Viðskipti erlent

Svar Evrópu við GPS loksins gert aðgengilegt

Atli Ísleifsson skrifar
Framkvæmdastjórnin og Evrópska geimvísindastofnunin ESA gera ráð fyrir að Galileo verði að fullu virkt árið 2020.
Framkvæmdastjórnin og Evrópska geimvísindastofnunin ESA gera ráð fyrir að Galileo verði að fullu virkt árið 2020. Mynd/twitter
Svar Evrópu við bandaríska staðsetningarkerfinu GPS, Galileo, var loksins gert aðgengilegt í dag eftir sautján ára þróun og þrautargöngu.

Kerfið á að vera nákvæmara en önnur staðsetningarkerfi. Kerfið verður aðgengilegt fyrir snjallsímanotendur sem búa yfir símum með flögur sem eru samrýmanleg nýja kerfinu.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fjarmagnaði verkefnið og segir Maros Sefcovic, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, að einungis þurfi að uppfæra flesta síma til að geta tekið Galileo í notkun.

Í frétt France24 segir að átján gervihnöttum hafi þegar verið skotið á loft vegna verkefnisins.

Framkvæmdastjórnin og Evrópska geimvísindastofnunin ESA gera ráð fyrir að Galileo verði að fullu virkt árið 2020.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×