Viðskipti erlent

Breytingar á Instagram: Sækja hart að Snapchat

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
Instagram hefur á undanförnum misserum verið að snúa sér að Snapchat og sækja á þeirra markað. Nú er hægt að senda skilaboð sem eyðast eftir ákveðinn tíma og hægt að fara í beina útsendingu. Fyrr á árinu var svokölluðum „story“ eins og í Snapchat bætt við.

Beinu útsendingarnar eru þó ekki eins og hjá öðrum miðlum. Um leið og þeim lýkur hverfa þær. Ekki verður hægt að horfa á þær aftur.

Þegar notendur Instagram fara í beina útsendingu verður þeim hluta vina þeirra sem fylgjast mest með þeim, setja flest like á myndir þeirra og slíkt, bent á að beina útsendingin sé í gangi.

Uppfærslan hefur ekki fangið almenna dreifingu enn, en uppfærslan mun færast yfir heiminn á næstu vikum.

Notendum Instagram hefur þó verið gert kleift að senda myndir og myndbönd sem hverfa eftir ákveðinn tíma til annarra notenda og hópa. Þeir sem senda myndir og myndbönd fá svo meldingu um hvort að þeir sem fengu þær horfðu tvisvar sinnum eða tóku skjáskot, alveg eins í Snapchat.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×