Emmy Rossum krefst launahækkunar fyrir Shameless Ritstjórn skrifar 12. desember 2016 12:00 Emmy Rossum stendur föst á sínu. Mynd/Getty Um þessar mundir er leikkonan Emmy Rossum að endursemja laun sín fyrir þættina Shameless. Þættirnir hafa notið gífurlegra vinsælda um allan heim en Rossum fer með stærsta hlutverk þáttanna og það eru margir sem halda því fram að hún haldi þeim uppi. Mótleikari hennar, William H. Macy, er með töluvert hærri laun en hún. Þegar þættirnir byrjuðu var Macy þekkt nafn innan Hollywood en Emmy var ung leikkona. Nú þegar tökur á áttundu seríu eru í þann mund að hefjast er nokkuð ljóst að aðstæðurnar eru afar breyttar. Rossum hefur slegið í gegn í þáttunum og er orðin mikilvægasta persóna þáttarins. Robin Wright barðist einnig fyrir jöfnum launum fyrir House Of Cards en hún fékk það í gegn. Það verður spennandi að sjá hvort að Emmy Rossum muni takast það sama. Mest lesið Fyrsta sýnishornið frá framhaldi Love Actually loksins birt Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour North West öskrar á ljósmyndara Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Kim Kardashian snýr aftur á samfélagsmiðla Glamour Gallabuxur, blúnda, gimsteinar og loð - Glamour Björk heldur tónleika í Háskólabíó Glamour Amy Schumer fékk ekki hlutverk í Girls Glamour Senuþjófurinn Jennifer Lawrence Glamour Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour
Um þessar mundir er leikkonan Emmy Rossum að endursemja laun sín fyrir þættina Shameless. Þættirnir hafa notið gífurlegra vinsælda um allan heim en Rossum fer með stærsta hlutverk þáttanna og það eru margir sem halda því fram að hún haldi þeim uppi. Mótleikari hennar, William H. Macy, er með töluvert hærri laun en hún. Þegar þættirnir byrjuðu var Macy þekkt nafn innan Hollywood en Emmy var ung leikkona. Nú þegar tökur á áttundu seríu eru í þann mund að hefjast er nokkuð ljóst að aðstæðurnar eru afar breyttar. Rossum hefur slegið í gegn í þáttunum og er orðin mikilvægasta persóna þáttarins. Robin Wright barðist einnig fyrir jöfnum launum fyrir House Of Cards en hún fékk það í gegn. Það verður spennandi að sjá hvort að Emmy Rossum muni takast það sama.
Mest lesið Fyrsta sýnishornið frá framhaldi Love Actually loksins birt Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour North West öskrar á ljósmyndara Glamour Cartier fæst aftur á Íslandi Glamour Kim Kardashian snýr aftur á samfélagsmiðla Glamour Gallabuxur, blúnda, gimsteinar og loð - Glamour Björk heldur tónleika í Háskólabíó Glamour Amy Schumer fékk ekki hlutverk í Girls Glamour Senuþjófurinn Jennifer Lawrence Glamour Bella Hadid opnar sig um sambandsslitin við The Weeknd Glamour