Undirliggjandi vantraust og óvissa skapar erfiðleika við myndun ríkisstjórnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 2. desember 2016 12:32 Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Vísir/Kristinn Ingvarsson Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að hrun íslensku miðjuflokkanna valdi því að erfitt sé að mynda ríkisstjórn. Nýir flokkar eiga einnig erfitt með að fóta sig vegna loforða um róttækar samfélagsbreytingar og einfaldlega vegna þess að hinir rótgrónu flokkar treysti nýliðunum ekki nægilega vel. Hann segir jafnframt að of snemmt sé að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn og að í sögulegu samhengi sé mánuður ekki langur tími til að mynda ríkisstjórn. „Það er augljóslega vilji meðal margra innan þessarar svokölluðu fimmflokka blokkar að reyna aftur að mynda fimm flokka stjórn til vinstri. Það virðist einhver núna vera spurningin hvort að vinstri græn vilji láta reyna á það aftur. Hinir fjórir flokkarnir vilja það. Svo hefur Sjálfstæðisflokkurinn líka gefið það til kynna að hann vilji aftur, enn eina ferðina, reyna að mynda stjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð, þó að menn hafi þegar tekið tvær umræðulotur um þannig ríkisstjórn. En þriðja lotan gæti vel komið til greina,“ segir Baldur í samtali við Vísi.Engin ástæða til að örvænta Hann segir jafnframt að ekki sé kominn tími á að örvænta og að í sögulegu samhengi sé ekki liðinn mjög langur tími frá kosningum. „Það vissu allir að staðan væri flókin og erfið og að það myndi taka langan tíma að mynda ríkisstjórn. Við erum ekki komin að þeim tímapunkti að við þurfum að örvænta. Hins vegar ef að útséð verður með að hægt verði að mynda meirihlutastjórn þá kannski kanna menn grundvöll að því að mynda minnihlutastjórn með stuðningi einhverra flokka. Það er bara erfitt að átta sig á því hvort slík umræða taki stuttan eða langan tíma. Ef að það gengur ekki þá fara menn næst þá að huga að einfaldlega myndun annaðhvort þjóðstjórnar eða utanþingstjórnar sem sæti í skamman tíma þangað til annaðhvort væri kosið að nýju eða mynduð meirihlutastjórn.“ Ef mynduð er þjóðstjórn myndu allir eða flestir flokkar á þingi taka sæti í ríkisstjórn eða styðja slíka ríkisstjórn þangað til að kosið væri eða meirihlutastjórn tiltekinna flokka mynduð. Baldur segir það ekki óeðlilegt að myndun ríkisstjórnar taki nokkrar vikur. „Þetta er nú bara leikur að orðum að tala um hvort sé komin stjórnarkreppa eða ekki. Það er ekkert óeðlilegt að það taki nokkrar vikur að mynda ríkisstjórn í landinu. Við getum í raun og veru ekki ætlast til þess að það taki bara nokkra daga. Flokkarnir eru mjög ólíkir.“Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom á fund Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, á miðvikudag.. Fundurinn átti sér stað á skrifstofu Vinstri grænna við Austurstræti. Augnablikum áður en Bjarni mætti í hús kom Steingrímur J. Sigfússon á skrifstofuna og þeir tveir urðu samferða í lyftunni upp.vísir/eyþórHin hefðbundna miðja hrunin Baldur segir að verulegur klofningur hafi orðið eftir hrunið á Íslandi. Nýir flokkar hafi komið fram og hin hefðbundna miðja í íslenskum stjórnmálum sé hrunin. „Þá á ég við að miðjuflokkarnir, Framsóknarflokkurinn og sérstaklega Samfylkingin, hafa misst verulegt fylgi. Samfylkingin er orðin að nær engu og Framsóknarflokkurinn sjaldan verið jafn veikur. Þannig að hin hefðbundna miðja í íslenskum stjórnmálum er hrunin. Og það meðal annars gerir það að verkum að það er erfitt að mynda ríkisstjórn.“ Í staðinn fyrir hina hefðbundnu miðju hafi komið fram á tveir umbótaflokkar, Viðreisn og Píratar, sem krefjast umtalsverða breytinga. Erfitt sé fyrir þá flokka að fara í ríkisstjórn án þess að þær breytingar komi til framkvæmda. Það valdi einnig vandræðum við myndun ríkisstjórnar.Er það kannski að hluta til þess vegna að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ákváðu að reyna að ná saman, því þau vita að hverju þau ganga? „Algjörlega. Það er þess vegna sem þessir tveir flokkar reyna að ná saman, í rauninni til að viðhalda þeirri stefnumörkun sem mótuð hefur verið á undanförnum áratugum án þess að rugga bátnum um of. Því það er það sem þessir nýju flokkar eru að gera. Það hefur líka komið á daginn að þó að oft hafi ríkt mikil tortryggni milli flokkana þá þekktust stjórnmálamenn. Þeir vissu hvernig þeir höguðu sér og hvers mætti vænta af þeim. Nú eru hins vegar komnir nýir leikendur á sviðið sem eiga erfitt með að fóta sig í pólitíkinni, það tekur tíma fyrir alla að fóta sig. Og hugsanlegir samstarfsmenn þeirra vita ekki hvort þeim sé treystandi, vita ekki hvernig þeir munu reynast þegar þeir eru komnir að ríkisstjórnarborðinu. Allt þetta skapar óvissu og gerir það erfiðara en ella að mynda ríkisstjórn.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt þegar Alþingi kemur saman á þriðjudaginn. 2. desember 2016 06:00 Í beinni: Formenn flokkanna mæta á fund forseta Forystufólk stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi fara á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í dag. 2. desember 2016 09:54 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að hrun íslensku miðjuflokkanna valdi því að erfitt sé að mynda ríkisstjórn. Nýir flokkar eiga einnig erfitt með að fóta sig vegna loforða um róttækar samfélagsbreytingar og einfaldlega vegna þess að hinir rótgrónu flokkar treysti nýliðunum ekki nægilega vel. Hann segir jafnframt að of snemmt sé að tala um þjóðstjórn eða utanþingsstjórn og að í sögulegu samhengi sé mánuður ekki langur tími til að mynda ríkisstjórn. „Það er augljóslega vilji meðal margra innan þessarar svokölluðu fimmflokka blokkar að reyna aftur að mynda fimm flokka stjórn til vinstri. Það virðist einhver núna vera spurningin hvort að vinstri græn vilji láta reyna á það aftur. Hinir fjórir flokkarnir vilja það. Svo hefur Sjálfstæðisflokkurinn líka gefið það til kynna að hann vilji aftur, enn eina ferðina, reyna að mynda stjórn með Viðreisn og Bjartri framtíð, þó að menn hafi þegar tekið tvær umræðulotur um þannig ríkisstjórn. En þriðja lotan gæti vel komið til greina,“ segir Baldur í samtali við Vísi.Engin ástæða til að örvænta Hann segir jafnframt að ekki sé kominn tími á að örvænta og að í sögulegu samhengi sé ekki liðinn mjög langur tími frá kosningum. „Það vissu allir að staðan væri flókin og erfið og að það myndi taka langan tíma að mynda ríkisstjórn. Við erum ekki komin að þeim tímapunkti að við þurfum að örvænta. Hins vegar ef að útséð verður með að hægt verði að mynda meirihlutastjórn þá kannski kanna menn grundvöll að því að mynda minnihlutastjórn með stuðningi einhverra flokka. Það er bara erfitt að átta sig á því hvort slík umræða taki stuttan eða langan tíma. Ef að það gengur ekki þá fara menn næst þá að huga að einfaldlega myndun annaðhvort þjóðstjórnar eða utanþingstjórnar sem sæti í skamman tíma þangað til annaðhvort væri kosið að nýju eða mynduð meirihlutastjórn.“ Ef mynduð er þjóðstjórn myndu allir eða flestir flokkar á þingi taka sæti í ríkisstjórn eða styðja slíka ríkisstjórn þangað til að kosið væri eða meirihlutastjórn tiltekinna flokka mynduð. Baldur segir það ekki óeðlilegt að myndun ríkisstjórnar taki nokkrar vikur. „Þetta er nú bara leikur að orðum að tala um hvort sé komin stjórnarkreppa eða ekki. Það er ekkert óeðlilegt að það taki nokkrar vikur að mynda ríkisstjórn í landinu. Við getum í raun og veru ekki ætlast til þess að það taki bara nokkra daga. Flokkarnir eru mjög ólíkir.“Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kom á fund Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, á miðvikudag.. Fundurinn átti sér stað á skrifstofu Vinstri grænna við Austurstræti. Augnablikum áður en Bjarni mætti í hús kom Steingrímur J. Sigfússon á skrifstofuna og þeir tveir urðu samferða í lyftunni upp.vísir/eyþórHin hefðbundna miðja hrunin Baldur segir að verulegur klofningur hafi orðið eftir hrunið á Íslandi. Nýir flokkar hafi komið fram og hin hefðbundna miðja í íslenskum stjórnmálum sé hrunin. „Þá á ég við að miðjuflokkarnir, Framsóknarflokkurinn og sérstaklega Samfylkingin, hafa misst verulegt fylgi. Samfylkingin er orðin að nær engu og Framsóknarflokkurinn sjaldan verið jafn veikur. Þannig að hin hefðbundna miðja í íslenskum stjórnmálum er hrunin. Og það meðal annars gerir það að verkum að það er erfitt að mynda ríkisstjórn.“ Í staðinn fyrir hina hefðbundnu miðju hafi komið fram á tveir umbótaflokkar, Viðreisn og Píratar, sem krefjast umtalsverða breytinga. Erfitt sé fyrir þá flokka að fara í ríkisstjórn án þess að þær breytingar komi til framkvæmda. Það valdi einnig vandræðum við myndun ríkisstjórnar.Er það kannski að hluta til þess vegna að VG og Sjálfstæðisflokkurinn ákváðu að reyna að ná saman, því þau vita að hverju þau ganga? „Algjörlega. Það er þess vegna sem þessir tveir flokkar reyna að ná saman, í rauninni til að viðhalda þeirri stefnumörkun sem mótuð hefur verið á undanförnum áratugum án þess að rugga bátnum um of. Því það er það sem þessir nýju flokkar eru að gera. Það hefur líka komið á daginn að þó að oft hafi ríkt mikil tortryggni milli flokkana þá þekktust stjórnmálamenn. Þeir vissu hvernig þeir höguðu sér og hvers mætti vænta af þeim. Nú eru hins vegar komnir nýir leikendur á sviðið sem eiga erfitt með að fóta sig í pólitíkinni, það tekur tíma fyrir alla að fóta sig. Og hugsanlegir samstarfsmenn þeirra vita ekki hvort þeim sé treystandi, vita ekki hvernig þeir munu reynast þegar þeir eru komnir að ríkisstjórnarborðinu. Allt þetta skapar óvissu og gerir það erfiðara en ella að mynda ríkisstjórn.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt þegar Alþingi kemur saman á þriðjudaginn. 2. desember 2016 06:00 Í beinni: Formenn flokkanna mæta á fund forseta Forystufólk stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi fara á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í dag. 2. desember 2016 09:54 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Algjör pattstaða við stjórnarmyndun Fjárlagafrumvarp næsta árs verður kynnt þegar Alþingi kemur saman á þriðjudaginn. 2. desember 2016 06:00
Í beinni: Formenn flokkanna mæta á fund forseta Forystufólk stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi fara á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í dag. 2. desember 2016 09:54