mig en ég fann það í þessum leik,“ segir Ragnar ennfremur og hann talar þar einnig um mistök hans sem kostuðu mark. Hann var aftur kominn á bekkkinn. „Það er aldrei gaman að kom inná sem miðvörður og þegar ég kom inná voru um 25 mínútur eftir. Mér fannst ég hafa öllu að tapa. Það var komið aðeins inn í hausinn á mér að gera mistök en ég var ekki búinn að vera lengi inná þegar mér tókst að skora og það var ákveðinn léttir og færir mér vonandi aukið sjálfstraust. Ég kom hingað til Fulham til að spila en ekki sitja á bekknum en maður er víst ekki tvítugur lengur,“ sagði Ragnar meðal annars í viðtalinu við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu í dag. Ragnar segir þar einnig frá ógleymanlegu ári og hvernig það er að spila fótbolta yfir hátíðirnar.Ragnar Sigurðsson fagnar marki sínu á móti Ipswich.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Sport Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Handbolti Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Handbolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira