Hátt í hundrað teknir af launaskrá vegna hráefnisskorts Höskuldur Kári Schram skrifar 29. desember 2016 18:45 Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúman hálfan mánuð og er hráefnisskortur byrjaður að gera vart við sig hjá fiskvinnslufyrirtækjum víða um land. Tvö fyrirtæki á Vestfjörðum hafa brugðist við þessum með því að taka starfsfólk af launaskrá, það er Oddi á Patreksfirði og Íslenskt sjávarfang á Þingeyri að því fram kemur á vef Bæjarins besta. Um er ræða 60 manns hjá Odda og 35 á Þingeyri. Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta vera áhyggjuefni en í mörgum tilvikum er um að ræða erlent vinnuafl með takmörkuð réttindi til atvinnuleysisbóta hér á landi. „Fólk mun þurfa að skrá sig atvinnulaust og þar er bara tekið á hlutunum eins og um venjulega umsókn sé að ræða. Ef það eru einhverjir sem ekki eru búnir að afla sér réttinda til atvinnuleysisbóta þá fá þeir ekki neitt,“ segir Finnbogi. Þá sé þetta mikið högg fyrir samfélagið. „Hér er ekkert hægt að hlaupa í einhver störf. Sérstaklega þegar svona árar. Það er hávetur. Erfitt að fara á milli byggða og samgöngur mjög erfiðar. Þannig að það er ekkert um auðugan garð að gresja. Þetta er tap fyrir samfélagið í heild sinni,“ segir Finnbogi. Verkfall sjómanna Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Sjá meira
Hátt í hundrað starfsmenn í fiskvinnslu á Þingeyri og Patreksfirði hafa verið teknir af launaskrá vegna verkfalls sjómanna. Formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta mikið högg fyrir samfélagið enda sé ekki auðvelt fyrir fólk að finna aðra vinnu á þessum árstíma. Verkfall sjómanna hefur nú staðið yfir í rúman hálfan mánuð og er hráefnisskortur byrjaður að gera vart við sig hjá fiskvinnslufyrirtækjum víða um land. Tvö fyrirtæki á Vestfjörðum hafa brugðist við þessum með því að taka starfsfólk af launaskrá, það er Oddi á Patreksfirði og Íslenskt sjávarfang á Þingeyri að því fram kemur á vef Bæjarins besta. Um er ræða 60 manns hjá Odda og 35 á Þingeyri. Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segir þetta vera áhyggjuefni en í mörgum tilvikum er um að ræða erlent vinnuafl með takmörkuð réttindi til atvinnuleysisbóta hér á landi. „Fólk mun þurfa að skrá sig atvinnulaust og þar er bara tekið á hlutunum eins og um venjulega umsókn sé að ræða. Ef það eru einhverjir sem ekki eru búnir að afla sér réttinda til atvinnuleysisbóta þá fá þeir ekki neitt,“ segir Finnbogi. Þá sé þetta mikið högg fyrir samfélagið. „Hér er ekkert hægt að hlaupa í einhver störf. Sérstaklega þegar svona árar. Það er hávetur. Erfitt að fara á milli byggða og samgöngur mjög erfiðar. Þannig að það er ekkert um auðugan garð að gresja. Þetta er tap fyrir samfélagið í heild sinni,“ segir Finnbogi.
Verkfall sjómanna Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Sjá meira