Margfalt hraðara net handan við hornið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. nóvember 2016 07:00 Snjallsímar með prufuútgáfu 5G farsímanettengingar voru til sýnis á farsímasýningu í Barcelona í febrúar. Nordicphotos/AFP Breska ríkisstjórnin tilkynnti í gær áform sín um að verja 700 milljónum punda, nærri hundrað milljarða ísl. króna, í prufur og þróun á næstu kynslóð farsímanets er kallast 5G. Með fjárfestingunni búast Bretar við því að verða leiðandi afl í notkun 5G farsímanets. Líkt og heitið gefur til kynna verður 5G fimmta kynslóð (e. fifth generation) internets fyrir farsíma og er búist við því að slík nettenging verði margfalt hraðari en þær 4G tengingar sem nú eru hvað algengastar.Hraðara að öllu leytiSamkvæmt upplýsingum tæknifréttasíðunnar Wired er líklegt að meðalhraði 5G nettengingar verði að minnsta kosti um hundrað megabitar á sekúndu þótt hámarkið sé mun hærra. Qualcomm heldur því fram að hámarkshraði verði um fimm gígabitar á sekúndu. Til samanburðar segir á vefsíðu Símans að raunverulegur hraði sem náist yfir 4G kerfi Símans sé um tuttugu til fjörutíu megabitar á sekúndu við góð skilyrði. Samkvæmt þessum tölum ætti að vera hægt að hala niður kvikmyndum í háskerpu á innan við mínútu, eða streyma myndefni í bestu mögulegum gæðum, með 5G farsímaneti.Vísir/GettyLangt í landÁ meðal fyrirtækja sem nú keppast við að prufukeyra 5G farsímanet eru Nokia, AT&T og Verizon. Nokia hefur uppfært alla sína senda í nettengingu sem kallast 4,5G Pro og er mun hraðara en 4G. Á sama tíma hafa AT&T og Verizon í Bandaríkjunum áformað afmarkaðar prufur á 5G sem eiga að hefjast á næsta ári. Þó er ekki búist við því að almenningur notist við 5G nettengingar á næstunni. Almenn dreifing slíks nets er ekki að vænta fyrr en á næsta áratug. Tækniráðgjafarfyrirtækið Ovum býst til að mynda ekki við nema 24 milljónum notenda á heimsvísu árið 2021. Þar af yrðu færri en tíu prósent tenginga í Evrópu. Ekki er heldur búið að koma staðli slíkrar tengingar niður á blað og því eru tölur um mögulegan hraða á reiki. Búist er við því að sá staðall verði kominn á hreint árið 2018.Ljósaperur sem þessar eru nettengdar líkt og fjöldi annarra nýrra tækja. 5G farsímanet myndi auðvelda framleiðendum að tengja sífellt fleiri heimilistæki við netið.Mynd/LifxGæti valdið byltinguLíkt og 4G farsímanettenging mun 5G vafalaust hafa mikil áhrif á netnotkun, bæði af hálfu hins almenna neytanda og af hálfu forritara og framleiðenda. Með 4G tengingu varð auðveldara fyrir neytendur að streyma myndefni í háskerpu í gegnum efnisveitur á borð við YouTube, Stöð 2 Maraþon og Netflix sem og að hala niður snjallforrit hraðar en áður var hægt. Með 5G tengingu mun þessi þróun eflaust halda áfram. Hægt verður að streyma efni í enn meiri gæðum sem og að hala niður stærri forrit á meiri hraða. Einnig verður hægt að nýta aukinn hraða til þess að auka möguleika nýrrar sýndarveruleikatækni. Hægt yrði að horfa á myndir eða spila tölvuleiki með sýndarveruleikagleraugum á farsímaneti án þess að hraði tengingarinnar trufli. Aðrir óljósari þættir munu líka koma til með að breytast með tilkomu 5G. Samkvæmt fréttasíðunni 5G.co.uk er búist við því að hin nýja kynslóð muni hafa stórfelld áhrif á hið svokallaða internet hlutanna, það er að segja ísskápa, prentara, skanna, ljós, hátalara og önnur tæki sem farin eru að tengjast netinu. Árið 2020 er talið að á milli fimmtíu og hundrað milljarðar slíkra tækja muni verða nettengd. Mörg þeirra munu þurfa stanslausan netaðgang og þar mun 5G tækni hjálpa. Sömu sögu er að segja af sjálfkeyrandi bílum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Breska ríkisstjórnin tilkynnti í gær áform sín um að verja 700 milljónum punda, nærri hundrað milljarða ísl. króna, í prufur og þróun á næstu kynslóð farsímanets er kallast 5G. Með fjárfestingunni búast Bretar við því að verða leiðandi afl í notkun 5G farsímanets. Líkt og heitið gefur til kynna verður 5G fimmta kynslóð (e. fifth generation) internets fyrir farsíma og er búist við því að slík nettenging verði margfalt hraðari en þær 4G tengingar sem nú eru hvað algengastar.Hraðara að öllu leytiSamkvæmt upplýsingum tæknifréttasíðunnar Wired er líklegt að meðalhraði 5G nettengingar verði að minnsta kosti um hundrað megabitar á sekúndu þótt hámarkið sé mun hærra. Qualcomm heldur því fram að hámarkshraði verði um fimm gígabitar á sekúndu. Til samanburðar segir á vefsíðu Símans að raunverulegur hraði sem náist yfir 4G kerfi Símans sé um tuttugu til fjörutíu megabitar á sekúndu við góð skilyrði. Samkvæmt þessum tölum ætti að vera hægt að hala niður kvikmyndum í háskerpu á innan við mínútu, eða streyma myndefni í bestu mögulegum gæðum, með 5G farsímaneti.Vísir/GettyLangt í landÁ meðal fyrirtækja sem nú keppast við að prufukeyra 5G farsímanet eru Nokia, AT&T og Verizon. Nokia hefur uppfært alla sína senda í nettengingu sem kallast 4,5G Pro og er mun hraðara en 4G. Á sama tíma hafa AT&T og Verizon í Bandaríkjunum áformað afmarkaðar prufur á 5G sem eiga að hefjast á næsta ári. Þó er ekki búist við því að almenningur notist við 5G nettengingar á næstunni. Almenn dreifing slíks nets er ekki að vænta fyrr en á næsta áratug. Tækniráðgjafarfyrirtækið Ovum býst til að mynda ekki við nema 24 milljónum notenda á heimsvísu árið 2021. Þar af yrðu færri en tíu prósent tenginga í Evrópu. Ekki er heldur búið að koma staðli slíkrar tengingar niður á blað og því eru tölur um mögulegan hraða á reiki. Búist er við því að sá staðall verði kominn á hreint árið 2018.Ljósaperur sem þessar eru nettengdar líkt og fjöldi annarra nýrra tækja. 5G farsímanet myndi auðvelda framleiðendum að tengja sífellt fleiri heimilistæki við netið.Mynd/LifxGæti valdið byltinguLíkt og 4G farsímanettenging mun 5G vafalaust hafa mikil áhrif á netnotkun, bæði af hálfu hins almenna neytanda og af hálfu forritara og framleiðenda. Með 4G tengingu varð auðveldara fyrir neytendur að streyma myndefni í háskerpu í gegnum efnisveitur á borð við YouTube, Stöð 2 Maraþon og Netflix sem og að hala niður snjallforrit hraðar en áður var hægt. Með 5G tengingu mun þessi þróun eflaust halda áfram. Hægt verður að streyma efni í enn meiri gæðum sem og að hala niður stærri forrit á meiri hraða. Einnig verður hægt að nýta aukinn hraða til þess að auka möguleika nýrrar sýndarveruleikatækni. Hægt yrði að horfa á myndir eða spila tölvuleiki með sýndarveruleikagleraugum á farsímaneti án þess að hraði tengingarinnar trufli. Aðrir óljósari þættir munu líka koma til með að breytast með tilkomu 5G. Samkvæmt fréttasíðunni 5G.co.uk er búist við því að hin nýja kynslóð muni hafa stórfelld áhrif á hið svokallaða internet hlutanna, það er að segja ísskápa, prentara, skanna, ljós, hátalara og önnur tæki sem farin eru að tengjast netinu. Árið 2020 er talið að á milli fimmtíu og hundrað milljarðar slíkra tækja muni verða nettengd. Mörg þeirra munu þurfa stanslausan netaðgang og þar mun 5G tækni hjálpa. Sömu sögu er að segja af sjálfkeyrandi bílum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira