Hlýindin hafa áhrif á síldina Svavar Hávarðsson skrifar 10. desember 2016 07:15 Sjómenn þurftu mikið að hafa fyrir því að veiða síldarkvóta sína. vísir/Vilhelm Ein birtingarmynd óvenjulegs árferðis í haust og vetur virðist vera að sjómenn þurftu lengri tíma til að veiða síldarkvóta sína, enda hafði síldin ekki myndað stórar torfur heldur var hún dreifð um veiðisvæðið. Ekki eru vísbendingar um að síldin sé að breyta um vetursetustöðvar, eins og henni er gjarnt. Ennþá má greina í stofninum sýkingu sem kom upp árið 2008. Nýlega var birt frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem sagði að skip fyrirtækisins, Beitir NK og Börkur NK, hefðu lokið veiðum á íslenskri sumargotssíld þessa vertíðina. Þar segir skipstjórinn á Berki, Hjörvar Hjálmarsson, að vertíðin hafi verið frekar slök miðað við undanfarin ár. „Síldin virðist ekki enn komin í vetursetu og torfumyndun varla hafin. Hún er dreifð og sennilega höfum við alls ekki fundið megnið af síldinni. Spurningin er bara hvar hún heldur sig. Þessi síld er þekkt fyrir að breyta um hegðun með reglulegu millibili og kannski er eitthvað slíkt að gerast núna,“ sagði Hjörvar. Guðmundur J. Óskarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir erfitt að fullyrða nokkuð um samhengi veiða og veðurfars – til þess vanti nauðsynlegar rannsóknir sem bíða næstu tveggja mánaða. Í fyrrahaust hafi síldin verið dreifð djúpt vestur af landinu líkt og í haust, og var ekki komin í stórar torfur út af Snæfellsnesi fyrr en undir lok janúar. Ekki hafi náðst að mæla stofninn fyrr en í mars síðustu ár. „Ég held að það fari kannski saman hlý haust sem seinka því að síldin fari í vetrarástand og að á veiðisvæðinu fyrir vestan er „stanslaust“ skark með flotvörpu sem tvístrar torfum og kemur í veg fyrir að hún myndar stórar torfur. Með öðrum orðum virðist hún vera það dreifð langt fram eftir haustinu og fram í janúar að veiðiskip þurfa að hafa meira fyrir henni og vandamál séu að mæla hana með rannsóknarskipum vegna stærðar svæðisins,“ segir Guðmundur. Sú umræða að síldin væri að breyta um vetursetustöðvar kom upp í fyrra líkt og nú. Hafró fann engar vísbendingar um slíkt þá og mælingar á stofninum fyrir vestan, sem heppnuðust loks í mars, gáfu svipað magn og væntingar voru um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Ein birtingarmynd óvenjulegs árferðis í haust og vetur virðist vera að sjómenn þurftu lengri tíma til að veiða síldarkvóta sína, enda hafði síldin ekki myndað stórar torfur heldur var hún dreifð um veiðisvæðið. Ekki eru vísbendingar um að síldin sé að breyta um vetursetustöðvar, eins og henni er gjarnt. Ennþá má greina í stofninum sýkingu sem kom upp árið 2008. Nýlega var birt frétt á heimasíðu Síldarvinnslunnar þar sem sagði að skip fyrirtækisins, Beitir NK og Börkur NK, hefðu lokið veiðum á íslenskri sumargotssíld þessa vertíðina. Þar segir skipstjórinn á Berki, Hjörvar Hjálmarsson, að vertíðin hafi verið frekar slök miðað við undanfarin ár. „Síldin virðist ekki enn komin í vetursetu og torfumyndun varla hafin. Hún er dreifð og sennilega höfum við alls ekki fundið megnið af síldinni. Spurningin er bara hvar hún heldur sig. Þessi síld er þekkt fyrir að breyta um hegðun með reglulegu millibili og kannski er eitthvað slíkt að gerast núna,“ sagði Hjörvar. Guðmundur J. Óskarsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir erfitt að fullyrða nokkuð um samhengi veiða og veðurfars – til þess vanti nauðsynlegar rannsóknir sem bíða næstu tveggja mánaða. Í fyrrahaust hafi síldin verið dreifð djúpt vestur af landinu líkt og í haust, og var ekki komin í stórar torfur út af Snæfellsnesi fyrr en undir lok janúar. Ekki hafi náðst að mæla stofninn fyrr en í mars síðustu ár. „Ég held að það fari kannski saman hlý haust sem seinka því að síldin fari í vetrarástand og að á veiðisvæðinu fyrir vestan er „stanslaust“ skark með flotvörpu sem tvístrar torfum og kemur í veg fyrir að hún myndar stórar torfur. Með öðrum orðum virðist hún vera það dreifð langt fram eftir haustinu og fram í janúar að veiðiskip þurfa að hafa meira fyrir henni og vandamál séu að mæla hana með rannsóknarskipum vegna stærðar svæðisins,“ segir Guðmundur. Sú umræða að síldin væri að breyta um vetursetustöðvar kom upp í fyrra líkt og nú. Hafró fann engar vísbendingar um slíkt þá og mælingar á stofninum fyrir vestan, sem heppnuðust loks í mars, gáfu svipað magn og væntingar voru um.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira