Líklegt að Katrín skili umboðinu til forseta á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2016 19:30 Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ákveður eftir þingflokksfund í fyrramálið hvort hún skilar umboði sínu til stjórnarmyndunar til forseta Íslands. Miklar samræður hafa átt sér stað á bakvið tjöldin milli forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag, en ekki er víst að forseti Íslands veiti einhverjum öðrum stjórnarumboð strax, þótt Katrín skili umboðinu. Katrín fundaði með forseta Íslands í morgun þar sem hún fór yfir stöðu mála án þess þó að skila inn umboði sínu til stjórnarmyndunar. Um klukkan hálf ellefu tóku þingmenn Vinstri grænna svo að tínast í alþingishúsið til fundar við formanninn. Þar var rætt hvot hún ætti að skila umboðinu eftir hádegi í dag eða reyna samtal við aðra flokka. „Ég hef heyrt í formönnum annarra flokka í dag og farið yfir stöðuna. Það má segja að samtöl dagsins hafi ekki beint fjölgað valkostum í þessari stöðu. Þannig að ég mun halda áfram að nýta kvöldið í þetta og fara svo yfir stöðuna á þingflokksfundi í fyrramálið á nýjan leik,“ sagði Katrín síðdegis.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/StefánHún hafi meðal annars skoðað möguleikann á að Framsóknarflokkurinn kæmi inn í viðræður um fjölflokka stjórn. „Já, ég hef þreifað á þeim möguleikum og mér sýnist vera vankvæði á því. Bæði að hálfu Framsóknarflokksins og líka að hálfu einhverra annarra flokka,“ sagði Katrín. Nú þegar tveir formenn hafa reynt með sér við stjórnarmyndun þar sem nánast allir flokkar koma við sögu er ekki vist að forsetinn deili strax út umboðinu þótt Katrín skilaði því á morgun. Þar gæti Guðni Th. Jóhannesson leitað í smiðju Kristján Eldjárns sem við svipaðar aðstæður lét nokkra daga líða eftir stjórnarmyndunartilraunir til að gefa öllum tækifæri á að tala við alla. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekki þýða að leggjast aðgerðarlaus undir sæng þótt í ljós komi að svigrúm í ríkisfjármálum sé minna en menn töldu fyrir kosningar. Verkefnin framundan hafi ekkert breyst„Það liggur alveg fyrir að við þurfum að fara í innviðauppbyggingu í heilbrigðisþjónustu, í menntakerfi. Í almennum innviðum landsins. Við þurfum að jafna kjörin og við þurfum að ná meiri sátt á meðal þjóðarinnar. Þá verðum við að leita allra leiða til þess,“ segir Logi. Sem undrast að Viðreisn hafi ekki áttað sig á stöðu ríkisfjármála í fyrri viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Forseti Íslands hafði orð á því þegar hann veitti Katrínu umboð til stjórnarmyndunarviðræðna á miðvikudag fyrir viku að það styttist í að þing þyrfti að koma saman.Telur þú að þing þurfi að fara að koma saman? „Já, það liggur náttúrlega fyrir að það þarf að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir þingið. Það þarf að gerast öðru hvoru megin við mánaðamótin myndi ég telja. Nú kann vel að vera að það verði búið að mynda ríkisstjórn. En þótt að það hafi ekki verið klárað fyrir þann tíma held ég að það sé mikilvægt að þing komi saman og takist á við það verkefni að ljúka fjárlögum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Katrín ræddi óformlega við forsetann Gert er ráð fyrir að þau muni hittast í dag. 24. nóvember 2016 11:34 Íhaldssemi VG í sjávarútvegsmálum flækti málin Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur ritað pistil á heimasíðu flokksins þar sem hann fer yfir hvers vegna slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær. 24. nóvember 2016 16:06 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ákveður eftir þingflokksfund í fyrramálið hvort hún skilar umboði sínu til stjórnarmyndunar til forseta Íslands. Miklar samræður hafa átt sér stað á bakvið tjöldin milli forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag, en ekki er víst að forseti Íslands veiti einhverjum öðrum stjórnarumboð strax, þótt Katrín skili umboðinu. Katrín fundaði með forseta Íslands í morgun þar sem hún fór yfir stöðu mála án þess þó að skila inn umboði sínu til stjórnarmyndunar. Um klukkan hálf ellefu tóku þingmenn Vinstri grænna svo að tínast í alþingishúsið til fundar við formanninn. Þar var rætt hvot hún ætti að skila umboðinu eftir hádegi í dag eða reyna samtal við aðra flokka. „Ég hef heyrt í formönnum annarra flokka í dag og farið yfir stöðuna. Það má segja að samtöl dagsins hafi ekki beint fjölgað valkostum í þessari stöðu. Þannig að ég mun halda áfram að nýta kvöldið í þetta og fara svo yfir stöðuna á þingflokksfundi í fyrramálið á nýjan leik,“ sagði Katrín síðdegis.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/StefánHún hafi meðal annars skoðað möguleikann á að Framsóknarflokkurinn kæmi inn í viðræður um fjölflokka stjórn. „Já, ég hef þreifað á þeim möguleikum og mér sýnist vera vankvæði á því. Bæði að hálfu Framsóknarflokksins og líka að hálfu einhverra annarra flokka,“ sagði Katrín. Nú þegar tveir formenn hafa reynt með sér við stjórnarmyndun þar sem nánast allir flokkar koma við sögu er ekki vist að forsetinn deili strax út umboðinu þótt Katrín skilaði því á morgun. Þar gæti Guðni Th. Jóhannesson leitað í smiðju Kristján Eldjárns sem við svipaðar aðstæður lét nokkra daga líða eftir stjórnarmyndunartilraunir til að gefa öllum tækifæri á að tala við alla. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekki þýða að leggjast aðgerðarlaus undir sæng þótt í ljós komi að svigrúm í ríkisfjármálum sé minna en menn töldu fyrir kosningar. Verkefnin framundan hafi ekkert breyst„Það liggur alveg fyrir að við þurfum að fara í innviðauppbyggingu í heilbrigðisþjónustu, í menntakerfi. Í almennum innviðum landsins. Við þurfum að jafna kjörin og við þurfum að ná meiri sátt á meðal þjóðarinnar. Þá verðum við að leita allra leiða til þess,“ segir Logi. Sem undrast að Viðreisn hafi ekki áttað sig á stöðu ríkisfjármála í fyrri viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Forseti Íslands hafði orð á því þegar hann veitti Katrínu umboð til stjórnarmyndunarviðræðna á miðvikudag fyrir viku að það styttist í að þing þyrfti að koma saman.Telur þú að þing þurfi að fara að koma saman? „Já, það liggur náttúrlega fyrir að það þarf að leggja fram fjárlagafrumvarp fyrir þingið. Það þarf að gerast öðru hvoru megin við mánaðamótin myndi ég telja. Nú kann vel að vera að það verði búið að mynda ríkisstjórn. En þótt að það hafi ekki verið klárað fyrir þann tíma held ég að það sé mikilvægt að þing komi saman og takist á við það verkefni að ljúka fjárlögum,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46 Katrín ræddi óformlega við forsetann Gert er ráð fyrir að þau muni hittast í dag. 24. nóvember 2016 11:34 Íhaldssemi VG í sjávarútvegsmálum flækti málin Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur ritað pistil á heimasíðu flokksins þar sem hann fer yfir hvers vegna slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær. 24. nóvember 2016 16:06 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. 24. nóvember 2016 10:46
Katrín ræddi óformlega við forsetann Gert er ráð fyrir að þau muni hittast í dag. 24. nóvember 2016 11:34
Íhaldssemi VG í sjávarútvegsmálum flækti málin Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar hefur ritað pistil á heimasíðu flokksins þar sem hann fer yfir hvers vegna slitnaði úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka í gær. 24. nóvember 2016 16:06
Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40