Viðskipti erlent

Yfir 50 milljónir eintaka af PlayStation 4 seldar

Sæunn Gísladóttir skrifar
PlayStation 4 hefur selst í 10 milljónum á síðustu sjö mánuðum.
PlayStation 4 hefur selst í 10 milljónum á síðustu sjö mánuðum.
Frá því að sala hófst á leikjavélinni PlayStation 4 í nóvember 2013 hafa fimmtíu milljónir eintaka selst. Business Insider greinir frá því að leikjatölvan sé nú sú mest selda í heiminum. Til samanburðar seldist Microsoft Xbox One í 30 milljónum eintaka og Nintendo Wii U í 13 milljónum eintaka.

Fjölmargir hafa keypt PlayStation á síðustu mánuðum. Tíu milljónir eintaka seldust frá maí til desember á þessu ári. Yfir milljón hafa þá selst á mánuði sem þýðir að leikjatölvan sé sú sem selst hefur hraðast af öllum PlayStation-vélum úr smiðju Sony.

Nýjar leikjatölvur PlayStation 4 og PlayStation 4 Pro fóru í sölu í haust. Því er ljóst að enn fleiri kaupa leikjavélarnar en nokkurn tímann áður.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×