Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 1. desember 2016 20:00 Jólainnkaupin eru þriðjungi ódýrari í London en hér á landi samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu en dæmi eru um að vörur kosti tvöfalt meira hér. Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýndi íslenskar verslanir nokkuð harkalega í síðustu viku og sagði þær okra á íslenskum neytendum. Það væri mun ódýrara fyrir Íslendinga að kaupa jólagjafirnar erlendis og tók sem dæmi hjón með tvö börn. Það myndi borga sig fyrir þau að kaupa sér flugmiða, til dæmis til Bretlandseyja, og versla þar. „Þau fá helgarferðina ókeypis og jafnvel með afgang. Gistingin, og jafnvel fara út að borða tvisvar,“ sagði Ólafur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í síðustu viku.Hvað kosta algengar jólagjafir? En er þetta rétt? Getur verið að eftir afnám vörugjalda, afnám tolla af fatnaði og skóm um síðustu áramót og styrkingu krónunnar að Íslendingar séu enn þá að greiða meira fyrir vörur hér á landi en í helstu samanburðarlöndum – og ef svo er, hver er munurinn? Fréttastofa ákvað að skoða þetta nánar og kanna hvað algengar jólagjafir kosta hér á landi miðað við í Kaupmannahöfn og London. Rétt er að taka fram að í öllum tilvikum er um sömu vöru að ræða, í sambærilegri verslun og allar vörur eru á listaverði, þ.e. ekki með afslætti. Fyrsta varan er skrifborðsstóll úr Ikea en hann kostar tæpar 30 þúsund krónur (29.950 kr.) hér á landi. Í Ikea í Kaupmannahöfn kostar hann rúmar 19 þúsund krónur (19.266 kr.) og í London tæpar 18 þúsund og 500 krónur (18.489 kr.)Lego kassi kostar í Lego búðinni í Smáralind tæpar 19 þúsund krónur (18.990). Tæpar 13 þúsund (12.838) í Kaupmannahöfn og tæpar 10 þúsund (9.955) í London. Kápa sem kostar tæpar 16 þúsund krónur (15.990 kr.) í Next í Kringlunni. Verðið er nánast hið sama í London og Kaupmannahöfn - rúmar 12 þúsund krónur.iPad mini kostar tæpar 45 þúsund krónur (44.990 kr.) í Epli sem er umboðsaðili Apple á Íslandi. Hjá Apple í Kaupmannahöfn kostar hann tæpar 37 þúsund krónur (36.940) en tæpar 34 þúsund krónur í London.Nike free hlaupaskór kosta rúmar 23 þúsund krónur (23.491 kr.) hjá umboðsaðila Nike á Íslandi. Í Nike verslun í Kaupmannahöfn kosta þeir rúmar 18 þúsund krónur (18.478 kr.) og rúmar 16 þúsund (16.356 kr.) í London.Beats heyrnatól með snúru kosta tæpar 18 þúsund krónur (17.995 kr.) í Elko. Í sambærilegrum verslunum í Kaupmannahöfn og London er verðið nánast hið sama – rúmar 12 þúsund krónur. Tiltekin útgáfa af Levis 511 gallabuxum kostar tæpar 17 þúsund krónur (16.990 kr.) í Levis verslun hér á landi. Í Levis í Kaupmannahöfn kosta sömu buxur rúmar 16 þúsund krónur en tæpar 13 þúsund (12.801) í London. Loks var kannað verð á Fisher Price leikteppi. Í Toys r us í Kópavogi kostar þetta teppi tæpar 22 þúsund krónur (21.999 kr.) en rúmar 16 þúsund (16.052) í Toys r us í Kaupmannahöfn og rúmar 9 þúsund (9.244 kr.) í London.65 þúsund krónum ódýrara í London Þetta eru vissulega nokkuð rífleg jólainnkaup – en það var gert til að fá sem besta mynd af verðmun milli landanna. Þannig kosta jólainnkaupin okkur hér á Íslandi rúmar 190 þúsund krónur (190.395 kr.), tæpar 144 þúsund krónur (143.711 kr.) í Kaupmannahöfn og rúmar 125 þúsund krónur (125.010 kr.) í London. Innkaupin voru því tæplega 47 þúsund krónum ódýrari í Kaupmannahöfn en hér á landi – sem gera um 25 prósent. Í London voru innkaupin rúmlega 65 þúsund krónum ódýrari eða um 34 prósent. Jólafréttir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Jólainnkaupin eru þriðjungi ódýrari í London en hér á landi samkvæmt óformlegri könnun fréttastofu en dæmi eru um að vörur kosti tvöfalt meira hér. Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. Ólafur Arnarson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýndi íslenskar verslanir nokkuð harkalega í síðustu viku og sagði þær okra á íslenskum neytendum. Það væri mun ódýrara fyrir Íslendinga að kaupa jólagjafirnar erlendis og tók sem dæmi hjón með tvö börn. Það myndi borga sig fyrir þau að kaupa sér flugmiða, til dæmis til Bretlandseyja, og versla þar. „Þau fá helgarferðina ókeypis og jafnvel með afgang. Gistingin, og jafnvel fara út að borða tvisvar,“ sagði Ólafur í þættinum Í bítið á Bylgjunni í síðustu viku.Hvað kosta algengar jólagjafir? En er þetta rétt? Getur verið að eftir afnám vörugjalda, afnám tolla af fatnaði og skóm um síðustu áramót og styrkingu krónunnar að Íslendingar séu enn þá að greiða meira fyrir vörur hér á landi en í helstu samanburðarlöndum – og ef svo er, hver er munurinn? Fréttastofa ákvað að skoða þetta nánar og kanna hvað algengar jólagjafir kosta hér á landi miðað við í Kaupmannahöfn og London. Rétt er að taka fram að í öllum tilvikum er um sömu vöru að ræða, í sambærilegri verslun og allar vörur eru á listaverði, þ.e. ekki með afslætti. Fyrsta varan er skrifborðsstóll úr Ikea en hann kostar tæpar 30 þúsund krónur (29.950 kr.) hér á landi. Í Ikea í Kaupmannahöfn kostar hann rúmar 19 þúsund krónur (19.266 kr.) og í London tæpar 18 þúsund og 500 krónur (18.489 kr.)Lego kassi kostar í Lego búðinni í Smáralind tæpar 19 þúsund krónur (18.990). Tæpar 13 þúsund (12.838) í Kaupmannahöfn og tæpar 10 þúsund (9.955) í London. Kápa sem kostar tæpar 16 þúsund krónur (15.990 kr.) í Next í Kringlunni. Verðið er nánast hið sama í London og Kaupmannahöfn - rúmar 12 þúsund krónur.iPad mini kostar tæpar 45 þúsund krónur (44.990 kr.) í Epli sem er umboðsaðili Apple á Íslandi. Hjá Apple í Kaupmannahöfn kostar hann tæpar 37 þúsund krónur (36.940) en tæpar 34 þúsund krónur í London.Nike free hlaupaskór kosta rúmar 23 þúsund krónur (23.491 kr.) hjá umboðsaðila Nike á Íslandi. Í Nike verslun í Kaupmannahöfn kosta þeir rúmar 18 þúsund krónur (18.478 kr.) og rúmar 16 þúsund (16.356 kr.) í London.Beats heyrnatól með snúru kosta tæpar 18 þúsund krónur (17.995 kr.) í Elko. Í sambærilegrum verslunum í Kaupmannahöfn og London er verðið nánast hið sama – rúmar 12 þúsund krónur. Tiltekin útgáfa af Levis 511 gallabuxum kostar tæpar 17 þúsund krónur (16.990 kr.) í Levis verslun hér á landi. Í Levis í Kaupmannahöfn kosta sömu buxur rúmar 16 þúsund krónur en tæpar 13 þúsund (12.801) í London. Loks var kannað verð á Fisher Price leikteppi. Í Toys r us í Kópavogi kostar þetta teppi tæpar 22 þúsund krónur (21.999 kr.) en rúmar 16 þúsund (16.052) í Toys r us í Kaupmannahöfn og rúmar 9 þúsund (9.244 kr.) í London.65 þúsund krónum ódýrara í London Þetta eru vissulega nokkuð rífleg jólainnkaup – en það var gert til að fá sem besta mynd af verðmun milli landanna. Þannig kosta jólainnkaupin okkur hér á Íslandi rúmar 190 þúsund krónur (190.395 kr.), tæpar 144 þúsund krónur (143.711 kr.) í Kaupmannahöfn og rúmar 125 þúsund krónur (125.010 kr.) í London. Innkaupin voru því tæplega 47 þúsund krónum ódýrari í Kaupmannahöfn en hér á landi – sem gera um 25 prósent. Í London voru innkaupin rúmlega 65 þúsund krónum ódýrari eða um 34 prósent.
Jólafréttir Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira