Notaði rjúpuna sem kodda í snjóbyrginu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2016 06:00 Fjölskylda Friðriks Rúnars tók á móti honum við Landspítalann í Fossvogi eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar lenti með hann. vísir/friðrik þór Ein fjölmennasta leitaraðgerð Landsbjargar frá upphafi fór fram um helgina þegar 450 björgunarsveitarmenn, frá nær öllum landshornum, leituðu Friðriks Rúnars Garðarssonar sem skilaði sér ekki til byggða eftir rjúpnaveiði á Einarsstöðum á Héraði á föstudagskvöld. Friðrik fannst heill á húfi í gærmorgunn. Álíka mannmargar leitir hafa allar spannað lengra leitartímabil. „Það bættist um metri af snjó við á meðan við vorum að leita. Landið var erfitt yfirferðar sökum þess auk þess að mikið var um bratta, kjarr og kletta,“ segir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður svæðisstjórnar á Austurlandi. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Egilstöðum fyrir leitarmenn en þar gistu á annað hundrað manns. „Það var strax tekin ákvörðun um að hefja fjölmenna leit og sífellt bætt í til að tryggja á svæðinu væri óþreytt fólk að leita,“ segir Þorsteinn Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Meðan það er von þá leitum við og menn voru ekki vonlitlir á að hann finndist á lífi.“ Friðrik var vel útbúinn að öðru leiti en því að hann skorti fjarksiptatæki til að láta vita af sér. Hann gróf sig í fönn í tvær nætur. Með honum í för var Labrador hundur en þeir héldu hita á hvor öðrum í mesta kuldanum. „Þetta var allur tilfinningaskalinn,“ segir Garðar Sigurvaldason faðir Friðriks Rúnars. Garðar var í Reykjavík þegar hann fékk fréttir af leitinni á föstudegi en flaug austur morguninn eftir. „Maður var agalega kvíðinn, listarlaus og ómögulegur. Hugur manns flakkaði frá fullkominni björgun yfir í það að maður myndi ekki sjá hann aftur.“ Garðar var í stjórnstöðinni á Egilsstöðum þegar fréttin um fund sonar hans barst þangað. „Maður hafði ímyndað sér hræðilega hluti og gríðarlega ógnvekjandi verkefni framundan. Sem betur fer snerist það í eintóma hamingju. Ég nánast „flikk flakkaði“ afturábak, öskraði og veinaði,“ segir Garðar. Það sem snart Garðar mest var að vinir sonar hans flykktust á Egilsstaði. Menn komu frá Dalvík, Akureyri, Selfossi, Vestmannaeyjum, Reykjavík að ógleymdum þyrluskíðamönnum úr Skíðadal. „Það var áberandi hve samstaðan var ofboðslega mikil og allir lögðust á eitt að veita andlegan stuðning.“ Markmið fararinnar var að veiða rjúpu og það tókst. „Hann veiddi eina rjúpu sem hann notaði sem kodda í báðum snjóbyrgjunum,“ segir Garðar að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir „Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ 440 björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni að Friðriki Rúnari Garðarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á föstudag. 20. nóvember 2016 18:30 Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Friðrik Rúnar Friðriksson fannst í morgun eftir að hafa orðið viðskila við vini sína á rjúpnaveiðum á föstudag. 20. nóvember 2016 15:34 Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“ Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki, sem fannst í dag eftir umfangsmikla leit. 20. nóvember 2016 21:18 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ein fjölmennasta leitaraðgerð Landsbjargar frá upphafi fór fram um helgina þegar 450 björgunarsveitarmenn, frá nær öllum landshornum, leituðu Friðriks Rúnars Garðarssonar sem skilaði sér ekki til byggða eftir rjúpnaveiði á Einarsstöðum á Héraði á föstudagskvöld. Friðrik fannst heill á húfi í gærmorgunn. Álíka mannmargar leitir hafa allar spannað lengra leitartímabil. „Það bættist um metri af snjó við á meðan við vorum að leita. Landið var erfitt yfirferðar sökum þess auk þess að mikið var um bratta, kjarr og kletta,“ segir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður svæðisstjórnar á Austurlandi. Rauði krossinn opnaði fjöldahjálparstöð á Egilstöðum fyrir leitarmenn en þar gistu á annað hundrað manns. „Það var strax tekin ákvörðun um að hefja fjölmenna leit og sífellt bætt í til að tryggja á svæðinu væri óþreytt fólk að leita,“ segir Þorsteinn Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar. „Meðan það er von þá leitum við og menn voru ekki vonlitlir á að hann finndist á lífi.“ Friðrik var vel útbúinn að öðru leiti en því að hann skorti fjarksiptatæki til að láta vita af sér. Hann gróf sig í fönn í tvær nætur. Með honum í för var Labrador hundur en þeir héldu hita á hvor öðrum í mesta kuldanum. „Þetta var allur tilfinningaskalinn,“ segir Garðar Sigurvaldason faðir Friðriks Rúnars. Garðar var í Reykjavík þegar hann fékk fréttir af leitinni á föstudegi en flaug austur morguninn eftir. „Maður var agalega kvíðinn, listarlaus og ómögulegur. Hugur manns flakkaði frá fullkominni björgun yfir í það að maður myndi ekki sjá hann aftur.“ Garðar var í stjórnstöðinni á Egilsstöðum þegar fréttin um fund sonar hans barst þangað. „Maður hafði ímyndað sér hræðilega hluti og gríðarlega ógnvekjandi verkefni framundan. Sem betur fer snerist það í eintóma hamingju. Ég nánast „flikk flakkaði“ afturábak, öskraði og veinaði,“ segir Garðar. Það sem snart Garðar mest var að vinir sonar hans flykktust á Egilsstaði. Menn komu frá Dalvík, Akureyri, Selfossi, Vestmannaeyjum, Reykjavík að ógleymdum þyrluskíðamönnum úr Skíðadal. „Það var áberandi hve samstaðan var ofboðslega mikil og allir lögðust á eitt að veita andlegan stuðning.“ Markmið fararinnar var að veiða rjúpu og það tókst. „Hann veiddi eina rjúpu sem hann notaði sem kodda í báðum snjóbyrgjunum,“ segir Garðar að lokum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Veiðimanni á rjúpu bjargað Tengdar fréttir „Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ 440 björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni að Friðriki Rúnari Garðarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á föstudag. 20. nóvember 2016 18:30 Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Friðrik Rúnar Friðriksson fannst í morgun eftir að hafa orðið viðskila við vini sína á rjúpnaveiðum á föstudag. 20. nóvember 2016 15:34 Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“ Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki, sem fannst í dag eftir umfangsmikla leit. 20. nóvember 2016 21:18 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
„Ég brotnaði aldrei niður eða svoleiðis“ 440 björgunarsveitarmenn af nær öllu landinu tóku þátt í leitinni að Friðriki Rúnari Garðarssyni sem týndist við rjúpnaveiðar á föstudag. 20. nóvember 2016 18:30
Ólýsanleg tilfinning að sjá ljósin á vélsleðanum Friðrik Rúnar Friðriksson fannst í morgun eftir að hafa orðið viðskila við vini sína á rjúpnaveiðum á föstudag. 20. nóvember 2016 15:34
Bróðir Friðriks Rúnars: „Takk allir“ Stefán segist vera þakklátur öllum sem tóku þátt í leitinni að Friðriki, sem fannst í dag eftir umfangsmikla leit. 20. nóvember 2016 21:18