VG vilja auka umsvif ríkissjóðs um tæpa 30 milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 9. desember 2016 19:00 Formaður Vinstri grænna segir að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári eigi að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Þetta sé eitt af því sem samkomulag verði að nást um í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Í dag er vika liðin frá því Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata fékk umboð forseta Íslands til að reyna öðru sinni að mynda ríkisstjórn fimm flokka sem Katrín Jakobsdóttir hafði áður reynt að mynda. Hingað til hafa viðræðurnar verið á óformlegum nótum og hafa flokkarnir ákveðið að taka sér helgina til að halda þeim áfram. En þá ætti að liggja fyrir hvort forsendur séu til að þeir hefji samningu stjórnarsáttmála. Fyrir liggur að þótt margt sameini flokkana er einnig margt sem skilur þá að. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir ljóst hvar stærstu ásteitingarsteinarnir liggi. „Og það sem við erum að ræða eru kannski annars vegar sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og hins vegar eru stórmál á sviði útgjalda og tekjuöflunar. Þá sérstaklega varðandi það sem nú er mest í umræðunni sem varðar ekki hvað síst heilbrigðiskerfið okkar og menntakerfið. Hvort flokkarnir geti náð saman um raunhæfa útgjaldaaukningu á því sviði,“ segir Katrín. Talað hefur verið um að lengst væri á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í viðræðum flokkanna fimm en Katrín segist ekki ætla að leggja neitt mat á það. En það liggur algerlega fyrir að við í Vinstri grænum leggjum höfuð áherslu á það að standa undir væntingum þegar kemur að heilbrigðis- og menntamálum. Fjárlagafrumvarp var lagt fram á þriðjudag með 28 milljarða króna afgangi á rekstri ríkissjóðs, sem er á mörkum þess sem ný lög um fjárlög gera ráð fyrir. Svigrúm er því ekki mikið til nýrra útgjalda án nýrra tekna. „Svona eftir að hafa farið yfir fjárlagafrumvarpið bæði hvað varðar það sem vantar upp á í samgöngumálum en líka í heilbrigðis- og menntamálum, þá er það umtalsverð aukning sem ég tel að þurfi að koma til að það frumvarp geti staðið undir væntingum,“ segir formðaur Vinstri grænna. Erum við að tala um nokkra milljarða eða einn eða tvo tugi milljarða? „Ég myndi segja að þetta væri á þriðja tug milljarða.“Sem vantar inn í fjárlög næsta árs til að standa undir væntingum? „Já.“Það eru töluverðar upphæðir og kannski erfitt fyrir aðra að kyngja eða hvað, þótt allir séu með þau markmið að styrkja innviðina? „Það skiptir auðvitað máli að fólk standi við það sem sagt var fyrir kosningar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Það kemur í ljós í upphafi næstu viku hvort flokkunum fimm tekst að ná saman. En Katrín hefur áður sagt að hún teldi eðlilegast við núverandi stöðu mála að mynda einhvers konar þjóðstjórn og kjósa síðan á nýjan leik eftir eitt og hálft ár eða svo. Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Formaður Vinstri grænna segir að auka þurfi útgjöld ríkissjóðs um hátt í þrjátíu milljarða á næsta ári eigi að standa við loforð um uppbyggingu í heilbrigðis-, mennta- og samgöngumálum. Þetta sé eitt af því sem samkomulag verði að nást um í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Í dag er vika liðin frá því Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata fékk umboð forseta Íslands til að reyna öðru sinni að mynda ríkisstjórn fimm flokka sem Katrín Jakobsdóttir hafði áður reynt að mynda. Hingað til hafa viðræðurnar verið á óformlegum nótum og hafa flokkarnir ákveðið að taka sér helgina til að halda þeim áfram. En þá ætti að liggja fyrir hvort forsendur séu til að þeir hefji samningu stjórnarsáttmála. Fyrir liggur að þótt margt sameini flokkana er einnig margt sem skilur þá að. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir ljóst hvar stærstu ásteitingarsteinarnir liggi. „Og það sem við erum að ræða eru kannski annars vegar sjávarútvegs- og landbúnaðarmál og hins vegar eru stórmál á sviði útgjalda og tekjuöflunar. Þá sérstaklega varðandi það sem nú er mest í umræðunni sem varðar ekki hvað síst heilbrigðiskerfið okkar og menntakerfið. Hvort flokkarnir geti náð saman um raunhæfa útgjaldaaukningu á því sviði,“ segir Katrín. Talað hefur verið um að lengst væri á milli Viðreisnar og Vinstri grænna í viðræðum flokkanna fimm en Katrín segist ekki ætla að leggja neitt mat á það. En það liggur algerlega fyrir að við í Vinstri grænum leggjum höfuð áherslu á það að standa undir væntingum þegar kemur að heilbrigðis- og menntamálum. Fjárlagafrumvarp var lagt fram á þriðjudag með 28 milljarða króna afgangi á rekstri ríkissjóðs, sem er á mörkum þess sem ný lög um fjárlög gera ráð fyrir. Svigrúm er því ekki mikið til nýrra útgjalda án nýrra tekna. „Svona eftir að hafa farið yfir fjárlagafrumvarpið bæði hvað varðar það sem vantar upp á í samgöngumálum en líka í heilbrigðis- og menntamálum, þá er það umtalsverð aukning sem ég tel að þurfi að koma til að það frumvarp geti staðið undir væntingum,“ segir formðaur Vinstri grænna. Erum við að tala um nokkra milljarða eða einn eða tvo tugi milljarða? „Ég myndi segja að þetta væri á þriðja tug milljarða.“Sem vantar inn í fjárlög næsta árs til að standa undir væntingum? „Já.“Það eru töluverðar upphæðir og kannski erfitt fyrir aðra að kyngja eða hvað, þótt allir séu með þau markmið að styrkja innviðina? „Það skiptir auðvitað máli að fólk standi við það sem sagt var fyrir kosningar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Það kemur í ljós í upphafi næstu viku hvort flokkunum fimm tekst að ná saman. En Katrín hefur áður sagt að hún teldi eðlilegast við núverandi stöðu mála að mynda einhvers konar þjóðstjórn og kjósa síðan á nýjan leik eftir eitt og hálft ár eða svo.
Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira