Borgarlínan – nútímasamgöngur á vaxandi borgarsvæði Borgar- og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu skrifar 17. desember 2016 09:00 Borgarlínan, hágæðakerfi almenningssamgangna, er stærsta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Með hágæðakerfi almenningssamgangna er átt við kerfi hraðvagna (Bus Rapid Transit) eða léttlesta (Light Rail). Það sem einkennir slík kerfi, óháð því hvort um er að ræða hraðvagna eða léttlestir, er í megindráttum þrennt. Í fyrsta lagi ferðast vagnarnir á sérakreinum og fá forgang á umferðarljósum. Þannig fæst áreiðanleiki og hraði og ferðatími er samkeppnishæfari við aðra ferðamáta. Í öðru lagi er tíðni ferða mikil. Algeng tíðni vagna á annatímum er 5-7 mínútur en þar sem þörf er á meiri afkastagetu getur hún farið í um 2 mínútur. Í þriðja lagi eru biðstöðvar yfirbyggðar og vandaðar, með farmiðasjálfsölum og upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur. Aðgengi er fyrir alla þar sem vagnarnir stöðva þétt upp við brautarpalla sem eru í sömu hæð og gólf vagnanna. Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu.Af hverju Borgarlína? Hágæðakerfi almenningssamgangna er hryggjarstykkið í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040. Borgarlína er lykilverkefni í samgöngum, hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu á milli sveitarfélaganna og gera þeim kleift að mæta tæplega 40% fjölgun íbúa og fjölgun ferðamanna án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Borgarlína er grundvöllur þess að sveitarfélögin geti þétt byggð í miðkjörnum og við línuna og vaxið án þess að brjóta nýtt land undir byggð utan skilgreindra vaxtarmarka. Með borgarlínu verður hægt að draga úr byggingarkostnaði og gera uppbyggingaraðilum kleift að byggja í þéttri byggð með minni kostnaði t.d. með því að fækka bílastæðum. Á næstu 25 árum mun íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um a.m.k. 70.000. Umferðarspár sýna að þrátt fyrir miklar fjárfestingar í nýjum umferðarmannvirkjum aukast umferðartafir verulega ef þeim fjölgar ekki sem nýta sér aðra ferðamáta en einkabíl. Þess vegna eru afkastamiklar almenningssamgöngur mikilvægt lífsgæðamál fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.Hvað gera aðrar borgir? Um allan heim hefur verið horfið frá því að skipuleggja borgir í kringum einkabílinn með fjölgun akreina og mislægra gatnamóta með tilheyrandi umferð og mengun. Líkt og á höfuðborgarsvæðinu er víða unnið að þróun og uppbyggingu hágæðakerfa almenningssamgangna samhliða þéttingu byggðar á áhrifasvæðum þeirra. Vaxandi borgir á Norðurlöndunum, sem eru sambærilegar höfuðborgarsvæðinu að stærð, vinna eftir sömu hugmyndafræði. Sem dæmi má nefna Stavanger, Þrándheim, Bergen, Álaborg og Óðinsvé. Í Frakklandi hafa verið byggð léttlestakerfi í 25 borgum með færri en 250 þúsund íbúa. Í Bandaríkjunum og Kanada eru fjölmörg hágæðakerfi almenningssamgangna í undirbúningi eða framkvæmd samhliða þéttingu byggðar og endurnýtingu á vannýttum svæðum í borgum. Á höfuðborgarsvæðinu og áhrifasvæði þess búa 70% af öllum íbúum landsins auk tugþúsunda ferðamanna. Rekstrargrundvöllurinn fyrir hraðvagnakerfi eða léttlestakerfi er því ótvírætt fyrir hendi. Fjármögnunaraðferðir eru mismunandi eftir borgarsvæðum en í nær öllum tilfellum kemur ríkisvaldið að fjármögnun samgangnanna og í mörgum borgum koma einkaaðilar með fjármagn.Samkomulagið Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu fyrir helgi undir samkomulag um innleiðingu hágæða almenningsamgangna. Hluti af því samkomulagi er að farið verði í viðræður við innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti ásamt Vegagerðinni um formlegt samstarf um fjármögnun og nauðsynlegar lagabreytingar. Það er því mat okkar, borgarstjóra og bæjarstjóranna á höfuðborgarsvæðinu, að ný ríkisstjórn verði að koma að uppbyggingu hágæða almenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við sveitarfélögin og eftir atvikum einkaaðila. Um borgarlínuna ríkir algjör samstaða meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Með samstilltu átaki getum við aukið þjónustu við íbúana á svæðinu og lífsgæði þeirra um leið. Við getum dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, fækkað slysum, stóraukið flutningsgetu samgöngukerfisins og minnkað fjárþörf til viðhalds vegakerfisins. Með tilkomu borgarlínu fæst hvatning til íbúa til að breyta ferðavenjum sínum – enda mun forgangsakstur hraðvagna eða léttlesta með hárri tíðni gera mörgum kleift að ferðast hraðar á milli staða en á einkabílnum.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri KópavogsÁsgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri SeltjarnarnessDagur B. Eggertsson, borgarstjóri ReykjavíkurGunnar Einarsson, bæjarstjóri GarðabæjarHaraldur Líndal, bæjarstjóri HafnarfjarðarHaraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Dagur B. Eggertsson Samgöngur Tengdar fréttir Borgarlína og aðrar samgöngulínur Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. 16. desember 2016 07:00 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Sjá meira
