Íhaldssemi VG í sjávarútvegsmálum flækti málin Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 16:06 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur ritað pistil á heimasíðu flokksins þar sem hann fer yfir hvers vegna slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær.Þar segir hann meðal annars að fulltrúi VG í málefnahópi um atvinnuvegamál hafi verið of íhaldssamur um gjaldtöku í sjávarútvegi og að hugmyndir um skattahækkanir hafi ekki fallið í kramið hjá Viðreisn. „Um helgina voru ágætar samræður um verklag og ég taldi eftir það að ekki væri ómögulegt að saman myndi ganga. Þó kom fram að fulltrúi VG var mjög íhaldssamur um gjaldtöku í sjávarútvegi og lagðist gegn markaðsleið. Samt taldi ég að vel væri hugsanlegt að ná málamiðlunum sem væru ásættanlegar,“ skrifar Benedikt en Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona var fulltrúi VG í málefnahópnum um atvinnuvegamál. „Eftir að hafa hitt fulltrúa okkar í hópunum fjórum á mánudaginn vorum við mjög efins um að saman gengi. Daginn eftir var farið sérstaklega í ríkisfjármálin og þá kom fram að staða ríkissjóðs var ekki eins góð og við héldum. Miklum peningum hafði verið eytt á síðustu viku þingsins í almannatryggingum og vegaáætlun.“Hugmyndir um skattahækkanir komu á óvart Benedikt segir að langt hafi verið í land svo hægt væri að fjármagna hugmyndir um stórfellda útgjaldaaukningu. Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur formann VG í Fréttablaðinu í gærmorgun þar sem hún ræddi hugmyndir flokksins um hátekjuskatt hafi svo komið flokksmönnum á óvart. „Valið í gær stóð á milli þess að fara í langar viðræður um stjórnarsáttmála sem ekki var líklegt að flokkarnir næðu saman um eða spyrja Katrínu hvort hún teldi samstarfið vænlegt miðað við þann mun sem var á milli afstöðu flokkanna. Það var niðurstaða hennar að ekki bæri að fara lengra með samtalið.“ Benedikt segir þó að samtalið hafi verið gagnlegt að mörgu leyti og að viðræðurnar hafi gefið vonir um að samstarfið á þingi verði betra en ella. „Auðvitað eru alltaf vonbrigði ef ekki næst saman, en málefni hljóta að ráða. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur ritað pistil á heimasíðu flokksins þar sem hann fer yfir hvers vegna slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær.Þar segir hann meðal annars að fulltrúi VG í málefnahópi um atvinnuvegamál hafi verið of íhaldssamur um gjaldtöku í sjávarútvegi og að hugmyndir um skattahækkanir hafi ekki fallið í kramið hjá Viðreisn. „Um helgina voru ágætar samræður um verklag og ég taldi eftir það að ekki væri ómögulegt að saman myndi ganga. Þó kom fram að fulltrúi VG var mjög íhaldssamur um gjaldtöku í sjávarútvegi og lagðist gegn markaðsleið. Samt taldi ég að vel væri hugsanlegt að ná málamiðlunum sem væru ásættanlegar,“ skrifar Benedikt en Lilja Rafney Magnúsdóttir þingkona var fulltrúi VG í málefnahópnum um atvinnuvegamál. „Eftir að hafa hitt fulltrúa okkar í hópunum fjórum á mánudaginn vorum við mjög efins um að saman gengi. Daginn eftir var farið sérstaklega í ríkisfjármálin og þá kom fram að staða ríkissjóðs var ekki eins góð og við héldum. Miklum peningum hafði verið eytt á síðustu viku þingsins í almannatryggingum og vegaáætlun.“Hugmyndir um skattahækkanir komu á óvart Benedikt segir að langt hafi verið í land svo hægt væri að fjármagna hugmyndir um stórfellda útgjaldaaukningu. Viðtal við Katrínu Jakobsdóttur formann VG í Fréttablaðinu í gærmorgun þar sem hún ræddi hugmyndir flokksins um hátekjuskatt hafi svo komið flokksmönnum á óvart. „Valið í gær stóð á milli þess að fara í langar viðræður um stjórnarsáttmála sem ekki var líklegt að flokkarnir næðu saman um eða spyrja Katrínu hvort hún teldi samstarfið vænlegt miðað við þann mun sem var á milli afstöðu flokkanna. Það var niðurstaða hennar að ekki bæri að fara lengra með samtalið.“ Benedikt segir þó að samtalið hafi verið gagnlegt að mörgu leyti og að viðræðurnar hafi gefið vonir um að samstarfið á þingi verði betra en ella. „Auðvitað eru alltaf vonbrigði ef ekki næst saman, en málefni hljóta að ráða.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41 Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46
Hafa slitið stjórnarviðræðunum Katrín Jakobsdóttir ætlar að taka ákvörðun á morgun hvort hún skilar umboðinu til forsetans. 23. nóvember 2016 17:41
Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07