Innlent

Hlýnandi veður um helgina

Birgir Olgeirsson skrifar
Svona lítur hitakort Veðurstofu Íslands út fyrir hádegi á laugardag.
Svona lítur hitakort Veðurstofu Íslands út fyrir hádegi á laugardag. Vedur.is
Búast má við hlýnandi veðri um komandi helgi ef marka má spá Veðurstofu Íslands. Framan af má búast við fremur hægum vindi og hiti í kringum frostmark víðast hvar, en þegar nær dregur helgi verður komin ákveðnari sunnanátt með vætu og hlýnandi veðri.

Veðurstofa Íslands býst við því að í dag verði suðlæg eða breytileg átt, 3 – 8 metrar á sekúndu, og skúrir eða él, en þurrt á Austurlandi. Norðaustan 8 – 15 metrar á sekúndu og éljagangur eftir hádegi norðan til á landinu, fyrst á Vestfjörðum, en hægari norðaustan og austanlands. Gert er ráð fyrir vægu frosti, en hiti 0 til 5 stig sunnan heiða.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:

Sunnan 5-13 og stöku skúrir, hægari og léttskýjað norðaustan- og austan til á landinu. Hiti 1 til 7 stig, en kringum frostmark NA- og A-lands.

Á laugardag:

Sunnan 5-13 og rigning en lengst af þurrt á norðaustur- og austurlandi. Hiti 1 til 7 stig. Hægari vestlæg átt, léttir til og kólnar NV-til um kvöldið.

Á sunnudag og mánudag:

Sunnan 3-10 m/s. Rigning með köflum vestan til á landinu en lengst af bjartviðri og þurrt um landið austanvert. Hiti 2 til 8 stig , hlýjast með vesturströndinni.

Á þriðjudag:

Suðaustlæg átt og bjartviðri norðan- og norðaustan til en skýjað með köflum sunnanlands. Kólnar heldur í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×