Borgarlínan, hágæðakerfi almenningssamgangna, er stærsta sameiginlega verkefni sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Með hágæðakerfi almenningssamgangna er átt við kerfi hraðvagna (Bus Rapid Transit) eða léttlesta (Light Rail). Það sem einkennir slík kerfi, óháð því hvort um er að ræða hraðvagna eða léttlestir, er í megindráttum þrennt. Í fyrsta lagi ferðast vagnarnir á sérakreinum og fá forgang á umferðarljósum. Þannig fæst áreiðanleiki og hraði og ferðatími er samkeppnishæfari við aðra ferðamáta. Í öðru lagi er tíðni ferða mikil. Algeng tíðni vagna á annatímum er 5-7 mínútur en þar sem þörf er á meiri afkastagetu getur hún farið í um 2 mínútur. Í þriðja lagi eru biðstöðvar yfirbyggðar og vandaðar, með farmiðasjálfsölum og upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur. Aðgengi er fyrir alla þar sem vagnarnir stöðva þétt upp við brautarpalla sem eru í sömu hæð og gólf vagnanna. Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu.Af hverju Borgarlína? Hágæðakerfi almenningssamgangna er hryggjarstykkið í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040. Borgarlína er lykilverkefni í samgöngum, hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu á milli sveitarfélaganna og gera þeim kleift að mæta tæplega 40% fjölgun íbúa og fjölgun ferðamanna án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli. Borgarlína er grundvöllur þess að sveitarfélögin geti þétt byggð í miðkjörnum og við línuna og vaxið án þess að brjóta nýtt land undir byggð utan skilgreindra vaxtarmarka. Með borgarlínu verður hægt að draga úr byggingarkostnaði og gera uppbyggingaraðilum kleift að byggja í þéttri byggð með minni kostnaði t.d. með því að fækka bílastæðum. Á næstu 25 árum mun íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um a.m.k. 70.000. Umferðarspár sýna að þrátt fyrir miklar fjárfestingar í nýjum umferðarmannvirkjum aukast umferðartafir verulega ef þeim fjölgar ekki sem nýta sér aðra ferðamáta en einkabíl. Þess vegna eru afkastamiklar almenningssamgöngur mikilvægt lífsgæðamál fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.Hvað gera aðrar borgir? Um allan heim hefur verið horfið frá því að skipuleggja borgir í kringum einkabílinn með fjölgun akreina og mislægra gatnamóta með tilheyrandi umferð og mengun. Líkt og á höfuðborgarsvæðinu er víða unnið að þróun og uppbyggingu hágæðakerfa almenningssamgangna samhliða þéttingu byggðar á áhrifasvæðum þeirra. Vaxandi borgir á Norðurlöndunum, sem eru sambærilegar höfuðborgarsvæðinu að stærð, vinna eftir sömu hugmyndafræði. Sem dæmi má nefna Stavanger, Þrándheim, Bergen, Álaborg og Óðinsvé. Í Frakklandi hafa verið byggð léttlestakerfi í 25 borgum með færri en 250 þúsund íbúa. Í Bandaríkjunum og Kanada eru fjölmörg hágæðakerfi almenningssamgangna í undirbúningi eða framkvæmd samhliða þéttingu byggðar og endurnýtingu á vannýttum svæðum í borgum. Á höfuðborgarsvæðinu og áhrifasvæði þess búa 70% af öllum íbúum landsins auk tugþúsunda ferðamanna. Rekstrargrundvöllurinn fyrir hraðvagnakerfi eða léttlestakerfi er því ótvírætt fyrir hendi. Fjármögnunaraðferðir eru mismunandi eftir borgarsvæðum en í nær öllum tilfellum kemur ríkisvaldið að fjármögnun samgangnanna og í mörgum borgum koma einkaaðilar með fjármagn.Samkomulagið Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu fyrir helgi undir samkomulag um innleiðingu hágæða almenningsamgangna. Hluti af því samkomulagi er að farið verði í viðræður við innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti ásamt Vegagerðinni um formlegt samstarf um fjármögnun og nauðsynlegar lagabreytingar. Það er því mat okkar, borgarstjóra og bæjarstjóranna á höfuðborgarsvæðinu, að ný ríkisstjórn verði að koma að uppbyggingu hágæða almenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við sveitarfélögin og eftir atvikum einkaaðila. Um borgarlínuna ríkir algjör samstaða meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Með samstilltu átaki getum við aukið þjónustu við íbúana á svæðinu og lífsgæði þeirra um leið. Við getum dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, fækkað slysum, stóraukið flutningsgetu samgöngukerfisins og minnkað fjárþörf til viðhalds vegakerfisins. Með tilkomu borgarlínu fæst hvatning til íbúa til að breyta ferðavenjum sínum – enda mun forgangsakstur hraðvagna eða léttlesta með hárri tíðni gera mörgum kleift að ferðast hraðar á milli staða en á einkabílnum.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri KópavogsÁsgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri SeltjarnarnessDagur B. Eggertsson, borgarstjóri ReykjavíkurGunnar Einarsson, bæjarstjóri GarðabæjarHaraldur Líndal, bæjarstjóri HafnarfjarðarHaraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar
Borgarlína og aðrar samgöngulínur Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu. 16. desember 2016 07:00
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun