Ronaldo fékk rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Messi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2016 08:17 Ronaldo með Gullboltann sem hann hefur unnið fjórum sinnum. vísir/epa Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. Ronaldo fékk Gullboltann fyrst árið 2008, svo 2013 og 2014 og loks í ár. Hann hefur því fengið þrjá Gullbolta á síðustu fjórum árum. Ronaldo, sem vann Meistaradeild Evrópu með Real Madrid og varð Evrópumeistari með Portúgal á árinu, fékk yfirburðakosningu í kjörinu, eða rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Lionel Messi sem endaði í 2. sæti. Messi hefur fimm sinnum hreppt Gullboltann, einu sinni oftar en Ronaldo. Ronaldo fékk alls 745 stig í kjörinu en Messi 316 stig. Antoine Griezmann, markahæsti leikmaður EM í Frakklandi, varð þriðji með 198 stig. Alls tóku 173 blaðamenn, einn frá hverju landi, þátt í kjörinu. Hver þeirra valdi þrjá leikmenn. Sá sem þeir settu í 1. sæti fékk fimm stig, leikmaðurinn í 2. sæti fékk þrjú stig og sá þriðji eitt stig. Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid áttu bæði þrjá fulltrúa á topp 10. Englandsmeistarar Leicester City komu næstir með tvo fulltrúa. Riyad Mahrez fékk 20 stig í 7. sæti og Jamie Vardy 11 stig í 8. sæti. Þeir fengu fleiri atkvæði en leikmenn á borð við Robert Lewandowski, Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Sergio Agüero.Þessir leikmenn fengu atkvæði í kjöri á besta fótboltamanni heims 2016: 1. Cristiano Ronaldo - 745 stig 2. Lionel Messi - 316 stig 3. Antoine Griezmann - 198 stig 4. Luis Suárez - 91 stig 5. Neymar - 68 stig 6. Gareth Bale - 60 stig 7. Riyad Mahrez - 20 stig 8. Jamie Vardy - 11 stig 9.-10. Gianluigi Buffon og Pepe - 8 stig 11. Pierre-Emerick Aubameyang - 7 stig 12. Rui Patrício - 6 stig 13. Zlatan Ibrahimovic - 5 stig 14.-15. Paul Pogba og Arturo Vidal - 4 stig 16. Robert Lewandowski - 3 stig 17.-19. Toni Kroos, Luka Modric og Dimitri Payet - 1 stigRiyad Mahrez og Jamie Vardy enduðu í 7. og 8. sæti í kjörinu á besta fótboltamanni heims 2016.vísir/getty Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Sjá meira
Cristiano Ronaldo var í gærkvöldi valinn besti fótboltamaður heims í fjórða sinn á ferlinum. Ronaldo fékk Gullboltann fyrst árið 2008, svo 2013 og 2014 og loks í ár. Hann hefur því fengið þrjá Gullbolta á síðustu fjórum árum. Ronaldo, sem vann Meistaradeild Evrópu með Real Madrid og varð Evrópumeistari með Portúgal á árinu, fékk yfirburðakosningu í kjörinu, eða rúmlega helmingi fleiri atkvæði en Lionel Messi sem endaði í 2. sæti. Messi hefur fimm sinnum hreppt Gullboltann, einu sinni oftar en Ronaldo. Ronaldo fékk alls 745 stig í kjörinu en Messi 316 stig. Antoine Griezmann, markahæsti leikmaður EM í Frakklandi, varð þriðji með 198 stig. Alls tóku 173 blaðamenn, einn frá hverju landi, þátt í kjörinu. Hver þeirra valdi þrjá leikmenn. Sá sem þeir settu í 1. sæti fékk fimm stig, leikmaðurinn í 2. sæti fékk þrjú stig og sá þriðji eitt stig. Spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid áttu bæði þrjá fulltrúa á topp 10. Englandsmeistarar Leicester City komu næstir með tvo fulltrúa. Riyad Mahrez fékk 20 stig í 7. sæti og Jamie Vardy 11 stig í 8. sæti. Þeir fengu fleiri atkvæði en leikmenn á borð við Robert Lewandowski, Zlatan Ibrahimovic, Paul Pogba og Sergio Agüero.Þessir leikmenn fengu atkvæði í kjöri á besta fótboltamanni heims 2016: 1. Cristiano Ronaldo - 745 stig 2. Lionel Messi - 316 stig 3. Antoine Griezmann - 198 stig 4. Luis Suárez - 91 stig 5. Neymar - 68 stig 6. Gareth Bale - 60 stig 7. Riyad Mahrez - 20 stig 8. Jamie Vardy - 11 stig 9.-10. Gianluigi Buffon og Pepe - 8 stig 11. Pierre-Emerick Aubameyang - 7 stig 12. Rui Patrício - 6 stig 13. Zlatan Ibrahimovic - 5 stig 14.-15. Paul Pogba og Arturo Vidal - 4 stig 16. Robert Lewandowski - 3 stig 17.-19. Toni Kroos, Luka Modric og Dimitri Payet - 1 stigRiyad Mahrez og Jamie Vardy enduðu í 7. og 8. sæti í kjörinu á besta fótboltamanni heims 2016.vísir/getty
Fótbolti Tengdar fréttir Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Sjá meira
Ronaldo hreppti Gullboltann Cristiano Ronaldo var í kvöld valinn besti knattspyrnumaður heims í fjórða sinn á ferlinum. 12. desember 2016 19:34