Náttúruperlan Fjaðrárgljúfur auglýst til sölu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 28. desember 2016 11:53 Fjaðrárgljúfur er eitt fegursta gljúfur landsins og aðsókn eftir því. vísir/vilhelm Jörðin Heiði í Skaftárhreppi á Suðurlandi hefur verið sett á sölu, en hluti einnar helstu náttúruperlu landsins, Fjaðrárgljúfurs, fylgir kaupunum. Um er að ræða um það bil 335 hektara land sem er að mestu gróið og án alls húsakosts. Magnús Leópoldsson, fasteignasali hjá Fasteignamiðstöðinni, sem heldur utan um söluna, segir að óskað sé eftir tilboðum í jörðina, og að ekkert lágmarksverð liggi fyrir. Hins vegar séu jarðir sem þessar að seljast nokkuð dýrt og aðspurður segir hann þær sjaldnast fara á minna en hundrað milljónir króna. Fjaðrárgljúfur er eitt fegursta gljúfur landsins og aðsókn eftir því. Gljúfrið er á mörkum Heiðar og jarðarinnar Holts. „Eigendur jarðanna eiga hvorn sinn hlutann í gljúfrinu, í raun eiga þeir bara hvorn sinn bakkann en aðgengið að því er misjafnt,“ segir Magnús. Þetta er í annað sinn sem jörðin er sett á sölu, en í fyrra skiptið var það hluti hennar sem var auglýstur falur. Fjaðrárgljúfur hefur nær alla tíð verið afar vinsæll áfangastaður, en vinsældir gljúfursins jukust til muna eftir að poppstjarnan Justin Bieber tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu í september í fyrra.Justin Bieber tók upp myndband í gljúfrinu í september í fyrra.mynd/justin bieberNokkuð hefur verið fjallað um kaup á jörðinni Fell í Suðursveit, sem á land að Jökulsárlóni, en Alþingi samþykkti samhliða fjárlögum og fjáraukalögum á dögunum að ganga inn í kaup á jörðinni. Þá var bróðurpartur Grímsstaða á Fjöllum seldur til breska milljarðamæringsins Jim Ratcliffe fyrr í þessum mánuði. Tengdar fréttir Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Jörðin Heiði í Skaftárhreppi á Suðurlandi hefur verið sett á sölu, en hluti einnar helstu náttúruperlu landsins, Fjaðrárgljúfurs, fylgir kaupunum. Um er að ræða um það bil 335 hektara land sem er að mestu gróið og án alls húsakosts. Magnús Leópoldsson, fasteignasali hjá Fasteignamiðstöðinni, sem heldur utan um söluna, segir að óskað sé eftir tilboðum í jörðina, og að ekkert lágmarksverð liggi fyrir. Hins vegar séu jarðir sem þessar að seljast nokkuð dýrt og aðspurður segir hann þær sjaldnast fara á minna en hundrað milljónir króna. Fjaðrárgljúfur er eitt fegursta gljúfur landsins og aðsókn eftir því. Gljúfrið er á mörkum Heiðar og jarðarinnar Holts. „Eigendur jarðanna eiga hvorn sinn hlutann í gljúfrinu, í raun eiga þeir bara hvorn sinn bakkann en aðgengið að því er misjafnt,“ segir Magnús. Þetta er í annað sinn sem jörðin er sett á sölu, en í fyrra skiptið var það hluti hennar sem var auglýstur falur. Fjaðrárgljúfur hefur nær alla tíð verið afar vinsæll áfangastaður, en vinsældir gljúfursins jukust til muna eftir að poppstjarnan Justin Bieber tók upp tónlistarmyndband í gljúfrinu í september í fyrra.Justin Bieber tók upp myndband í gljúfrinu í september í fyrra.mynd/justin bieberNokkuð hefur verið fjallað um kaup á jörðinni Fell í Suðursveit, sem á land að Jökulsárlóni, en Alþingi samþykkti samhliða fjárlögum og fjáraukalögum á dögunum að ganga inn í kaup á jörðinni. Þá var bróðurpartur Grímsstaða á Fjöllum seldur til breska milljarðamæringsins Jim Ratcliffe fyrr í þessum mánuði.
Tengdar fréttir Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45 Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Nýi eigandi Grímsstaða: Umdeildur huldumaður með vasa fulla af seðlum Jarðakaup breska iðnjöfursins Jims Ratcliffe vekja spurningar um undirliggjandi ástæður þeirra. Vernd villta laxastofnsins á Íslandi segir hann sjálfur. Utan Íslands er fyrirtæki hans gagnrýnt vegna umhverfismála. 21. desember 2016 07:45
Ögmundur segir sölu Grímsstaða mark um vesaldóm stjórnvalda Ögmundur Jónasson er harðorður um sölu Grímsstaða á Fjöllum til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. 20. desember 2016 14:45