Stolt af íslenskum íþróttakonum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2016 07:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir og Bryndís Rún Hansen settu saman sjö Íslandsmet á HM. Mynd/Aðsend Hrafnhildur Lúthersdóttir var enn á ný í fararbroddi íslenskra sundmanna á stórmóti á HM25 í Windsor í Kanada. Hún setti fimm Íslandsmet í þremur greinum og komst í þrjú undanúrslit. „Ég er mjög sátt,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir. Hún komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á Ólympíuleikum í ágúst. „Ég var að koma mér aftur í form eftir Ólympíuleikana. Ég tók mér gott frí og þetta var því skemmtilegur og góður árangur á fyrsta móti eftir Ólympíuleikana,“ segir Hrafnhildur. „Ég var rosalega ánægð með árangurinn í Ríó en þurfti á fríi að halda enda búin að vera að æfa nær samfellt í fjögur ár,“ segir Hrafnhildur. Hún fagnar því sérstaklega að Ísland átti myndarlegan hóp á mótinu. Hún er elst og reyndust í hópnum og tók að sér „fyrirliðahlutverk. „Við hefðum ekki getað staðið okkur betur. Það eru allir að bæta sig og allir að setja Íslandsmet því allar boðsundssveitirnar settu Íslandsmet. Ég er ótrúlega stolt af þeim. Við sögðum að af því að við erum með svona marga á HM í 25 metra laug þá verða að minnsta kosti átta á HM næsta sumar. Það verður að setja smá pressu á þessa krakka,“ segir Hrafnhildur í léttum tón. „Ég er mjög ánægð með árið og gæti ekki beðið um meira,“ segir Hrafnhildur. Hún er að flytja heim eftir mörg ár í Bandaríkjunum þar sem hún var í skóla. „Ég verð bara að æfa með í SH og með vinnu hjá Iceland Travel. Ég er að reyna að gera eitthvað í lífinu því ég held að ég sé ekki með þennan atvinnumanna-persónuleika. Ég get ekki bara setið heima og bara verið að æfa,“ segir Hrafnhildur. Hún segist gera sér vonir um að vera kosin Íþróttamaður ársins. „Ég veit að ég átti gott ár og er bæði stolt og ánægð með það. Það er rosalega erfitt val á hverju ári og margt gott íþróttafólk í boði. Ég er samt rosalega stolt af íslenskum íþróttakonum í ár. Konurnar eru að taka yfir og ég vona að það verði bara þrjár konur á toppnum í ár,“ sagði Hrafnhildur. Mynd/Aðsend Fréttir ársins 2016 Sund Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir var enn á ný í fararbroddi íslenskra sundmanna á stórmóti á HM25 í Windsor í Kanada. Hún setti fimm Íslandsmet í þremur greinum og komst í þrjú undanúrslit. „Ég er mjög sátt,“ segir Hrafnhildur Lúthersdóttir. Hún komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á Ólympíuleikum í ágúst. „Ég var að koma mér aftur í form eftir Ólympíuleikana. Ég tók mér gott frí og þetta var því skemmtilegur og góður árangur á fyrsta móti eftir Ólympíuleikana,“ segir Hrafnhildur. „Ég var rosalega ánægð með árangurinn í Ríó en þurfti á fríi að halda enda búin að vera að æfa nær samfellt í fjögur ár,“ segir Hrafnhildur. Hún fagnar því sérstaklega að Ísland átti myndarlegan hóp á mótinu. Hún er elst og reyndust í hópnum og tók að sér „fyrirliðahlutverk. „Við hefðum ekki getað staðið okkur betur. Það eru allir að bæta sig og allir að setja Íslandsmet því allar boðsundssveitirnar settu Íslandsmet. Ég er ótrúlega stolt af þeim. Við sögðum að af því að við erum með svona marga á HM í 25 metra laug þá verða að minnsta kosti átta á HM næsta sumar. Það verður að setja smá pressu á þessa krakka,“ segir Hrafnhildur í léttum tón. „Ég er mjög ánægð með árið og gæti ekki beðið um meira,“ segir Hrafnhildur. Hún er að flytja heim eftir mörg ár í Bandaríkjunum þar sem hún var í skóla. „Ég verð bara að æfa með í SH og með vinnu hjá Iceland Travel. Ég er að reyna að gera eitthvað í lífinu því ég held að ég sé ekki með þennan atvinnumanna-persónuleika. Ég get ekki bara setið heima og bara verið að æfa,“ segir Hrafnhildur. Hún segist gera sér vonir um að vera kosin Íþróttamaður ársins. „Ég veit að ég átti gott ár og er bæði stolt og ánægð með það. Það er rosalega erfitt val á hverju ári og margt gott íþróttafólk í boði. Ég er samt rosalega stolt af íslenskum íþróttakonum í ár. Konurnar eru að taka yfir og ég vona að það verði bara þrjár konur á toppnum í ár,“ sagði Hrafnhildur. Mynd/Aðsend
Fréttir ársins 2016 Sund Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Emelíu sýnt mikið traust og samningurinn framlengdur: „Við sáum gæðin í sumar“ „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Dagskráin í dag: Stórleikir í NFL og NBA og spennan magnast í pílukastinu Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Sjá meira
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“