Þorgeir, Kristófer og Bragi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og blaðamenn Vísis fóru yfir tilnefningarnar og rökstuðninginn sem þeim fylgdi. Nú er búið að yfirfara þær og ljóst hvaða tíu aðilar berjast um titilinn. Það eru, í engri sérstakri röð:
- Landsliðshópurinn í Frakklandi
- Sema Erla Serdar
- Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
- Benóný Ásgrímsson
- Björgunarsveitirnar
- Sigþrúður Guðmundsdóttir
- Kári Stefánsson
- Guðni Th. Jóhannesson
- Ólafía Þórunn Kristinsdóttir
- Hrafnhildur Lúthersdóttir
Þú getur tekið þátt í valinu með því að fara inn á visir.is/madurarsins og láta þér líka við – setja „like“ á – þann sem þú vilt velja. Þar er hægt að lesa rökstuðning og meira um þá sem tilnefndir eru.
Hægt er að velja eins marga og þú vilt en aðeins er hægt að greiða hverjum og einum eitt atkvæði. Til að taka þátt þarftu að vera skráð(ur) inn á Facebook.
Tilkynnt verður um niðurstöðuna í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni á gamlársdag.