Samskipti við Bretland í aðalhlutverki á fundi EFTA-ríkjanna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. nóvember 2016 13:03 Utanríkisráðherra ásamt hinum ráðherrum EFTA-ríkjanna Vísir/EFTA Á fundi ráðherra EFTA-ríkjanna í dag voru samskiptin við Bretland í brennidepli. Ísland leiðir starf samtakanna um þessar mundir og stýrði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fundi ráðherra ríkjanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Ákveðið var að ráðherrar ríkjanna fjögurra muni vinna nánar saman svo hagsmunir EFTA-ríkjanna verði tryggðir við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þar kemur fram að Ísland muni hafa frumkvæði að því að boða til fundar þar sem viðbrögð EFTA-ríkjanna við Brexit verða undirbúin enn frekar. Kom fram í máli Lilju Alfreðsdóttur að mikilvægt væri að EFTA stæði vörð um fríverslun í heiminum á sama tíma og hún undirstrikaði mikilvægi þess að ríkin sýndu samstöðu. „Útganga Breta úr Evrópusambandinu er bæði söguleg og flókin í framkvæmd. Við þurfum að fylgjast mjög vandlega með þróun mála og vera viðbúin, sama hvernig Bretar ákveða að haga sinni útgöngu. Það er mikilvægt að EFTA-ríkin séu samstíga og láti ekki ólíka hagsmuni eða samkeppni sín á milli hafa áhrif á samstarfið.” segir Lilja. Hún tók jafnframt fram að samskiptin og viðskiptin við Bretland væru eitt allra mikilvægasta utanríkismál Íslands. Á fundinum var jafnframt farið yfir stöðu bæði eldri og nýrri fríverslunarsamninga sambandsins við önnur ríki. Þar á meðal var farið yfir stöðu yfirstandandi fríverslunarviðræðna við Víetnam, Malasíu og Indónesíu og stöðu endurskoðunar og uppfærslu gildandi samninga við Mexíkó. Fundinn sátu auk Lilju; Johann Schneider-Ammann, efnahagsráðherra Sviss, Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein og Monica Mæland viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs. Brexit Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Á fundi ráðherra EFTA-ríkjanna í dag voru samskiptin við Bretland í brennidepli. Ísland leiðir starf samtakanna um þessar mundir og stýrði Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra fundi ráðherra ríkjanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Ákveðið var að ráðherrar ríkjanna fjögurra muni vinna nánar saman svo hagsmunir EFTA-ríkjanna verði tryggðir við útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Þar kemur fram að Ísland muni hafa frumkvæði að því að boða til fundar þar sem viðbrögð EFTA-ríkjanna við Brexit verða undirbúin enn frekar. Kom fram í máli Lilju Alfreðsdóttur að mikilvægt væri að EFTA stæði vörð um fríverslun í heiminum á sama tíma og hún undirstrikaði mikilvægi þess að ríkin sýndu samstöðu. „Útganga Breta úr Evrópusambandinu er bæði söguleg og flókin í framkvæmd. Við þurfum að fylgjast mjög vandlega með þróun mála og vera viðbúin, sama hvernig Bretar ákveða að haga sinni útgöngu. Það er mikilvægt að EFTA-ríkin séu samstíga og láti ekki ólíka hagsmuni eða samkeppni sín á milli hafa áhrif á samstarfið.” segir Lilja. Hún tók jafnframt fram að samskiptin og viðskiptin við Bretland væru eitt allra mikilvægasta utanríkismál Íslands. Á fundinum var jafnframt farið yfir stöðu bæði eldri og nýrri fríverslunarsamninga sambandsins við önnur ríki. Þar á meðal var farið yfir stöðu yfirstandandi fríverslunarviðræðna við Víetnam, Malasíu og Indónesíu og stöðu endurskoðunar og uppfærslu gildandi samninga við Mexíkó. Fundinn sátu auk Lilju; Johann Schneider-Ammann, efnahagsráðherra Sviss, Aurelia Frick, utanríkisráðherra Liechtenstein og Monica Mæland viðskipta- og iðnaðarráðherra Noregs.
Brexit Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira