Formenn Bjartrar og Viðreisnar bíða viðbragða Bjarna við málefnatillögum Heimir Már Pétursson skrifar 28. desember 2016 18:32 Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. Miklar þreifingar eiga sér stað á bakvið tjöldin og þingflokkar bæði Bjartrar og Viðreisnar funduðu um stöðuna í dag. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa farið með veggjum í gær og í dag en þeir funduðu í gær um mögulega stjórnarmyndun þeirra. Þar lögðu Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar fram ákveðnar tillögur fyrir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins samkvæmt heimildum fréttastofunnar og bíða þeir enn viðbragða við þeim eftir því sem fréttastofan kemst næst. Þingflokkar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu í sitthvoru lagi upp úr hádegi og bjóst Benedikt Jóhannesson fyrir þann fund við því að geta rætt við fréttamenn seinnipartinn í dag. En hann hefur hins vegar ekki enn gefið kost á viðtali og fátt hefur verið um svör frá honum sem og leiðtogum hinna flokkanna. Þá verjast þingmenn flokkanna þriggja allra frétta. Ljóst er að ólík stefna þessara flokka varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um framtíð viðræðna við Evrópusambandið sem og varðandi breytta stefnu við úthlutun veiðiheimilda er enn stærsta og erfiðasta ágreiningsefnið. Flokkarnir hafa hins vegar rætt saman áður fljótlega eftir kosningar og verið í þreifingum undanfarið og ættu því að vera farnir að þekkja sársaukamörk hvers annars varðandi málamiðlanir. Forseti Íslands hefur einu sinni áður í ferlinu að loknum kosningum ákveðið að veita engum einum umboð til myndunar ríkisstjórnar en spurningin er hversu mikil þolinmæði hans er nú ef ekki fer að skýrast á allra næstu dögum hvort þessir þrír flokkar geti náð saman. Hann gæti þá gripið til þess ráðs að veita einhverjum formanni formlega umboðið í þeirri von að nýtt stjórnarmynstur gæti komið fram. Eða þá að hann kannaði möguleika á að einhverjir flokkar væru til í að verja aðra flokka vantrausti í minnihlutastjórn. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar kynntu málefnatillögur fyrir formanni Sjálfstæðisflokksins í gær, en formennirnir þrír hafa varist allra frétta af viðræðum þeirra undanfarna tvo sólarhringa. Miklar þreifingar eiga sér stað á bakvið tjöldin og þingflokkar bæði Bjartrar og Viðreisnar funduðu um stöðuna í dag. Leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa farið með veggjum í gær og í dag en þeir funduðu í gær um mögulega stjórnarmyndun þeirra. Þar lögðu Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar og Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar fram ákveðnar tillögur fyrir Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins samkvæmt heimildum fréttastofunnar og bíða þeir enn viðbragða við þeim eftir því sem fréttastofan kemst næst. Þingflokkar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu í sitthvoru lagi upp úr hádegi og bjóst Benedikt Jóhannesson fyrir þann fund við því að geta rætt við fréttamenn seinnipartinn í dag. En hann hefur hins vegar ekki enn gefið kost á viðtali og fátt hefur verið um svör frá honum sem og leiðtogum hinna flokkanna. Þá verjast þingmenn flokkanna þriggja allra frétta. Ljóst er að ólík stefna þessara flokka varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um framtíð viðræðna við Evrópusambandið sem og varðandi breytta stefnu við úthlutun veiðiheimilda er enn stærsta og erfiðasta ágreiningsefnið. Flokkarnir hafa hins vegar rætt saman áður fljótlega eftir kosningar og verið í þreifingum undanfarið og ættu því að vera farnir að þekkja sársaukamörk hvers annars varðandi málamiðlanir. Forseti Íslands hefur einu sinni áður í ferlinu að loknum kosningum ákveðið að veita engum einum umboð til myndunar ríkisstjórnar en spurningin er hversu mikil þolinmæði hans er nú ef ekki fer að skýrast á allra næstu dögum hvort þessir þrír flokkar geti náð saman. Hann gæti þá gripið til þess ráðs að veita einhverjum formanni formlega umboðið í þeirri von að nýtt stjórnarmynstur gæti komið fram. Eða þá að hann kannaði möguleika á að einhverjir flokkar væru til í að verja aðra flokka vantrausti í minnihlutastjórn.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Sjá meira
Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. 28. desember 2016 11:49