Telur sig svikinn um skaðabætur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Ein flugvéla Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Pjetur Magnús Gunnarsson, óánægður farþegi Icelandair, telur flugfélagið svíkja sig um skaðabætur. Hann segir að samkvæmt reglugerðum Evrópusambandsins beri flugfélaginu að greiða honum fjögur hundruð evrur þar sem flug hans var lengra en 1.500 kílómetrar og seinkunin meiri en þrír klukkutímar. Magnús flaug með flugi FI 451 frá Lundúnum til Keflavíkur þann fjórða nóvember síðastliðinn. Magnús segir flugið hafa átt að fara í loftið 12.30, það hafi hins vegar farið í loftið um þrjú en þá var vélinni snúið við vegna bilunar. Því var þá aflýst og flaug Magnús heim með kvöldvélinni. Þá hafi hann farið að skoða rétt sinn og haft samband við Icelandair. Flugfélagið svaraði honum hins vegar því að það teldi sig ekki skaðabótaskylt þar sem um óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða og vísaði til reglugerðar Evrópusambandsins um slíkt. Magnús vísaði þá í niðurstöðu Evrópudómstólsins í máli Wallentin-Hermann gegn flugfélaginu Alitalia frá 2008 þar sem niðurstaðan var sú að flugfélög gætu ekki flokkað tæknileg vandamál flugvéla sem óviðráðanlegar aðstæður. Icelandair benti á móti á ákvörðun Samgöngustofu frá því í fyrra vegna sambærilegrar kvörtunar þar sem Samgöngustofa komst að þeirri niðurstöðu að óviðráðanlegar aðstæður hafi skapast vegna ófullnægjandi flugöryggis. Því hafi seinkunin í því tilfelli verið vegna óviðráðanlegra aðstæðna og viðkomandi flugfélag ekki skaðabótaskylt. Magnús segir hins vegar að sú ákvörðun hafi ekkert með mál hans að gera. Hann hyggist jafnframt fara í hart ef hann fær sínu ekki framgengt. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fluginu hafa verið snúið við vegna bilunar, það flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður. „Ég átta mig ekki á því hvort þessi einstaklingur hefur leitað til Samgöngustofu eða hvar hans umkvörtun stendur,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Magnús Gunnarsson, óánægður farþegi Icelandair, telur flugfélagið svíkja sig um skaðabætur. Hann segir að samkvæmt reglugerðum Evrópusambandsins beri flugfélaginu að greiða honum fjögur hundruð evrur þar sem flug hans var lengra en 1.500 kílómetrar og seinkunin meiri en þrír klukkutímar. Magnús flaug með flugi FI 451 frá Lundúnum til Keflavíkur þann fjórða nóvember síðastliðinn. Magnús segir flugið hafa átt að fara í loftið 12.30, það hafi hins vegar farið í loftið um þrjú en þá var vélinni snúið við vegna bilunar. Því var þá aflýst og flaug Magnús heim með kvöldvélinni. Þá hafi hann farið að skoða rétt sinn og haft samband við Icelandair. Flugfélagið svaraði honum hins vegar því að það teldi sig ekki skaðabótaskylt þar sem um óviðráðanlegar aðstæður hafi verið að ræða og vísaði til reglugerðar Evrópusambandsins um slíkt. Magnús vísaði þá í niðurstöðu Evrópudómstólsins í máli Wallentin-Hermann gegn flugfélaginu Alitalia frá 2008 þar sem niðurstaðan var sú að flugfélög gætu ekki flokkað tæknileg vandamál flugvéla sem óviðráðanlegar aðstæður. Icelandair benti á móti á ákvörðun Samgöngustofu frá því í fyrra vegna sambærilegrar kvörtunar þar sem Samgöngustofa komst að þeirri niðurstöðu að óviðráðanlegar aðstæður hafi skapast vegna ófullnægjandi flugöryggis. Því hafi seinkunin í því tilfelli verið vegna óviðráðanlegra aðstæðna og viðkomandi flugfélag ekki skaðabótaskylt. Magnús segir hins vegar að sú ákvörðun hafi ekkert með mál hans að gera. Hann hyggist jafnframt fara í hart ef hann fær sínu ekki framgengt. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir fluginu hafa verið snúið við vegna bilunar, það flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður. „Ég átta mig ekki á því hvort þessi einstaklingur hefur leitað til Samgöngustofu eða hvar hans umkvörtun stendur,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira