Sepp Blatter, fyrrum forseti FIFA, tapaði máli sínu fyrir Alþjóðlega íþróttadómstólnum en endanlegur úrskurður CAS kom í dag.
Blatter var dæmdur í sex ára bann frá fótbolta fyrir að borga Michael Platini, fyrrum forseta UEFA, 1,3 milljónir punda undir borðið eða 184 milljónir íslenskra króna. „Peningagjöfina“ fékk Platini í tengslum við FIFA-þingið 2011 þegar Blatter var endurkjörinn forseti FIFA. BBC segir frá.
Bæði Blatter og Platinu neituðu sök og áfrýjuðu báðir. Bannið þýddi þó að þeir hrökkluðust úr sínum störfum. Áfrýjun Platini gekk reyndar betur en í maí minnkaði Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn refsingu hans í fjögur ár.
Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn leit svo á að millifærslan hafi verið óviðeigandi gjöf og ekki samkvæmt neinum samningum. Blatter og Platini héldu því fram að Blattar hafi verið að greiða Platini fyrir ráðgjafastörf í tengslum við HM 1998.
FIFA setti þá félaga reyndar átta ára bann í fyrstu en eftir að áfrýjunarnefnd FIFA tók málið fyrir var það minnkað niður í fyrrnefnd sex ár.
Sepp Blatter var forseti FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins í sautján ár frá 1998 til 2015. Hann er nú orðið áttræður. Blatter missti tökin þegar FIFA-skandallinn felldi marga háttsetta menn innan sambandsins vorið 2015.
Mútur, peningaþvætti og svik innan raða FIFA komu fram í dagsljósið í kringum FIFA-þingið2015 þegar Blatter var endurkjörinn forseti FIFA í fjórða sinn. Hann lét á endanum undan pressunni, sagði af sér og boðaði til nýs þing þar sem Gianni Infantino var kosinn nýr forseti FIFA.
Haustið eftir voru svissneskir saksóknarar farnir að rannsaka Blatter og áður en árið var liðið var FIFA bæði búið að setja hann í 90 daga tímabundið bann og svo dæma hann í fyrrnefnt átta ára bann frá fótbolta.
Bann Blatter stendur að fullu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn


„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti



„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
