Telja ráðherra skyldugan til að heimila tollfrjálsan innflutning eggja vegna eggjaskorts fyrir jólin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. nóvember 2016 14:04 Skora á ráðherra að heimila tollfrjálsan innflutning. Vísir Félag atvinnurekenda skorar á stjórnvöld að gefa þegar í stað út opinn, tollfrjálsan innflutningskvóta á ferskum eggjum til að bregðast við fyrirsjáanlegum eggjaskorti fyrir jólin. Félagið telur að ráðherra sé skyldugur samkvæmt lögum til þess að gera slíkt. Allar helstu matvöruverslanir hafa hætt sölu á eggjum frá eggjaframleiðandum Brúneggja eftir að í ljós kom að aðbúnaður hænsna í eigu fyrirtækisins hafi verið mjög slæmur.Félag atvinnurekenda segir að vegna þess sé fyrirsjáanlegt að framboð á eggjum í verslunum dragist saman um allt að 20 prósent. Jólavertíðin er framundan og gera má ráð fyrir því að mikill bakstur sé framundan á heimilum landsins og því talsvert meiri þörf á eggjum en vanalega. Bendir félagið á að í búvörulögum sé sérstakt ákvæði sem tryggja eigi að íslenskir neytendur búi ekki við matarskort. Samkvæmt þeim sé skylda lögð á landbúnaðarráðherra að úthluta tollkvótum ef „ framboð á viðkomandi vöru er ekki nægjanlegt á innanlandsmarkaði eða sýnt þykir að það verði ekki nægjanlegt á næstu þremur mánuðum.“ Þá telur félagið að innflutningur á ferskum eggjum sé óraunhæfur vegna þess hversu háir tollar séu í gildi. Á innflutt egg er lagður 30 prósent verðtollur, auk 208-390 króna magntolls á hvert kíló. Innkaupsverð vörunnar myndi því tvöfaldast og yrði hún ekki samkeppnisfær. Því sé landbúnaðarráðherra í raun skyldugur til þess að opna fyrir innflutninginn í ljósi þess að skortur sé fyrirsjáanlegur, að mati félagsins. Brúneggjamálið Neytendur Tengdar fréttir Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00 Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30 Framkvæmdastjóri Bónus um Brúnegg: „Í hálfgerðu sjokki“ Eigandi Brúneggja biðst afsökunar. 29. nóvember 2016 19:05 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Sjá meira
Félag atvinnurekenda skorar á stjórnvöld að gefa þegar í stað út opinn, tollfrjálsan innflutningskvóta á ferskum eggjum til að bregðast við fyrirsjáanlegum eggjaskorti fyrir jólin. Félagið telur að ráðherra sé skyldugur samkvæmt lögum til þess að gera slíkt. Allar helstu matvöruverslanir hafa hætt sölu á eggjum frá eggjaframleiðandum Brúneggja eftir að í ljós kom að aðbúnaður hænsna í eigu fyrirtækisins hafi verið mjög slæmur.Félag atvinnurekenda segir að vegna þess sé fyrirsjáanlegt að framboð á eggjum í verslunum dragist saman um allt að 20 prósent. Jólavertíðin er framundan og gera má ráð fyrir því að mikill bakstur sé framundan á heimilum landsins og því talsvert meiri þörf á eggjum en vanalega. Bendir félagið á að í búvörulögum sé sérstakt ákvæði sem tryggja eigi að íslenskir neytendur búi ekki við matarskort. Samkvæmt þeim sé skylda lögð á landbúnaðarráðherra að úthluta tollkvótum ef „ framboð á viðkomandi vöru er ekki nægjanlegt á innanlandsmarkaði eða sýnt þykir að það verði ekki nægjanlegt á næstu þremur mánuðum.“ Þá telur félagið að innflutningur á ferskum eggjum sé óraunhæfur vegna þess hversu háir tollar séu í gildi. Á innflutt egg er lagður 30 prósent verðtollur, auk 208-390 króna magntolls á hvert kíló. Innkaupsverð vörunnar myndi því tvöfaldast og yrði hún ekki samkeppnisfær. Því sé landbúnaðarráðherra í raun skyldugur til þess að opna fyrir innflutninginn í ljósi þess að skortur sé fyrirsjáanlegur, að mati félagsins.
Brúneggjamálið Neytendur Tengdar fréttir Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00 Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00 Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30 Framkvæmdastjóri Bónus um Brúnegg: „Í hálfgerðu sjokki“ Eigandi Brúneggja biðst afsökunar. 29. nóvember 2016 19:05 Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Sjá meira
Lífræn ræktun gæti skaðast Notkun fyrirtækja á innihaldslausri vottun um vistvæna framleiðslu gæti spillt fyrir þeim sem hafa allt sitt á hreinu og lúta ströngu regluverki lífrænnar framleiðslu. Lífræn vara lýtur ströngu eftirliti byggðu á ESB-reglum. 30. nóvember 2016 07:00
Spældir enda búnir að missa alla kúnna Kristinn Gylfi Jónsson, einn af eigendum Brúneggja, segir afar erfitt að takast á við þær aðstæður sem sköpuðust eftir að Kastljós fjallaði um málefni fyrirtækisins á mánudagskvöld. 30. nóvember 2016 07:00
Viðskiptavinir geta skilað Brúneggjum Verslanir Bónuss, Hagkaupa, Krónunnar og Melabúðin taka á móti Brúneggjum óánægðra viðskiptavina. 29. nóvember 2016 10:30
Framkvæmdastjóri Bónus um Brúnegg: „Í hálfgerðu sjokki“ Eigandi Brúneggja biðst afsökunar. 29. nóvember 2016 19:05
Hafnar alfarið ábyrgð á brúneggjamáli Kristinn Hugason, fyrrverandi starfsmaður atvinnuvegaráðuneytisins, hafnar því með öllu í viðtali við Fréttablaðið að hann beri á nokkurn hátt ábyrgð á því að málefni fyrirtækisins Brúnegg, sem Kastljós fjallaði um á mánudagskvöld, dagaði uppi í ráðuneytinu án aðgerða. 30. nóvember 2016 07:00