Hallgrímskirkjuklukkur hringja hvorki inn jól né nýtt ár Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. desember 2016 12:30 Ekki er vitað hvenær hægt verður að skipta út búnaðnum, að sögn framkvæmdastjóra Hallgrímskirkju. vísir/anton brink Ekki verður hægt að fylgjast með kirkjuklukkum Hallgrímskirkju slá tólf á gamlárskvöld né heldur heyra þær hringja inn jól eða áramót. Ástæðan er úreltur búnaður sem ekki er hægt að lagfæra en beðið er eftir nýjum búnaði frá Hollandi. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum komin í ferli við að gera við þetta en þetta er mikið mál því það er fyrirtæki í Hollandi sem sérsmíðaði þessar klukkur og seldi okkur á sínum tíma. Við erum komin í samstarf við þau um að gera við búnaðinn og kaupa hluta af honum nýjan,“ segir Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju.Fjöldi fólks kemur saman ár hvert og bíður með eftirvæntingu eftir að heyra klukkurnar óma. Sú verður þó ekki raunin í ár.vísir/anton brinkHallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður á gamlárskvöld, bæði á meðal Íslendinga og útlendinga, enda kirkjan eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Jónanna segir það afar miður að ekki verði hægt að lagfæra búnaðinn fyrir áramót. „Við erum mjög leið yfir þessu. Mjög leið,“ segir hún. Búnaðurinn sem um ræðir tengir bæði klukkuspilin og kirkjuklukkurnar og hefur hann verið bilaður frá því í ágúst. Jónanna segir að fjölmargar kvartanir hafi borist fyrstu vikurnar. „Við höfum ekki fengið kvartanir eftir að við stilltum klukkurnar allar eins, en fyrst um sinn var mikið kvartað undan því að klukkurnar væru ekki rétt stilltar.“ Auk þess sem klukkurnar hafa verið úti tók þak kirkjunnar að byrja að leka í sumar og þá hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á húsinu. Jónanna segir að fyrst og fremst sé um almennt viðhald að ræða, auk fjárskorts. „Það er blanda af þessu tvennu ásamt því sem þetta eru rosalega viðamikil verkefni sem við erum að fara í. Það að gera við steypuna er miklu meira mál en nokkurn tímann var áætlað þannig að við verðum að laga hlutina í réttri röð og forgangsraða.“ Jólafréttir Tengdar fréttir Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45 Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Ekki verður hægt að fylgjast með kirkjuklukkum Hallgrímskirkju slá tólf á gamlárskvöld né heldur heyra þær hringja inn jól eða áramót. Ástæðan er úreltur búnaður sem ekki er hægt að lagfæra en beðið er eftir nýjum búnaði frá Hollandi. „Þetta er allt í vinnslu. Við erum komin í ferli við að gera við þetta en þetta er mikið mál því það er fyrirtæki í Hollandi sem sérsmíðaði þessar klukkur og seldi okkur á sínum tíma. Við erum komin í samstarf við þau um að gera við búnaðinn og kaupa hluta af honum nýjan,“ segir Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju.Fjöldi fólks kemur saman ár hvert og bíður með eftirvæntingu eftir að heyra klukkurnar óma. Sú verður þó ekki raunin í ár.vísir/anton brinkHallgrímskirkja er afar vinsæll áfangastaður á gamlárskvöld, bæði á meðal Íslendinga og útlendinga, enda kirkjan eitt helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Jónanna segir það afar miður að ekki verði hægt að lagfæra búnaðinn fyrir áramót. „Við erum mjög leið yfir þessu. Mjög leið,“ segir hún. Búnaðurinn sem um ræðir tengir bæði klukkuspilin og kirkjuklukkurnar og hefur hann verið bilaður frá því í ágúst. Jónanna segir að fjölmargar kvartanir hafi borist fyrstu vikurnar. „Við höfum ekki fengið kvartanir eftir að við stilltum klukkurnar allar eins, en fyrst um sinn var mikið kvartað undan því að klukkurnar væru ekki rétt stilltar.“ Auk þess sem klukkurnar hafa verið úti tók þak kirkjunnar að byrja að leka í sumar og þá hafa staðið yfir miklar framkvæmdir á húsinu. Jónanna segir að fyrst og fremst sé um almennt viðhald að ræða, auk fjárskorts. „Það er blanda af þessu tvennu ásamt því sem þetta eru rosalega viðamikil verkefni sem við erum að fara í. Það að gera við steypuna er miklu meira mál en nokkurn tímann var áætlað þannig að við verðum að laga hlutina í réttri röð og forgangsraða.“
Jólafréttir Tengdar fréttir Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45 Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50 Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Klukkur Hallgrímskirkju þagna og óvíst hvenær heyrist frá þeim á ný Búnaðurinn sem keyrir klukkurnar er úreltur og ekki hefur verið hægt að hringja þeim síðastliðna tvo mánuði. 29. ágúst 2016 16:45
Þak Hallgrímskirkju lekur Þeir sem lögðu leið sína í Hallgrímskirkju í dag urðu varir við skemmdir eru í þak hússins. 25. júlí 2016 22:50