Búa til tískuvöru úr austfirsku hreindýraleðri Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 20. desember 2016 07:00 Elísabet Karlsdóttir og Ágústa Sveinsdóttir skipa hönnunarteymið Alvöru. Þær frumsýndu nýja línu úr hreindýraskinni á dögunum. Mynd/Ragna Margrét Guðmundsdóttir Hönnuðirnir Elísabet Karlsdóttir og Ágústa Sveinsdóttir skipa þær hönnunartvíeykið Alvöru. Þær frumsýna fatnað og fylgihluti úr leðri í línunni Useless. „Useless er lína úr austfirsku hreindýraleðri sem er væntanleg á markað á næsta ári,“ útskýrir Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður en hún skipar hönnunartvíeykið Alvöru ásamt vöruhönnuðinum Ágústu Sveinsdóttur. Í hönnun sinni leitast þær við að skapa nýjar og tilraunakenndar leiðir í efnisnotkun og horfa ekki einungis í notagildið heldur einnig í það hvaðan efnið kemur og hvernig það verður til.Innblástur línunnar er fenginn frá afslappaðri götutísku nútímakvenna sem kjósa að hafa þægindin í fyrirrúmi.mynd/Anna Maggý„Hreindýraleður er hráefni sem hefur verið notað lengi á svæðinu fyrir austan, en ekki í þessu samhengi. Við erum að búa til tískuvörur og leggjum áherslu á hráefnið sjálft,“ útskýrir Elísabet. Hún segir þær Ágústu vilja með þessu vekja athygli á íslensku hráefni og meðal annars hreindýraleðri. Fram að þessu hafi það einungis verið nýtt að hluta og mikið af skinnum fari til spillis þar sem þau séu aukaafurð af veiðum. „Það kveikti í okkur Ágústu að vinna með það en markmið verkefnisins er að skapa framleiðslumöguleika með sjálfbærni að leiðarljósi. Þá eru skinnin öll svo ólík af villtum dýrum sem er skemmtilegt og verður hluti af hönnuninni. Það flækir að sjálfsögðu hönnunarferlið að vinna með efni sem ekki er hægt að kaupa úti í búð. Við nálgumst skinnin í samvinnu við fólk fyrir austan sem safnar þeim saman fyrir okkur. Skinnin eru send í sútun á Sauðárkróki, einu sútunarverksmiðju landsins. Það má því segja að verkefnið sé líka samfélagslegt, við erum í samstarfi við fólkið á svæðinu og viljum vinna með það sem hægt er að gera á Íslandi,“ segir Elísabet.„Hreindýraleður er hráefni sem hefur verið notað lengi á svæðinu fyrir austan, en ekki í þessu samhengi.“Mynd/Anna MaggýUseless er annað samvinnuverkefni þeirra Ágústu og Elísabetar en áður höfðu þær unnið að skartgripalínunni Silfru sem þær sýndu á HönnunarMars á þessu ári. Þær fengu styrk úr Hönnunarsjóði til frekari þróunar á þeirri línu en silfrið í línunni er steypt í vatni. Von er á Silfru á markað á nýju ári. „Useless og Silfra eiga það sameiginlegt að vera unnin út frá hráefninu,“ segir Elísabet. Um helgina fór fram sýning á Useless í formi innsetningar þar sem hönnun, ljósmyndir og vídeó mætast í einni heild. Einnig var gefið út zine (smátímarit) í takmörkuðu upplagi sem allir sýningargestir fá að gjöf. Nánar má forvitnast um hönnun Alvöru á alvarareykjavik.is.„Markmið verkefnisins er að skapa framleiðslumöguleika með sjálfbærni að leiðarljósi.“ Tíska og hönnun Tengdar fréttir Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Fata- og fylgihlutalínan USELESS eftir hönnunarstúdíóið ALVARA var sýnd um helgina á Grandanum. 19. desember 2016 16:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Hönnuðirnir Elísabet Karlsdóttir og Ágústa Sveinsdóttir skipa þær hönnunartvíeykið Alvöru. Þær frumsýna fatnað og fylgihluti úr leðri í línunni Useless. „Useless er lína úr austfirsku hreindýraleðri sem er væntanleg á markað á næsta ári,“ útskýrir Elísabet Karlsdóttir fatahönnuður en hún skipar hönnunartvíeykið Alvöru ásamt vöruhönnuðinum Ágústu Sveinsdóttur. Í hönnun sinni leitast þær við að skapa nýjar og tilraunakenndar leiðir í efnisnotkun og horfa ekki einungis í notagildið heldur einnig í það hvaðan efnið kemur og hvernig það verður til.Innblástur línunnar er fenginn frá afslappaðri götutísku nútímakvenna sem kjósa að hafa þægindin í fyrirrúmi.mynd/Anna Maggý„Hreindýraleður er hráefni sem hefur verið notað lengi á svæðinu fyrir austan, en ekki í þessu samhengi. Við erum að búa til tískuvörur og leggjum áherslu á hráefnið sjálft,“ útskýrir Elísabet. Hún segir þær Ágústu vilja með þessu vekja athygli á íslensku hráefni og meðal annars hreindýraleðri. Fram að þessu hafi það einungis verið nýtt að hluta og mikið af skinnum fari til spillis þar sem þau séu aukaafurð af veiðum. „Það kveikti í okkur Ágústu að vinna með það en markmið verkefnisins er að skapa framleiðslumöguleika með sjálfbærni að leiðarljósi. Þá eru skinnin öll svo ólík af villtum dýrum sem er skemmtilegt og verður hluti af hönnuninni. Það flækir að sjálfsögðu hönnunarferlið að vinna með efni sem ekki er hægt að kaupa úti í búð. Við nálgumst skinnin í samvinnu við fólk fyrir austan sem safnar þeim saman fyrir okkur. Skinnin eru send í sútun á Sauðárkróki, einu sútunarverksmiðju landsins. Það má því segja að verkefnið sé líka samfélagslegt, við erum í samstarfi við fólkið á svæðinu og viljum vinna með það sem hægt er að gera á Íslandi,“ segir Elísabet.„Hreindýraleður er hráefni sem hefur verið notað lengi á svæðinu fyrir austan, en ekki í þessu samhengi.“Mynd/Anna MaggýUseless er annað samvinnuverkefni þeirra Ágústu og Elísabetar en áður höfðu þær unnið að skartgripalínunni Silfru sem þær sýndu á HönnunarMars á þessu ári. Þær fengu styrk úr Hönnunarsjóði til frekari þróunar á þeirri línu en silfrið í línunni er steypt í vatni. Von er á Silfru á markað á nýju ári. „Useless og Silfra eiga það sameiginlegt að vera unnin út frá hráefninu,“ segir Elísabet. Um helgina fór fram sýning á Useless í formi innsetningar þar sem hönnun, ljósmyndir og vídeó mætast í einni heild. Einnig var gefið út zine (smátímarit) í takmörkuðu upplagi sem allir sýningargestir fá að gjöf. Nánar má forvitnast um hönnun Alvöru á alvarareykjavik.is.„Markmið verkefnisins er að skapa framleiðslumöguleika með sjálfbærni að leiðarljósi.“
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Fata- og fylgihlutalínan USELESS eftir hönnunarstúdíóið ALVARA var sýnd um helgina á Grandanum. 19. desember 2016 16:30 Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Frumsýning USELESS eftir ALVARA fór fram við góðar undirtektir Fata- og fylgihlutalínan USELESS eftir hönnunarstúdíóið ALVARA var sýnd um helgina á Grandanum. 19. desember 2016 16:30