Perlan verður að lundabúð: „Mjög dapurlegt að þetta skuli gerast“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 29. desember 2016 09:15 Bjarni hefur staðið að rekstri veitingastaðarins Perlan í Perlunni um árabil Vísir/Vilhelm Nú fer hver að verða síðastur að panta borð í Perlunni þar sem það liggur fyrir að veitingastaðnum verði lokað og hann rýmdur fyrir 10. janúar 2017. Snúningsgólfið mun hins vegar halda velli en nýir rekstraraðilar nefna þó að það muni þó ekki verða oft í gangi. Náttúrusafn opnar á jarðhæðinni. Vísir heyrði í Bjarna Ingvari Árnasyni, einnig þekktur sem Bjarni í Brauðbæ, en hann hefur staðið að veitingarekstri Perlunnar. Búið er að vera upppantað og segir Bjarni að mikið sé búið að vera að gera þennan mánuðinn. Hann segist finna fyrir mikilli samstöðu og að starfsfólk sem og velunnarar Perlunnar séu daprir yfir þessari niðurstöðu að loka skuli veitingastaðnum. „Þetta er mjög dapurlegt að þetta skuli gerast. Það má ekki gleyma því að Davíð Oddsson gaf þjóðinni húsið fyrir hönd Orkuveitunnar og okkur finnst verið að taka það af þjóðinni.“Aðalheiður Héðinsdóttir er eigandi Kaffitárs.Vísir/StefánÞað má með sanni segja að Perlan sé ein af einkennisbyggingum Reykjavíkur. Hún var opnuð árið 1991 og hefur notið vinsælda sem veitingastaður síðan. Veitingastaðurinn hefur þótt einkar glæsilegur og er frægur fyrir snúningsgólfið og stórkostlegt útsýni. Snúningsgólfið mun hins vegar halda velli en nýir rekstraraðilar nefna þó að það muni ekki verða mjög oft í gangi en að viðskiptavinir eigi vissulega eftir að fá að taka snúninginn.Kaffitár og Rammagerðin taka við rekstrinumVísir greindi frá því í október að Kaffitár og Rammagerðin muni taka við veitinga- og verslunarrekstrinum en einnig mun þar opna náttúrusafn í stóra rýminu á jarðhæðinni. Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður og stofnandi Kaffitárs og Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar, sögðust í umræddu viðtalinu vera spenntar fyrir nýja tækifærinu. Lovísa nefndi að gert verði út á íslenska gestrisni og að vísað verði í sveitasæluna. Aðalheiður nefnir að kaffihúsið muni bjóða upp á íslenskan ís og bjór sem séu sérframleidd fyrir þau.Perluvinir kveðja með söngVísir/Atli Már SteinarssonPerluvinir kveðjaPerluvinirnir kvöddu Perluna með stæl fyrir stuttu. Einn þeirra, Steinþór Helgi Arnsteinsson, segir að Perluvinirnir sé vinahópur sem séu allir perluvinir og miklir aðdáendur Perlunnar. Þetta er þriðja árið í röð sem Perluvinir fara á jólahlaðborðið. „Við höfum haft það að hefð að fara alltaf á jólahlaðborðið hjá Perlunni og vissum náttúrulega að það væri að fara að loka þannig að við brugðum ekki af vananum og kíktum þarna og settumst við flygilinn og tókum lagið.“segir Steinþór.Magnaður hljómburðurÍ vinahópnum eru meðal annars Högni Egilsson, hinn þjóðþekkti tónlistarmaður og söngvari Hjaltalín, þannig að gestir hafa svo sannarlega fengið auka glaðning það kvöldið. Atli Bollason, einn Perluvina, leggur áherslu á að það sé nú vart annað hægt en að prufukeyra flygilinn í Perlunni á jólahlaðborðinu enda sé hljómburðurinn magnaður. „Barinn þarna uppi er algjörlega geggjaður. Þar er píanó og undir þessu magnaða hvolfþaki er ekki annað hægt en að taka lagið. Þetta er bara þak borgarinnar. Við héldumst í hendur í gærkvöldi og sungum Heims um ból og kvöddum þannig Perluna.“ segir Atli og nefnir að þeir hafi oft verið með síðustu gestunum út. Þetta hefur því verið í síðasta skipti sem Perluvinirnir hafi notið jólahlaðborðs Perlunnar og lítur út fyrir að þeir verði að finna sér annan samastað fyrir næstu jól. