Hápunktar á eftirminnilegu íþróttaári: Biles heillaði, Bolt safnaði, Phelps kvaddi og heimsbyggðin grét Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. desember 2016 10:00 Hló að andstæðingum sínum. Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun þriðju Ólympíuleikana í röð í Ríó. Einstök þrenna í 100, 200 og 4x100 metra boðhlaupi hjá Bolt. Fljótasti maður allra tíma kveður svo næsta sumar. vísir/getty Íþróttaárið 2016 var mjög stórt enda bæði Ólympíu- og EM-ár í knattspyrnu karla. Tvær Ólympíugoðsagnir kvöddu í Ríó, Leicester City vann einstakt afrek og Cristiano Ronaldo vann loks stóran titil með portúgalska landsliðinu. Þá var tveimur langlífum bölvunum í bandarískum íþróttum aflétt og Peyton Manning og Kobe Bryant kvöddu með stæl. Hló að andstæðingum sínum. Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun þriðju Ólympíuleikana í röð í Ríó. Einstök þrenna í 100, 200 og 4x100 metra boðhlaupi hjá Bolt. Fljótasti maður allra tíma kveður svo næsta sumar á HM. Hann stefnir að því að fara svo í fótbolta og hefur verið boðið að æfa með þýska liðinu Dortmund.Bandaríska stúlkan Simone Biles heillaði heimsbyggðina með ótrúlegum hæfileikum sínum og brosi í Rió þar sem hún vann þrjú gull.vísir/gettyHeimsbyggðin grét er brasilíska fótboltaliðið Chapecoense lenti í flugslysi í desember og nánast allir leikmenn liðsins fórust.vísir/gettyBölvuninni aflétt. Eftir 108 ára bið varð Chicago Cubs hafnaboltameistari í Bandaríkjunum á ótrúlegan hátt. Liðið lenti 3-1 undir í úrslitaeinvíginu. Kom til baka með þremur sigrum og vann oddaleikinn í aukalotu.vísir/gettyÁrið var skrautlegt hjá Íslandsvininum Conor McGregor. Hann sagðist vera hættur í MMA er hann var á Íslandi í apríl en endaði síðan árið á því að verða fyrsti tvöfaldi meistarinn í UFC.vísir/gettyÍtalinn Claudio Ranieri stýrði Leicester City í mesta Öskubuskuævintýri knattspyrnusögunnar. Litla liðið sló öllum risunum í enska boltanum við og varð Englandsmeistari. Afrek sem seint verður leikið eftir.vísir/gettyLeBron James náði að vinna NBA-titilinn með sínu heimaliði, Cleveland Cavaliers.Vísir/gettyEinstakur. Michael Phelps kvaddi Ólympíuleikana með fimm gullverðlaunum.Vísir/GettyÞetta var árið hans Cristiano Ronaldo. Hann vann loksins stórmót með Portúgal er liðið vann EM. Ronaldo vann einnig Meistaradeildina með Real Madrid og fékk svo Gullknöttinn er hann var valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum.Vísir/getty Fréttir ársins 2016 Íþróttir Tengdar fréttir Íslenska íþróttaárið mikla 2016: EM-ævintýrið, fýla Ronaldo, sundsnillingar og þjálfaraæði Íslenskir íþróttamenn hafa líklega aldrei áður verið meira áberandi en á árinu 2016 en heilmargt gerðist einnig á alþjóðlegum vettvangi. 29. desember 2016 17:00 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira
Íþróttaárið 2016 var mjög stórt enda bæði Ólympíu- og EM-ár í knattspyrnu karla. Tvær Ólympíugoðsagnir kvöddu í Ríó, Leicester City vann einstakt afrek og Cristiano Ronaldo vann loks stóran titil með portúgalska landsliðinu. Þá var tveimur langlífum bölvunum í bandarískum íþróttum aflétt og Peyton Manning og Kobe Bryant kvöddu með stæl. Hló að andstæðingum sínum. Usain Bolt vann þrenn gullverðlaun þriðju Ólympíuleikana í röð í Ríó. Einstök þrenna í 100, 200 og 4x100 metra boðhlaupi hjá Bolt. Fljótasti maður allra tíma kveður svo næsta sumar á HM. Hann stefnir að því að fara svo í fótbolta og hefur verið boðið að æfa með þýska liðinu Dortmund.Bandaríska stúlkan Simone Biles heillaði heimsbyggðina með ótrúlegum hæfileikum sínum og brosi í Rió þar sem hún vann þrjú gull.vísir/gettyHeimsbyggðin grét er brasilíska fótboltaliðið Chapecoense lenti í flugslysi í desember og nánast allir leikmenn liðsins fórust.vísir/gettyBölvuninni aflétt. Eftir 108 ára bið varð Chicago Cubs hafnaboltameistari í Bandaríkjunum á ótrúlegan hátt. Liðið lenti 3-1 undir í úrslitaeinvíginu. Kom til baka með þremur sigrum og vann oddaleikinn í aukalotu.vísir/gettyÁrið var skrautlegt hjá Íslandsvininum Conor McGregor. Hann sagðist vera hættur í MMA er hann var á Íslandi í apríl en endaði síðan árið á því að verða fyrsti tvöfaldi meistarinn í UFC.vísir/gettyÍtalinn Claudio Ranieri stýrði Leicester City í mesta Öskubuskuævintýri knattspyrnusögunnar. Litla liðið sló öllum risunum í enska boltanum við og varð Englandsmeistari. Afrek sem seint verður leikið eftir.vísir/gettyLeBron James náði að vinna NBA-titilinn með sínu heimaliði, Cleveland Cavaliers.Vísir/gettyEinstakur. Michael Phelps kvaddi Ólympíuleikana með fimm gullverðlaunum.Vísir/GettyÞetta var árið hans Cristiano Ronaldo. Hann vann loksins stórmót með Portúgal er liðið vann EM. Ronaldo vann einnig Meistaradeildina með Real Madrid og fékk svo Gullknöttinn er hann var valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum.Vísir/getty
Fréttir ársins 2016 Íþróttir Tengdar fréttir Íslenska íþróttaárið mikla 2016: EM-ævintýrið, fýla Ronaldo, sundsnillingar og þjálfaraæði Íslenskir íþróttamenn hafa líklega aldrei áður verið meira áberandi en á árinu 2016 en heilmargt gerðist einnig á alþjóðlegum vettvangi. 29. desember 2016 17:00 Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Munkur slær í gegn á Opna breska „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sjá meira
Íslenska íþróttaárið mikla 2016: EM-ævintýrið, fýla Ronaldo, sundsnillingar og þjálfaraæði Íslenskir íþróttamenn hafa líklega aldrei áður verið meira áberandi en á árinu 2016 en heilmargt gerðist einnig á alþjóðlegum vettvangi. 29. desember 2016 17:00