Jólaljós og uppistöðulón Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Nú er tími jólaljósa og landsmenn keppast við að skreyta hús sín og slá nágrönnum við í ljósadýrðinni. En lýsingin staldrar stutt við, hún slær á skammdegið í mánuð eða svo og er síðan rifin niður og pakkað saman. Í ellefu mánuði nota jólaljósin því enga orku og eru því miður frekar óheppilegur raforkunotandi. Jólaljós eru ekki besti viðskiptavinur raforku af tveimur ástæðum; A) notkun þeirra er mest þegar vatnsrennsli í ám er sem minnst, og B) notkunin er mjög mikil í mjög stuttan tíma. Dæmið verður skýrara ef við hugsum okkur jólahald á lítilli eyðieyju þar sem dísilrafstöðvar framleiða rafmagn. Ekki nóg með að rafstöðvarnar þurfa að erfiða meira í kuldanum um jólin heldur þyrfti líka að kaupa auka dísilrafstöð sem væri bara keyrð í mánuð á ári til að mæta jólaaflþörfinni. Það þyrfti sem sagt að fjárfesta í auka rafstöð um jólin en nýtingin á henni væri afar slök og óhagkvæm á ársgrundvelli.Uppistöðulón Svona óregluleg notkun er ekki góð fyrir orku eins og raforku, sem erfitt er að geyma. Raforku verður nefnilega að nýta um leið og hún er framleidd. En það er til geymsluaðferð sem gerir mögulegt að geyma orkuna og jafna framleiðsluna milli árstíða. Þessi magnaða geymsla kallast uppistöðulón. Uppistöðulón hafa ekki notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina enda þýðir tilurð þeirra að talsvert af misverðmætu landi sem áður var þurrt fer undir vatn. Víða um heim fer gríðarlegt magn af lífrænu efni undir lón og rotnun veldur útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Hér á landi eru uppistöðulónin undantekningalaust á mun gróðurminni stöðum en víðast hvar erlendis og neikvæð loftlagsáhrif því hverfandi. Stærstu lónin hér á landi eru á hálendinu en samkvæmt eðlisfræðinni þarf minna vatn á kWst eftir því sem fallhæðin er meiri. Þannig fæst meiri orka úr hverjum rúmmetra af vatni eftir því sem það er geymt ofar. Fljótsdalsvirkjun nýtir t.d. um 600 metra náttúrulega fallhæð.Rafhlöður landsins Tilgangur uppistöðulóna er því fyrst og fremst að geyma stöðuorku þannig að hægt sé að viðhalda svipaðri framleiðslugetu allt árið, óháð sveiflum í sumar- og vetrarrennsli. Ef ekki væru uppistöðulón þá þyrfti einfaldlega fleiri virkjanir til að anna raforkuþörf á veturna þegar rennslið er takmarkað. Það má líkja þessu við vörubíl sem tekur 10 pakka og flytur að jafnaði um 8-10 pakka í ferð. Svo koma jólin og þá er spurning hvort ekki væri betra og ódýrara að eiga tengivagn sem getur tekið 5 pakka í viðbót frekar en að kaupa annan vörubíl sem stæði síðan ónotaður í ellefu mánuði á ári. Menn geta svo deilt um hvort raforkuþörf stórnotenda á Íslandi sé of mikil yfir höfuð en það er önnur umræða sem ekki verður tekin hér.Ný ljósatækni Sem betur fer eru nútíma jólaljós með LED perum sem nota aðeins um 10-15% af því afli og orku sem eldri perur þurftu. Nú þurfa landsmenn að taka sér tak og skipta yfir í LED lýsingu bæði í jólaljósum og almennri heimilislýsingu. Á heimasíðu Orkuseturs má finna ýmsar reiknivélar sem sýna orku- og rekstrarsparnað slíkra peruskipta. Landsmenn góðir, skiptið nú yfir í LED-ljósaseríur og hugsið hlýlega til uppistöðulóna sem eru mikilvægustu rafhlöður landsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er tími jólaljósa og landsmenn keppast við að skreyta hús sín og slá nágrönnum við í ljósadýrðinni. En lýsingin staldrar stutt við, hún slær á skammdegið í mánuð eða svo og er síðan rifin niður og pakkað saman. Í ellefu mánuði nota jólaljósin því enga orku og eru því miður frekar óheppilegur raforkunotandi. Jólaljós eru ekki besti viðskiptavinur raforku af tveimur ástæðum; A) notkun þeirra er mest þegar vatnsrennsli í ám er sem minnst, og B) notkunin er mjög mikil í mjög stuttan tíma. Dæmið verður skýrara ef við hugsum okkur jólahald á lítilli eyðieyju þar sem dísilrafstöðvar framleiða rafmagn. Ekki nóg með að rafstöðvarnar þurfa að erfiða meira í kuldanum um jólin heldur þyrfti líka að kaupa auka dísilrafstöð sem væri bara keyrð í mánuð á ári til að mæta jólaaflþörfinni. Það þyrfti sem sagt að fjárfesta í auka rafstöð um jólin en nýtingin á henni væri afar slök og óhagkvæm á ársgrundvelli.Uppistöðulón Svona óregluleg notkun er ekki góð fyrir orku eins og raforku, sem erfitt er að geyma. Raforku verður nefnilega að nýta um leið og hún er framleidd. En það er til geymsluaðferð sem gerir mögulegt að geyma orkuna og jafna framleiðsluna milli árstíða. Þessi magnaða geymsla kallast uppistöðulón. Uppistöðulón hafa ekki notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina enda þýðir tilurð þeirra að talsvert af misverðmætu landi sem áður var þurrt fer undir vatn. Víða um heim fer gríðarlegt magn af lífrænu efni undir lón og rotnun veldur útblæstri gróðurhúsaloftegunda. Hér á landi eru uppistöðulónin undantekningalaust á mun gróðurminni stöðum en víðast hvar erlendis og neikvæð loftlagsáhrif því hverfandi. Stærstu lónin hér á landi eru á hálendinu en samkvæmt eðlisfræðinni þarf minna vatn á kWst eftir því sem fallhæðin er meiri. Þannig fæst meiri orka úr hverjum rúmmetra af vatni eftir því sem það er geymt ofar. Fljótsdalsvirkjun nýtir t.d. um 600 metra náttúrulega fallhæð.Rafhlöður landsins Tilgangur uppistöðulóna er því fyrst og fremst að geyma stöðuorku þannig að hægt sé að viðhalda svipaðri framleiðslugetu allt árið, óháð sveiflum í sumar- og vetrarrennsli. Ef ekki væru uppistöðulón þá þyrfti einfaldlega fleiri virkjanir til að anna raforkuþörf á veturna þegar rennslið er takmarkað. Það má líkja þessu við vörubíl sem tekur 10 pakka og flytur að jafnaði um 8-10 pakka í ferð. Svo koma jólin og þá er spurning hvort ekki væri betra og ódýrara að eiga tengivagn sem getur tekið 5 pakka í viðbót frekar en að kaupa annan vörubíl sem stæði síðan ónotaður í ellefu mánuði á ári. Menn geta svo deilt um hvort raforkuþörf stórnotenda á Íslandi sé of mikil yfir höfuð en það er önnur umræða sem ekki verður tekin hér.Ný ljósatækni Sem betur fer eru nútíma jólaljós með LED perum sem nota aðeins um 10-15% af því afli og orku sem eldri perur þurftu. Nú þurfa landsmenn að taka sér tak og skipta yfir í LED lýsingu bæði í jólaljósum og almennri heimilislýsingu. Á heimasíðu Orkuseturs má finna ýmsar reiknivélar sem sýna orku- og rekstrarsparnað slíkra peruskipta. Landsmenn góðir, skiptið nú yfir í LED-ljósaseríur og hugsið hlýlega til uppistöðulóna sem eru mikilvægustu rafhlöður landsins. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun