Handbolti

Selfoss upp í 3. sætið eftir sigur á Fram

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Sverrisson skoraði níu mörk.
Einar Sverrisson skoraði níu mörk. vísir/ernir
Eftir tvö töp í röð komst Selfoss aftur á sigurbraut þegar liðið lagði Fram að velli, 31-25, í 13. umferð Olís-deildar karla í kvöld.

Einar Sverrisson skoraði níu mörk fyrir Selfyssinga sem eru komnir upp í 3. sæti deildarinnar.

Fram hefur tapað fjórum leikjum í röð en liðið er í 8. sæti deildarinnar með níu stig.

Selfyssingar voru alltaf með undirtökin í leiknum í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var jafn framan af en á síðustu tíu mínútum hans breytti Selfoss stöðunni úr 10-10 í 17-13 sem voru hálfleikstölur.

Þessa forystu létu heimamenn ekki af hendi í seinni hálfleiknum. Fram náði tvisvar að minnka muninn í þrjú mörk en nær komust gestirnir ekki.

Selfoss bætti jafnt og þétt við forystuna og vann að lokum sex marka sigur, 31-25.

Mörk Selfoss:

Einar Sverrisson 9, Hergeir Grímsson 6, Elvar Örn Jónsson 4, Andri Már Sveinsson 3, Teitur Örn Einarsson 2, Guðni Ingvarsson 2, Alexander Már Egan 1, Eyvindur Hrannar Guðmundsson 1, Haukur Þrastarson 1, Sverrir Pálsson 1, Guðjón Ágústsson 1.

Mörk Fram:

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 5, Andri Þór Helgason 4, Arnar Birkir Hálfdánarson 4, Valdimar Sigurðsson 3, Sigurður örn Þorsteinsson 3, Lúðvík Thorberg Bergman Arnkelsson 2, Elías Bóasson 2, Bjartur Guðmundsson 1, Andri Björn Ómarsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×