Var hreinlega sleginn út úr hringnum í síðasta bardaganum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2016 15:00 Bernard Hopkins á leið út úr hringnum. Vísir/Getty Bernard Hopkins dreymdi um að vinna síðasta boxbardagann sinn um helgina en annað kom á daginn þegar andstæðingurinn hans náði höggi sem endaði bardagann og ferilinn á afar vandræðalegan hátt. Bernard Hopkins er margfaldur heimsmeistari sem á að baki 28 ára feril í boxinu en hann heldur upp á 52 ára afmælið sitt í næsta mánuði. Þetta var 67 bardagann hans á ferlinum en Hopkins endar ferilinn með 55 sigra og 8 töp. Lokabardaginn var á móti Joe Smith Jr. í hinu goðsagnarkennda íþróttahúsi The Forum í Inglewood í Kalíforntíu og fór fram um helgina. Þegar Bernard Hopkins hóf ferillinn sinn þá var Ronald Reagan enn forseti Bandaríkjanna og andstæðingur hans, Joe Smith Jr., ekki einu sinni fæddur. Bernard Hopkins stóð sig ágætlega fyrstu sjö loturnar en í þeirri áttundu náði fyrrnefndur Joe Smith Jr. góðri sókn sem endaði á vandræðalegan hátt fyrir gamla manninn. Joe Smith Jr. króaði Hopkins af í horninu og náði fimm góðum höggum sem urðu til þess að Hopkins hreinlega datt út úr hringnum. Hopkins tókst ekki að komast aftur inn í hringinn áður en dómarinn taldi upp á tuttugu. Hann tapaði því bardaganum á tæknilegu rothöggi. Hopkins datt á höfuðið en stoltið var eitthvað af flækjast fyrir honum. Hopkins hélt því fram að honum hefði verið ýtt út hringnum en sjónvarpsupptökurnar sýndu annað. Hann sagði ennfremur að tognaður ökkli hafi komið í veg fyrir að hann héldi bardaganum áfram. Hopkins tapaði bardaganum en fékk þó miklu meira fyrir hann en Joe Smith. Á meðan Smith fékk „aðeins“ 140 þúsund dollara, sextán milljónir í íslenskum krónum, þá fékk Hopkins 800 þúsund dollara eða 91 milljón íslenskra króna. Bernard Hopkins vann sjálfur 32 bardaga á rothöggi en þetta var í fyrsta og eina skiptið sem hann tapaði á rothöggi.Vísir/GettyWatch: @beastsmithjr knocks @THEREALBHOP out of the ring 53 seconds into round 8, ending the fight. #Final1 https://t.co/Pj2svLUlC9— HBOboxing (@HBOboxing) December 18, 2016 Bernard Hopkins' legendary 28-year career came to an end as Joe Smith Jr. knocked him out of the ring. https://t.co/jtuAh7FaQ2— SportsCenter (@SportsCenter) December 18, 2016 Box Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira
Bernard Hopkins dreymdi um að vinna síðasta boxbardagann sinn um helgina en annað kom á daginn þegar andstæðingurinn hans náði höggi sem endaði bardagann og ferilinn á afar vandræðalegan hátt. Bernard Hopkins er margfaldur heimsmeistari sem á að baki 28 ára feril í boxinu en hann heldur upp á 52 ára afmælið sitt í næsta mánuði. Þetta var 67 bardagann hans á ferlinum en Hopkins endar ferilinn með 55 sigra og 8 töp. Lokabardaginn var á móti Joe Smith Jr. í hinu goðsagnarkennda íþróttahúsi The Forum í Inglewood í Kalíforntíu og fór fram um helgina. Þegar Bernard Hopkins hóf ferillinn sinn þá var Ronald Reagan enn forseti Bandaríkjanna og andstæðingur hans, Joe Smith Jr., ekki einu sinni fæddur. Bernard Hopkins stóð sig ágætlega fyrstu sjö loturnar en í þeirri áttundu náði fyrrnefndur Joe Smith Jr. góðri sókn sem endaði á vandræðalegan hátt fyrir gamla manninn. Joe Smith Jr. króaði Hopkins af í horninu og náði fimm góðum höggum sem urðu til þess að Hopkins hreinlega datt út úr hringnum. Hopkins tókst ekki að komast aftur inn í hringinn áður en dómarinn taldi upp á tuttugu. Hann tapaði því bardaganum á tæknilegu rothöggi. Hopkins datt á höfuðið en stoltið var eitthvað af flækjast fyrir honum. Hopkins hélt því fram að honum hefði verið ýtt út hringnum en sjónvarpsupptökurnar sýndu annað. Hann sagði ennfremur að tognaður ökkli hafi komið í veg fyrir að hann héldi bardaganum áfram. Hopkins tapaði bardaganum en fékk þó miklu meira fyrir hann en Joe Smith. Á meðan Smith fékk „aðeins“ 140 þúsund dollara, sextán milljónir í íslenskum krónum, þá fékk Hopkins 800 þúsund dollara eða 91 milljón íslenskra króna. Bernard Hopkins vann sjálfur 32 bardaga á rothöggi en þetta var í fyrsta og eina skiptið sem hann tapaði á rothöggi.Vísir/GettyWatch: @beastsmithjr knocks @THEREALBHOP out of the ring 53 seconds into round 8, ending the fight. #Final1 https://t.co/Pj2svLUlC9— HBOboxing (@HBOboxing) December 18, 2016 Bernard Hopkins' legendary 28-year career came to an end as Joe Smith Jr. knocked him out of the ring. https://t.co/jtuAh7FaQ2— SportsCenter (@SportsCenter) December 18, 2016
Box Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sjá meira