Erlent

Maðurinn sem handtekinn var í tengslum við hryðjuverkaárásina í Berlín látinn laus

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Lögreglumenn á vakt á jólamarkaðnum á Breidscheid-torgi í Berlín þar sem tólf manns létu lífið og tugir særðust þann 19. desember.
Lögreglumenn á vakt á jólamarkaðnum á Breidscheid-torgi í Berlín þar sem tólf manns létu lífið og tugir særðust þann 19. desember. vísir/EPA
Maður, sem handtekinn var í Þýskalandi í gær í tengslum við hryðjuverkaárásina í Berlín, hefur verið látinn laus.

Maðurinn sem var í haldi er fertugur Túnisi. Rannsóknarlögreglan í Þýskalandi hafði fundið símanúmer hans vistað í síma árásarmannsins, Anis Amri.

Talsmaður þýsku lögreglunnar hefur upplýst fjölmiðla um að rannsókn hafi leitt í ljós að maðurinn sé líkast til ekki sá tengiliður árásarmannsins sem lögregla telur að hugsanlega hafi átt aðild að ódæðisverkinu.

Árásarmaðurinn, sem keyrði flutningabifreið inn í jólamarkað í Berlín þann 19. desember síðastliðinn, var skotinn til bana af lögreglu í Mílanó nokkrum dögum eftir árásina.


Tengdar fréttir

Móðir Anis Amri segir lögregluna hafa brugðist

Anis Amri féll í fyrrinótt í skotbardaga við lögreglumenn í Mílanó á Ítalíu. Hans hafði verið leitað um alla Evrópu vegna árásarinnar á jólamarkaðinn í Berlín á mánudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×