Skrítin staða í fjaðurvigtinni gæti orðið enn flóknari í kvöld Pétur Marinó Jónsson skrifar 10. desember 2016 15:34 UFC 206 fer fram í kvöld og gæti skapast skrítin staða í fjaðurvigtinni með ákveðnum úrslitum. Anthony Pettis mætir Max Holloway í aðalbardaga kvöldsins og þótt um titilbardaga sé að ræða mun Pettis ekki fá neitt belti með sigri. Upphaflega átti bardagi Pettis og Holloway að vera upp á svo kallaðan bráðabirgðartitil í fjaðurvigtinni (e. interim title). Þetta belti virðist vera gjörsamlega tilgangslaust enda er alvöru fjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo heill heilsu og mun berjast snemma á næsta ári.Conor McGregor var auðvitað fjaðurvigtarmeistarinn en þar sem hann hafði ekki varið beltið sitt í 11 mánuði ákvað UFC að svipta hann titlinum. Jose Aldo var áður bráðabirgðarmeistarinn en eftir að Conor var sviptur titlinum var Aldo gerður að alvöru meistaranum. Til að gera málin enn flóknari ákvað UFC að búa til nýjan bráðabirgðartitil fyrir bardaga Holloway og Pettis. Upphaflega átti aðalbardaginn á UFC 206 að vera titilbardagi í léttþungavigtinni á milli Daniel Cormier og Anthony Johnson. En eftir að Cormier meiddist var bardagi Pettis og Holloway færður í aðalbardaga kvöldsins og skyndilega orðinn titilbardagi. Málin urðu hins vegar enn flóknari í gær þegar Anthony Pettis mistókst að ná fjaðurvigtartakmarkinu. Pettis getur því ekki orðið bráðabirgðarmeistari í fjaðurvigt með sigri í kvöld. Andstæðingur hans, Max Holloway, náði fjaðurvigtartakmarkinu hins vegar og hann getur fengið beltið um mittið með sigri í kvöld. Upphaflega átti sigurvegarinn og þá nýkrýndur bráðabirgðarmeistari að mæta Jose Aldo á komandi ári og sameina beltin. En hvað gerist ef Anthony Pettis vinnur? Pettis gat ómögulega náð vigt í gær þar sem líkaminn gaf sig og er óvíst hvort hann muni reyna aftur að berjast í fjaðurvigt. Hver á þá að fá næsta titilbardaga gegn Jose Aldo? Það eru kannski seinnitíma vandamál en eina sem vitað er að bardaginn í kvöld verður áhugaverður. Anthony Pettis er fyrrum léttvigtarmeistari UFC og átti þetta að vera hans annar bardagi í fjaðurvigtinni. Pettis getur sýnt ótrúleg tilþrif í búrinu og er hrein unun að sjá hann upp á sitt besta. Max Holloway hefur farið á kostum síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor árið 2013. Holloway hefur unnið níu bardaga í röð og er hann sigurstranglegri í kvöld en fyrrum meistarinn. UFC 206 er hörku bardagakvöld þó engin risa nöfn séu á bardagakvöldinu. Kúrekinn vinsæli Donald Cerrone mætir harðjaxlinum Matt Brown í afar spennandi bardaga. Þá verður gaman að sjá rotarann sem lítur út fyrir að vera 12 ára, Doo Hoi Choi, fá stórt tækifæri gegn Cub Swanson. UFC 206 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3. MMA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Sjá meira
UFC 206 fer fram í kvöld og gæti skapast skrítin staða í fjaðurvigtinni með ákveðnum úrslitum. Anthony Pettis mætir Max Holloway í aðalbardaga kvöldsins og þótt um titilbardaga sé að ræða mun Pettis ekki fá neitt belti með sigri. Upphaflega átti bardagi Pettis og Holloway að vera upp á svo kallaðan bráðabirgðartitil í fjaðurvigtinni (e. interim title). Þetta belti virðist vera gjörsamlega tilgangslaust enda er alvöru fjaðurvigtarmeistarinn Jose Aldo heill heilsu og mun berjast snemma á næsta ári.Conor McGregor var auðvitað fjaðurvigtarmeistarinn en þar sem hann hafði ekki varið beltið sitt í 11 mánuði ákvað UFC að svipta hann titlinum. Jose Aldo var áður bráðabirgðarmeistarinn en eftir að Conor var sviptur titlinum var Aldo gerður að alvöru meistaranum. Til að gera málin enn flóknari ákvað UFC að búa til nýjan bráðabirgðartitil fyrir bardaga Holloway og Pettis. Upphaflega átti aðalbardaginn á UFC 206 að vera titilbardagi í léttþungavigtinni á milli Daniel Cormier og Anthony Johnson. En eftir að Cormier meiddist var bardagi Pettis og Holloway færður í aðalbardaga kvöldsins og skyndilega orðinn titilbardagi. Málin urðu hins vegar enn flóknari í gær þegar Anthony Pettis mistókst að ná fjaðurvigtartakmarkinu. Pettis getur því ekki orðið bráðabirgðarmeistari í fjaðurvigt með sigri í kvöld. Andstæðingur hans, Max Holloway, náði fjaðurvigtartakmarkinu hins vegar og hann getur fengið beltið um mittið með sigri í kvöld. Upphaflega átti sigurvegarinn og þá nýkrýndur bráðabirgðarmeistari að mæta Jose Aldo á komandi ári og sameina beltin. En hvað gerist ef Anthony Pettis vinnur? Pettis gat ómögulega náð vigt í gær þar sem líkaminn gaf sig og er óvíst hvort hann muni reyna aftur að berjast í fjaðurvigt. Hver á þá að fá næsta titilbardaga gegn Jose Aldo? Það eru kannski seinnitíma vandamál en eina sem vitað er að bardaginn í kvöld verður áhugaverður. Anthony Pettis er fyrrum léttvigtarmeistari UFC og átti þetta að vera hans annar bardagi í fjaðurvigtinni. Pettis getur sýnt ótrúleg tilþrif í búrinu og er hrein unun að sjá hann upp á sitt besta. Max Holloway hefur farið á kostum síðan hann tapaði fyrir Conor McGregor árið 2013. Holloway hefur unnið níu bardaga í röð og er hann sigurstranglegri í kvöld en fyrrum meistarinn. UFC 206 er hörku bardagakvöld þó engin risa nöfn séu á bardagakvöldinu. Kúrekinn vinsæli Donald Cerrone mætir harðjaxlinum Matt Brown í afar spennandi bardaga. Þá verður gaman að sjá rotarann sem lítur út fyrir að vera 12 ára, Doo Hoi Choi, fá stórt tækifæri gegn Cub Swanson. UFC 206 verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3.
MMA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Sjá meira