Borgin hefur sparað 170 milljónir vegna veðurblíðunnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. desember 2016 20:00 Þetta eru myndir teknar í Skipholti í desember í fyrra og nú í síðustu viku. Munurinn er gríðarlegur. Vísir/Ernir/Anton Brink Gríðarlegur munur er á veðri og umhverfi í desember í fyrra og í desember í ár. Í fyrra var allt á kafi í snjó og bílar komust vart leiðar sinnar, en í ár hefur fólk varla þurft að skafa bílinn á morgnana og ekki er vitað til þess að nokkur hafi fest sig í snjó. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir síðasta vetur hafa verið mjög skrýtinn. „Á þessum tíma fyrir ári síðan var 30-40 sentimetra jafnfallinn snjór hér í marga daga í upphafi desember. Við ströggluðum við að halda borginni opinni og okkur tókst það. Hérna voru 40-50 vélar að moka snjó, sólarhring eftir sólarhring, og það kostaði okkur auðvitað peninga,” segir Hjalti. En nú sparar borgin peninga þar sem kostnaður vegna helstu liða vetrarþjónustu er í kringum 25-30 prósent af því sem hann var á sama tímabili í fyrra. Kostnaður var 235 milljónir króna frá ágúst til áramóta í fyrra, en er í kringum 65 milljónir í ár. Kostnaðurinn er alltaf einhver þar sem verktakar fá viðverugjald og starfsfólk er á launum, þó svo að ekki þurfi að moka snjó. Það þýðir þó ekki að starfsfólkið sitji aðgerðalaust. Það sinnir hálfgerðum vorverkum. „Við erum að reyta arfa í beðum og sinna gróðrinum með klippingum og slíku. Svo erum við náttúrulega að sópa og hreinsa,” segir Hjalti. En auðar og þurrar götur hafa líka sína ókosti. Í gær fór svifryksmengun upp úr öllu valdi í Reykjavík enda göturnar skraufaþurrar og algjört logn. Fjölmargir bílar eru á nagladekkjum, en nagladekk slíta malbiki um hundrað sinnum hraðar og mynda drullu á götunum. Svo í þurru og kyrru veðri þyrlast rykið upp þegar bílarnir keyra um göturnar. Veður Tengdar fréttir Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45 Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17 Gróðusetja tré á aðventunni Skógfræðingur segir hlýindin ekki hafa neikvæð áhrif á gróðurinn, þvert á móti megum við eiga von á gróðursælu vori ef hitinn helst svona áfram. 10. desember 2016 20:30 Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Gríðarlegur munur er á veðri og umhverfi í desember í fyrra og í desember í ár. Í fyrra var allt á kafi í snjó og bílar komust vart leiðar sinnar, en í ár hefur fólk varla þurft að skafa bílinn á morgnana og ekki er vitað til þess að nokkur hafi fest sig í snjó. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri reksturs og umhirðu borgarlandsins, segir síðasta vetur hafa verið mjög skrýtinn. „Á þessum tíma fyrir ári síðan var 30-40 sentimetra jafnfallinn snjór hér í marga daga í upphafi desember. Við ströggluðum við að halda borginni opinni og okkur tókst það. Hérna voru 40-50 vélar að moka snjó, sólarhring eftir sólarhring, og það kostaði okkur auðvitað peninga,” segir Hjalti. En nú sparar borgin peninga þar sem kostnaður vegna helstu liða vetrarþjónustu er í kringum 25-30 prósent af því sem hann var á sama tímabili í fyrra. Kostnaður var 235 milljónir króna frá ágúst til áramóta í fyrra, en er í kringum 65 milljónir í ár. Kostnaðurinn er alltaf einhver þar sem verktakar fá viðverugjald og starfsfólk er á launum, þó svo að ekki þurfi að moka snjó. Það þýðir þó ekki að starfsfólkið sitji aðgerðalaust. Það sinnir hálfgerðum vorverkum. „Við erum að reyta arfa í beðum og sinna gróðrinum með klippingum og slíku. Svo erum við náttúrulega að sópa og hreinsa,” segir Hjalti. En auðar og þurrar götur hafa líka sína ókosti. Í gær fór svifryksmengun upp úr öllu valdi í Reykjavík enda göturnar skraufaþurrar og algjört logn. Fjölmargir bílar eru á nagladekkjum, en nagladekk slíta malbiki um hundrað sinnum hraðar og mynda drullu á götunum. Svo í þurru og kyrru veðri þyrlast rykið upp þegar bílarnir keyra um göturnar.
Veður Tengdar fréttir Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45 Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17 Gróðusetja tré á aðventunni Skógfræðingur segir hlýindin ekki hafa neikvæð áhrif á gróðurinn, þvert á móti megum við eiga von á gróðursælu vori ef hitinn helst svona áfram. 10. desember 2016 20:30 Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Sjáðu muninn á Reykjavík milli ára: Hiti aldrei hærri í ár en snjódýptin aldrei meiri í fyrra Margir munu eflaust þá daga þegar snjór var í Reykjavík en það þarf svo sem ekki að leita langt aftur í tímann. 8. desember 2016 11:45
Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum "Við erum farin að sjá brum þrútna.“ 7. desember 2016 13:17
Gróðusetja tré á aðventunni Skógfræðingur segir hlýindin ekki hafa neikvæð áhrif á gróðurinn, þvert á móti megum við eiga von á gróðursælu vori ef hitinn helst svona áfram. 10. desember 2016 20:30
Ekkert lát á hlýindum: 13 stiga hiti á Hvammi undir Eyjafjöllum í nótt Samkvæmt spá Veðurstofu Íslands er ekkert lát á þessum hlýindum, og verða Íslendingar meira og minna í mildu lofti næstu vikuna. 7. desember 2016 11:25