Viðskipti erlent

Gengi evru ekki lægra í fjórtán ár

Sæunn Gísladóttir skrifar
Sérfræðingar hjá Barclays spá því að evran verði jöfn dollar á þriðja ársfjórðungi 2017 en muni dollarinn svo verða sterkari en evra til lengri tíma litið.
Sérfræðingar hjá Barclays spá því að evran verði jöfn dollar á þriðja ársfjórðungi 2017 en muni dollarinn svo verða sterkari en evra til lengri tíma litið. Vísir/Valli
Gengi evru gagnvart Bandaríkjadal lækkaði um rúmlega eitt prósent í dag og hefur ekki verið lægra í fjórtán ár. Gengi dollars hefur styrkst verulega eftir að tilkynnt var um stýrivaxtahækkun í gær.

Einnig spilaði inn að bandaríski seðlabankinn gaf í skyn að stýrivextir gætu hækkað hraðar árið 2017 en fjárfestar höfðu búist við. Reuters greinir frá þessu.

Stýrivextir hækkuðu um 25 punkta í gær eins og greiningaraðilar höfðu búist við. Búist er við að vextir munu hækka þrisvar sinnum á næsta ári en þeir hafa verið hækkaðir tvisvar á árinu.

Sérfræðingar hjá Barclays spá því að evran verði jöfn dollar á þriðja ársfjórðungi 2017 en muni dollarinn svo verða sterkari en evra til lengri tíma litið.

Gengi evru lækkaði um 0,75 prósent gagnvart íslensku krónunni og er nú í kringum 119 krónur. Gengi Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni hefur hækkað um 1,45 prósent í dag og er nú í kringum 113 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×