Reiknað með að iPhone 8 verði mun dýrari Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. desember 2016 09:39 Gagnalekar frá bandaríska tæknirisanum Apple gefa til kynna að fyrirtækið muni verðleggja iPhone 8 mun hærra en aðra iPhone-síma sína. Reiknað er með að samhliða iPhone 8 verði iPhone 7s einnig kynntur. Reiknað er með að iPhone 7s muni líta út á sambærilegan hátt og iPhone 7 og iPhone 6 og fá hefðbundna uppfærslu en Apple uppfærir síma sína með betri myndavélum og ýmsum búnaði. Þá er einnig gert ráð fyrir að nýr litur verði kynntur til sögunnar. Á sama tíma virðist Apple ætla sér að kynna iPhone 8 og þar muni miklar breytingar eiga sér stað frá þeim iPhone símum sem Apple hefur þegar kynnt til leiks. Reiknað er með að „Home“ takkinn svokallaði hverfi á brott, OLED-skjá og þráðlausri hleðslu svo dæmi séu tekin.Í grein Forbes um málið segir að sé þetta satt sé Apple að hugsa nokkra leiki fram í tímann. Með því að halda í þá hönnun sem iPhone hefur verið með undanfarin ár geti Apple haldið í þá sem ekki vilji miklar breytingar ár frá ári með iPhone 7s símanum. Á sama tíma geti fyrirtækið lokkað til sín nýja viðskiptavini með því að kynna til leiks endurhannaðan iPhone-síma með iPhone 8. Reiknað er með að iPhone 7s símarnir muni vera verðlagðir á svipaðan hátt og áður en ódýrasta útgáfan af iPhone 7 kostar hér á landi um 120 þúsund krónur. Í grein Forbes segir að gera megi ráð fyrir að iPhone 8 verði um fimmtán til 20 þúsund krónum dýrari en Iphone 7s plus útgáfan. Þess má geta að ódýrasta útgáfan af iPhone 7 plus kostar hér á landi um 140 þúsund krónur. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gagnalekar frá bandaríska tæknirisanum Apple gefa til kynna að fyrirtækið muni verðleggja iPhone 8 mun hærra en aðra iPhone-síma sína. Reiknað er með að samhliða iPhone 8 verði iPhone 7s einnig kynntur. Reiknað er með að iPhone 7s muni líta út á sambærilegan hátt og iPhone 7 og iPhone 6 og fá hefðbundna uppfærslu en Apple uppfærir síma sína með betri myndavélum og ýmsum búnaði. Þá er einnig gert ráð fyrir að nýr litur verði kynntur til sögunnar. Á sama tíma virðist Apple ætla sér að kynna iPhone 8 og þar muni miklar breytingar eiga sér stað frá þeim iPhone símum sem Apple hefur þegar kynnt til leiks. Reiknað er með að „Home“ takkinn svokallaði hverfi á brott, OLED-skjá og þráðlausri hleðslu svo dæmi séu tekin.Í grein Forbes um málið segir að sé þetta satt sé Apple að hugsa nokkra leiki fram í tímann. Með því að halda í þá hönnun sem iPhone hefur verið með undanfarin ár geti Apple haldið í þá sem ekki vilji miklar breytingar ár frá ári með iPhone 7s símanum. Á sama tíma geti fyrirtækið lokkað til sín nýja viðskiptavini með því að kynna til leiks endurhannaðan iPhone-síma með iPhone 8. Reiknað er með að iPhone 7s símarnir muni vera verðlagðir á svipaðan hátt og áður en ódýrasta útgáfan af iPhone 7 kostar hér á landi um 120 þúsund krónur. Í grein Forbes segir að gera megi ráð fyrir að iPhone 8 verði um fimmtán til 20 þúsund krónum dýrari en Iphone 7s plus útgáfan. Þess má geta að ódýrasta útgáfan af iPhone 7 plus kostar hér á landi um 140 þúsund krónur.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira