Lífið

Gumma Ben ekki treyst fyrir neinu... nema að raspa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það gekk ekki beint allt upp hjá liðunum.
Það gekk ekki beint allt upp hjá liðunum. vísir
Ísskápastríð er nýr og skemmtilegur matreiðsluþáttur í umsjón Evu Laufeyjar og Gumma Ben  sem jafnframt gegna hlutverki liðsstjóra. Gestir þáttarins þessa vikuna voru þau Guðrún Sóley Gestsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson.

Þátturinn er  á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum klukkan 19:45.

Í hverjum þætti fá Eva og Gummi til sín keppendur sem þau skipta með sér í lið. Keppnin gengur svo út á það að í byrjun fá þau að velja einn ísskáp af nokkrum mögulegum og í hverjum ísskáp er hráefni fyrir forrétt, aðalrétt og eftirrétt.

Keppendur og liðsstjórar þurfa svo að vinna innan ákveðins tímaramma til að töfra fram þrjá girnilega rétti. Að lokum fellur það í hlut dómaranna að velja sigurvegara kvöldsins. Dómarar eru Siggi Hall og Hrefna Sætran. Að þessu sinni var Guðrún Sóley í liði með Gumma Ben og Gísli í liði með Evu Laufey. Hér að neðan má sjá hvernig til tókst með aðalréttinn hjá liðunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.