Bjarni: Spurning hvort hægt sé að gera vopnahlé um ýmis mál Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. nóvember 2016 17:09 Bjarni og Katrín munu halda fundi sínum áfram í dag. Fundinum í gær lauk ekki að sögn Katrinar. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðspurður hvort langt sé á milli hans og Katrínar Jakobsdóttur í stjórnarmyndunarviðræðum að máta þurfi samstarfið við þau verkefni sem bíða á næsta kjörtímabili. Katrín og Bjarni funduðu á skrifstofu þingflokks VG í dag auk þess sem að þau funduðu í gær. Ljóst er að flokkarnir eru lengst frá hvor öðrum á hinum pólitíska ás og Bjarni segir að það hafi alltaf legið fyrir að langt væri á milli flokkanna. Aðspurður um hvort að telji að flokkarnir nái saman segir Bjarni að hann vilji ekkert segja til um það. „Ég ætla ekki að segja neitt af eða á um það en eitt af því sem við þurfum að ræða um er hvort að það þurfi að gera svo mikla málamiðlanir að báðum aðilum myndi á endanum líða illa með það, jafnvel þótt að það væri hægt að setja það saman og smíða þær að þá væri það kannski hugsanlega ekki nægilega sterkt lím til þess að mynda ríkisstjórn. Þetta eru þau mál sem við erum að ræða,“ segir Bjarni. Þá segir hann að skoða þurfi hvort að möguleiki sé að leggja ákveðin mál til hliðar sem erfitt getur verið að semja um. „Svo þarf auðvitað að máta þetta við verkefnin sem bíða okkar á næsta kjörtímabili. Hvort að það sé hægt að gera vopnahlé um ýmis mál sem undir venjulegum kringumstæðum myndu vera ágreiningsefni en þurfa ekki endilega að vera á dagskrá við þær aðstæður sem uppi eru í þjóðfélaginu núna.,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Spurður að hvort að slíkt vopnahlé gæti gengi sagði Bjarni ekki hafa svarið við því. Bjarni og Katrín munu ræða saman á ný síðar í dag. Þriðja flokkinn þarf til að mynda ríkisstjórn sem nyti meirihluta. Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn eru hins vegar ekki jafnopnir fyrir því. Aðspurður hvenær niðurstöður muni fást í viðræðurnar svaraði Bjarni: „Ég veit það ekki, ég veit það eitt að ég vil að það gerist sem fyrst.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. 30. nóvember 2016 08:45 Katrín og Bjarni funda Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks komu saman til fundar á öðrum tímanum í dag til þess að fara yfir mögulegt stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. 30. nóvember 2016 15:00 VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. 30. nóvember 2016 16:06 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir aðspurður hvort langt sé á milli hans og Katrínar Jakobsdóttur í stjórnarmyndunarviðræðum að máta þurfi samstarfið við þau verkefni sem bíða á næsta kjörtímabili. Katrín og Bjarni funduðu á skrifstofu þingflokks VG í dag auk þess sem að þau funduðu í gær. Ljóst er að flokkarnir eru lengst frá hvor öðrum á hinum pólitíska ás og Bjarni segir að það hafi alltaf legið fyrir að langt væri á milli flokkanna. Aðspurður um hvort að telji að flokkarnir nái saman segir Bjarni að hann vilji ekkert segja til um það. „Ég ætla ekki að segja neitt af eða á um það en eitt af því sem við þurfum að ræða um er hvort að það þurfi að gera svo mikla málamiðlanir að báðum aðilum myndi á endanum líða illa með það, jafnvel þótt að það væri hægt að setja það saman og smíða þær að þá væri það kannski hugsanlega ekki nægilega sterkt lím til þess að mynda ríkisstjórn. Þetta eru þau mál sem við erum að ræða,“ segir Bjarni. Þá segir hann að skoða þurfi hvort að möguleiki sé að leggja ákveðin mál til hliðar sem erfitt getur verið að semja um. „Svo þarf auðvitað að máta þetta við verkefnin sem bíða okkar á næsta kjörtímabili. Hvort að það sé hægt að gera vopnahlé um ýmis mál sem undir venjulegum kringumstæðum myndu vera ágreiningsefni en þurfa ekki endilega að vera á dagskrá við þær aðstæður sem uppi eru í þjóðfélaginu núna.,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Spurður að hvort að slíkt vopnahlé gæti gengi sagði Bjarni ekki hafa svarið við því. Bjarni og Katrín munu ræða saman á ný síðar í dag. Þriðja flokkinn þarf til að mynda ríkisstjórn sem nyti meirihluta. Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn eru hins vegar ekki jafnopnir fyrir því. Aðspurður hvenær niðurstöður muni fást í viðræðurnar svaraði Bjarni: „Ég veit það ekki, ég veit það eitt að ég vil að það gerist sem fyrst.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. 30. nóvember 2016 08:45 Katrín og Bjarni funda Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks komu saman til fundar á öðrum tímanum í dag til þess að fara yfir mögulegt stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. 30. nóvember 2016 15:00 VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. 30. nóvember 2016 16:06 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Sjá meira
Benedikt um boð Bjarna um BCD stjórn: „Það freistaði ekki“ Bjarni Benediktsson hafði samband við Benedikt Jóhannesson í hádeginu síðastliðinn mánudag og bar tilboðið undir hann. 30. nóvember 2016 08:45
Katrín og Bjarni funda Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks komu saman til fundar á öðrum tímanum í dag til þess að fara yfir mögulegt stjórnarsamstarf flokkanna tveggja. 30. nóvember 2016 15:00
VG hörð á því að Samfylkingin verði hluti af samstarfinu Samkvæmt heimildum Vísis er ekki vilji innan Vinstri grænna að fara í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn án Samfylkingarinnar. 30. nóvember 2016 16:06