Frænkur fara ótroðnar slóðir í jólaskreytingum: Klósettburstar heilluðu Sigrúnu og Þórdísi Stefán Árni Pálsson skrifar 7. desember 2016 10:45 Sigrún og Þórdís skemmta sér vel um hver einustu jól. „Þetta byrjaði allt saman um jólin 2014 en þá fóru foreldrar Þórdísar til Kanarí í byrjun desember. Mamma hennar bað hana um að skreyta og ævintýrið hófst þegar að hún spurði á móti: má ég skreyta alveg eins og ég vil? Svarið var já,“ segir Sigrún Ella Sigurðardóttir en hún hefur ásamt frænku sinni Þórdísi Ólafsdóttur farið mjög frumleiðar leiðir í jólaskreytingum undanfarin ár. „Við eyddum heilli helgi í að skreyta stofuna hjá þeim. Á föstudeginum límdum við saman Lite bjórjólatré. Þegar að leið á kvöldið og við í skreytingarham þá fæddist enn betri jólatrés hugmynd, sígrænt jólatré. Við tókum okkur til og máluðum eitt stykki þriggja metra hátt tré á stofuvegginn hjá þeim. Það fékk nú reyndar að standa tvö jól enda hjónin í skýjunum með þetta. Uppfrá þessu þá myndaðist ákveðin jólahefð hjá okkur, ein helgi fyrir jól í jólaskreytingar.“ Sigrún segir að árið 2015 hafi þær frænkurnar fjárfest í 100 stykkjum af latex hönskum. „Við blésum nokkra upp og límdum saman svo úr varð tré. Puttarnir á hönskunum var eftirlíking greina.“Fjórða tréð inspired by IKEA„Eitt kvöldið vorum við að rölta saman í IKEA og sáum heilan stafla af klósettburstum. Þar fæddist sú hugmynd og fyrir rúmri viku fórum við af stað og keyptum 85 svarta klósettbursta, sprittkerti, plast herðatré, límband og gervisnjó. Allt þetta kostaði tæpar sjö þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við að fólk hafi hreinlega misst andlitið í IKEA þegar tvær stelpur með fullan körfu að klósettburstum gengu framhjá. „Kerra full af klósettburstum býður uppá margar spurningar enda var önnur hver manneskja sem stoppaði okkur, leit ofaní körfuna og meðal kommenta var „klósettið hjá ykkur verður tandur hreint eftir kvöldið“. Við skottuðumst heim, fimm tímum síðar var tréð klárt. Til að gera punktinn yfir i-ið þá spreyjuðum við tréð með jólasnjó til að hafa það raunverulegra.“ Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir úr safninu þeirra.Tvær tilbúnar að borða jólasteikinaJólatréð í ár.Eftir erfitt kvöld með klósettburstum er gott að skála.Sigrún til vinstri og Þórdís til hægri. Hér má sjá Lite jólabjórstréð.Latexhanskatréð. Jólafréttir Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
„Þetta byrjaði allt saman um jólin 2014 en þá fóru foreldrar Þórdísar til Kanarí í byrjun desember. Mamma hennar bað hana um að skreyta og ævintýrið hófst þegar að hún spurði á móti: má ég skreyta alveg eins og ég vil? Svarið var já,“ segir Sigrún Ella Sigurðardóttir en hún hefur ásamt frænku sinni Þórdísi Ólafsdóttur farið mjög frumleiðar leiðir í jólaskreytingum undanfarin ár. „Við eyddum heilli helgi í að skreyta stofuna hjá þeim. Á föstudeginum límdum við saman Lite bjórjólatré. Þegar að leið á kvöldið og við í skreytingarham þá fæddist enn betri jólatrés hugmynd, sígrænt jólatré. Við tókum okkur til og máluðum eitt stykki þriggja metra hátt tré á stofuvegginn hjá þeim. Það fékk nú reyndar að standa tvö jól enda hjónin í skýjunum með þetta. Uppfrá þessu þá myndaðist ákveðin jólahefð hjá okkur, ein helgi fyrir jól í jólaskreytingar.“ Sigrún segir að árið 2015 hafi þær frænkurnar fjárfest í 100 stykkjum af latex hönskum. „Við blésum nokkra upp og límdum saman svo úr varð tré. Puttarnir á hönskunum var eftirlíking greina.“Fjórða tréð inspired by IKEA„Eitt kvöldið vorum við að rölta saman í IKEA og sáum heilan stafla af klósettburstum. Þar fæddist sú hugmynd og fyrir rúmri viku fórum við af stað og keyptum 85 svarta klósettbursta, sprittkerti, plast herðatré, límband og gervisnjó. Allt þetta kostaði tæpar sjö þúsund krónur,“ segir Sigrún og bætir við að fólk hafi hreinlega misst andlitið í IKEA þegar tvær stelpur með fullan körfu að klósettburstum gengu framhjá. „Kerra full af klósettburstum býður uppá margar spurningar enda var önnur hver manneskja sem stoppaði okkur, leit ofaní körfuna og meðal kommenta var „klósettið hjá ykkur verður tandur hreint eftir kvöldið“. Við skottuðumst heim, fimm tímum síðar var tréð klárt. Til að gera punktinn yfir i-ið þá spreyjuðum við tréð með jólasnjó til að hafa það raunverulegra.“ Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir úr safninu þeirra.Tvær tilbúnar að borða jólasteikinaJólatréð í ár.Eftir erfitt kvöld með klósettburstum er gott að skála.Sigrún til vinstri og Þórdís til hægri. Hér má sjá Lite jólabjórstréð.Latexhanskatréð.
Jólafréttir Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira