Í morgun samþykkti þingflokkur Vinstri grænna að veita formanni sínum, Katrínu Jakobsdóttur umboð til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Pírata, Viðreisn, Bjarta framtíð og Samfylkinguna. Katrín greinir frá þessu á Facebook síðu sinni.
Katrin sagðist hafa átt góðan fund með forystufólki flokkanna í framhaldinu. Á fundinum hafi verið ákveðið að fresta ákvörðun um formlegar stjórnarmyndunarviðræður til seinni parts á morgun.
Vinstri grænir myndu sem fyrr leggja áherslu á umbætur í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða sem fjármagna ætti með arði af auðlindum og réttlátu skattkerfi þar sem auðugustu hópar samfélagsins leggi meira af mörkum en aðrir.
Katrín fékk umboð til formlegra viðræðna

Tengdar fréttir

Birgitta: Með efnivið í „frábæra ríkisstjórn“
Viðræður um fimm flokka ríkisstjórn hefjast í dag.

Flokkarnir fimm ræða mögulega stjórnarmyndun
Hittast í Alþingishúsinu.

Fyrsta fundi lokið: Ætla að halda óformlegum viðræðum áfram á morgun
Flokkarnir fimm ræddu hvernig þeir geta náð saman í stærstu málunum.