Var hreinlega sleginn út úr hringnum í síðasta bardaganum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2016 15:00 Bernard Hopkins á leið út úr hringnum. Vísir/Getty Bernard Hopkins dreymdi um að vinna síðasta boxbardagann sinn um helgina en annað kom á daginn þegar andstæðingurinn hans náði höggi sem endaði bardagann og ferilinn á afar vandræðalegan hátt. Bernard Hopkins er margfaldur heimsmeistari sem á að baki 28 ára feril í boxinu en hann heldur upp á 52 ára afmælið sitt í næsta mánuði. Þetta var 67 bardagann hans á ferlinum en Hopkins endar ferilinn með 55 sigra og 8 töp. Lokabardaginn var á móti Joe Smith Jr. í hinu goðsagnarkennda íþróttahúsi The Forum í Inglewood í Kalíforntíu og fór fram um helgina. Þegar Bernard Hopkins hóf ferillinn sinn þá var Ronald Reagan enn forseti Bandaríkjanna og andstæðingur hans, Joe Smith Jr., ekki einu sinni fæddur. Bernard Hopkins stóð sig ágætlega fyrstu sjö loturnar en í þeirri áttundu náði fyrrnefndur Joe Smith Jr. góðri sókn sem endaði á vandræðalegan hátt fyrir gamla manninn. Joe Smith Jr. króaði Hopkins af í horninu og náði fimm góðum höggum sem urðu til þess að Hopkins hreinlega datt út úr hringnum. Hopkins tókst ekki að komast aftur inn í hringinn áður en dómarinn taldi upp á tuttugu. Hann tapaði því bardaganum á tæknilegu rothöggi. Hopkins datt á höfuðið en stoltið var eitthvað af flækjast fyrir honum. Hopkins hélt því fram að honum hefði verið ýtt út hringnum en sjónvarpsupptökurnar sýndu annað. Hann sagði ennfremur að tognaður ökkli hafi komið í veg fyrir að hann héldi bardaganum áfram. Hopkins tapaði bardaganum en fékk þó miklu meira fyrir hann en Joe Smith. Á meðan Smith fékk „aðeins“ 140 þúsund dollara, sextán milljónir í íslenskum krónum, þá fékk Hopkins 800 þúsund dollara eða 91 milljón íslenskra króna. Bernard Hopkins vann sjálfur 32 bardaga á rothöggi en þetta var í fyrsta og eina skiptið sem hann tapaði á rothöggi.Vísir/GettyWatch: @beastsmithjr knocks @THEREALBHOP out of the ring 53 seconds into round 8, ending the fight. #Final1 https://t.co/Pj2svLUlC9— HBOboxing (@HBOboxing) December 18, 2016 Bernard Hopkins' legendary 28-year career came to an end as Joe Smith Jr. knocked him out of the ring. https://t.co/jtuAh7FaQ2— SportsCenter (@SportsCenter) December 18, 2016 Box Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira
Bernard Hopkins dreymdi um að vinna síðasta boxbardagann sinn um helgina en annað kom á daginn þegar andstæðingurinn hans náði höggi sem endaði bardagann og ferilinn á afar vandræðalegan hátt. Bernard Hopkins er margfaldur heimsmeistari sem á að baki 28 ára feril í boxinu en hann heldur upp á 52 ára afmælið sitt í næsta mánuði. Þetta var 67 bardagann hans á ferlinum en Hopkins endar ferilinn með 55 sigra og 8 töp. Lokabardaginn var á móti Joe Smith Jr. í hinu goðsagnarkennda íþróttahúsi The Forum í Inglewood í Kalíforntíu og fór fram um helgina. Þegar Bernard Hopkins hóf ferillinn sinn þá var Ronald Reagan enn forseti Bandaríkjanna og andstæðingur hans, Joe Smith Jr., ekki einu sinni fæddur. Bernard Hopkins stóð sig ágætlega fyrstu sjö loturnar en í þeirri áttundu náði fyrrnefndur Joe Smith Jr. góðri sókn sem endaði á vandræðalegan hátt fyrir gamla manninn. Joe Smith Jr. króaði Hopkins af í horninu og náði fimm góðum höggum sem urðu til þess að Hopkins hreinlega datt út úr hringnum. Hopkins tókst ekki að komast aftur inn í hringinn áður en dómarinn taldi upp á tuttugu. Hann tapaði því bardaganum á tæknilegu rothöggi. Hopkins datt á höfuðið en stoltið var eitthvað af flækjast fyrir honum. Hopkins hélt því fram að honum hefði verið ýtt út hringnum en sjónvarpsupptökurnar sýndu annað. Hann sagði ennfremur að tognaður ökkli hafi komið í veg fyrir að hann héldi bardaganum áfram. Hopkins tapaði bardaganum en fékk þó miklu meira fyrir hann en Joe Smith. Á meðan Smith fékk „aðeins“ 140 þúsund dollara, sextán milljónir í íslenskum krónum, þá fékk Hopkins 800 þúsund dollara eða 91 milljón íslenskra króna. Bernard Hopkins vann sjálfur 32 bardaga á rothöggi en þetta var í fyrsta og eina skiptið sem hann tapaði á rothöggi.Vísir/GettyWatch: @beastsmithjr knocks @THEREALBHOP out of the ring 53 seconds into round 8, ending the fight. #Final1 https://t.co/Pj2svLUlC9— HBOboxing (@HBOboxing) December 18, 2016 Bernard Hopkins' legendary 28-year career came to an end as Joe Smith Jr. knocked him out of the ring. https://t.co/jtuAh7FaQ2— SportsCenter (@SportsCenter) December 18, 2016
Box Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Fleiri fréttir Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð út á landi „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sjá meira