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Nú fer hver að verða síðastur að panta borð í Perlunni þar sem það liggur fyrir að veitingastaðnum verði lokað og hann rýmdur fyrir 10. janúar 2017. Snúningsgólfið mun hins vegar halda velli en nýir rekstraraðilar nefna þó að það muni þó ekki verða oft í gangi. Náttúrusafn opnar á jarðhæðinni. Vísir heyrði í Bjarna Ingvari Árnasyni, einnig þekktur sem Bjarni í Brauðbæ, en hann hefur staðið að veitingarekstri Perlunnar. Búið er að vera upppantað og segir Bjarni að mikið sé búið að vera að gera þennan mánuðinn. Hann segist finna fyrir mikilli samstöðu og að starfsfólk sem og velunnarar Perlunnar séu daprir yfir þessari niðurstöðu að loka skuli veitingastaðnum. „Þetta er mjög dapurlegt að þetta skuli gerast. Það má ekki gleyma því að Davíð Oddsson gaf þjóðinni húsið fyrir hönd Orkuveitunnar og okkur finnst verið að taka það af þjóðinni.“Aðalheiður Héðinsdóttir er eigandi Kaffitárs.Vísir/StefánÞað má með sanni segja að Perlan sé ein af einkennisbyggingum Reykjavíkur. Hún var opnuð árið 1991 og hefur notið vinsælda sem veitingastaður síðan. Veitingastaðurinn hefur þótt einkar glæsilegur og er frægur fyrir snúningsgólfið og stórkostlegt útsýni. Snúningsgólfið mun hins vegar halda velli en nýir rekstraraðilar nefna þó að það muni ekki verða mjög oft í gangi en að viðskiptavinir eigi vissulega eftir að fá að taka snúninginn.Kaffitár og Rammagerðin taka við rekstrinumVísir greindi frá því í október að Kaffitár og Rammagerðin muni taka við veitinga- og verslunarrekstrinum en einnig mun þar opna náttúrusafn í stóra rýminu á jarðhæðinni. Aðalheiður Héðinsdóttir, stjórnarformaður og stofnandi Kaffitárs og Lovísa Óladóttir, framkvæmdastjóri Rammagerðarinnar, sögðust í umræddu viðtalinu vera spenntar fyrir nýja tækifærinu. Lovísa nefndi að gert verði út á íslenska gestrisni og að vísað verði í sveitasæluna. Aðalheiður nefnir að kaffihúsið muni bjóða upp á íslenskan ís og bjór sem séu sérframleidd fyrir þau.Perluvinir kveðja með söngVísir/Atli Már SteinarssonPerluvinir kveðjaPerluvinirnir kvöddu Perluna með stæl fyrir stuttu. Einn þeirra, Steinþór Helgi Arnsteinsson, segir að Perluvinirnir sé vinahópur sem séu allir perluvinir og miklir aðdáendur Perlunnar. Þetta er þriðja árið í röð sem Perluvinir fara á jólahlaðborðið. „Við höfum haft það að hefð að fara alltaf á jólahlaðborðið hjá Perlunni og vissum náttúrulega að það væri að fara að loka þannig að við brugðum ekki af vananum og kíktum þarna og settumst við flygilinn og tókum lagið.“segir Steinþór.Magnaður hljómburðurÍ vinahópnum eru meðal annars Högni Egilsson, hinn þjóðþekkti tónlistarmaður og söngvari Hjaltalín, þannig að gestir hafa svo sannarlega fengið auka glaðning það kvöldið. Atli Bollason, einn Perluvina, leggur áherslu á að það sé nú vart annað hægt en að prufukeyra flygilinn í Perlunni á jólahlaðborðinu enda sé hljómburðurinn magnaður. „Barinn þarna uppi er algjörlega geggjaður. Þar er píanó og undir þessu magnaða hvolfþaki er ekki annað hægt en að taka lagið. Þetta er bara þak borgarinnar. Við héldumst í hendur í gærkvöldi og sungum Heims um ból og kvöddum þannig Perluna.“ segir Atli og nefnir að þeir hafi oft verið með síðustu gestunum út. Þetta hefur því verið í síðasta skipti sem Perluvinirnir hafi notið jólahlaðborðs Perlunnar og lítur út fyrir að þeir verði að finna sér annan samastað fyrir næstu jól.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent