Ætla ekki að fjarlægja sig Viðreisn Birgir Olgeirsson skrifar 24. nóvember 2016 23:00 Óttarr Proppé ræðir hér við félagsmenn Bjartrar framtíðar. Vísir/Ernir „Við vorum að spjalla um stöðuna í pólitíkinni hérna og aðeins að tala saman um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem var slitið í gær og hvað muni gerast næst,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, um fund í félagsheimili Bjartrar framtíðar að Bræðraborgarstíg. Komu þar saman nær allir þingmenn flokksins sem fóru yfir stöðuna með hluta af stjórn Bjartrar framtíðar, sem telur rúmlega áttatíu manns. Ekki var um formlegan fund að ræða en meðlimir flokksins veltu þar fyrri sér hlutunum skoðuðu málin og reyndu að ímynda sér næstu skrefin í þessari flóknu stöðu sem er komin upp. Björt framtíð og Viðreisn hafa farið saman í gegnum þetta stjórnarmyndunarferli en í gær kom í ljós að stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Viðreisnar strönduðu á því hve langt var á milli Vinstri grænna og Viðreisnar þegar kom að skattamálum og sjávarútvegsmálum. Aðspurður hvort það hafi komið til tals á þessum fundi í kvöld að Björt framtíð myndi fjarlægja sig Viðreisn í næstu skrefum svarar Óttarr því neitandi. „Það hefur ekkert verið rætt og við höfum ekki séð ástæðu til annars en að halda áfram því samstarfi. Flokkarnir eiga margt sameiginlegt og þessi frjálslynda miðja þarf „boost“ í íslenskri pólitík og við gerum það betur saman.“ Hann segist gera fastlega ráð fyrir því að allir forystumenn flokkanna ásamt öðrum finni til ábyrgðar að reyna að finna einhverja leið til að mynda ríkisstjórn. „Þetta er skrýtinn tími á árinu til þess og menn þurfa örugglega að horfa til þess næstu daga að leggja fram fjárlög. Ég geri nú ráð fyrir því að það verði allir dálítið að reyna að finna einhverjar leiðir til þess. En ég er eiginlega löngu hættur að reyna að ímynda mér hvernig það verður. Það þarf einhvern veginn að reyna að vinna á nýjan hátt úr því sem kom úr kössunum,“ segir Óttarr en aðspurður hvað þetta nýja ætti að vera segist hann ekki vera með neitt ákveðið í huga. „Síðan ég var í barnaskóla hefur þessi staða aldrei verið uppi að það hafi verið óljóst hverjir mynda ríkisstjórn eða hver myndi vera leiðandi í því að mynda ríkisstjórn. Við erum með þrjá tiltölulega nýja flokka á þingi og marga flokka sem hafa gefið út miklar yfirlýsingar um samstarf eða ómöguleika á samstarfi, þannig að þetta er mjög flókin staða sem við berum öll sameiginlega ábyrgð á að leysa,“ segir Óttarr. Spurður hvort hann muni taka stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands ef það myndi bjóðast svarar Óttarr: „Maður er eiginlega þessa dagana kominn í það að taka því sem kemur upp, þetta er þannig ástand.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
„Við vorum að spjalla um stöðuna í pólitíkinni hérna og aðeins að tala saman um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem var slitið í gær og hvað muni gerast næst,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, um fund í félagsheimili Bjartrar framtíðar að Bræðraborgarstíg. Komu þar saman nær allir þingmenn flokksins sem fóru yfir stöðuna með hluta af stjórn Bjartrar framtíðar, sem telur rúmlega áttatíu manns. Ekki var um formlegan fund að ræða en meðlimir flokksins veltu þar fyrri sér hlutunum skoðuðu málin og reyndu að ímynda sér næstu skrefin í þessari flóknu stöðu sem er komin upp. Björt framtíð og Viðreisn hafa farið saman í gegnum þetta stjórnarmyndunarferli en í gær kom í ljós að stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Viðreisnar strönduðu á því hve langt var á milli Vinstri grænna og Viðreisnar þegar kom að skattamálum og sjávarútvegsmálum. Aðspurður hvort það hafi komið til tals á þessum fundi í kvöld að Björt framtíð myndi fjarlægja sig Viðreisn í næstu skrefum svarar Óttarr því neitandi. „Það hefur ekkert verið rætt og við höfum ekki séð ástæðu til annars en að halda áfram því samstarfi. Flokkarnir eiga margt sameiginlegt og þessi frjálslynda miðja þarf „boost“ í íslenskri pólitík og við gerum það betur saman.“ Hann segist gera fastlega ráð fyrir því að allir forystumenn flokkanna ásamt öðrum finni til ábyrgðar að reyna að finna einhverja leið til að mynda ríkisstjórn. „Þetta er skrýtinn tími á árinu til þess og menn þurfa örugglega að horfa til þess næstu daga að leggja fram fjárlög. Ég geri nú ráð fyrir því að það verði allir dálítið að reyna að finna einhverjar leiðir til þess. En ég er eiginlega löngu hættur að reyna að ímynda mér hvernig það verður. Það þarf einhvern veginn að reyna að vinna á nýjan hátt úr því sem kom úr kössunum,“ segir Óttarr en aðspurður hvað þetta nýja ætti að vera segist hann ekki vera með neitt ákveðið í huga. „Síðan ég var í barnaskóla hefur þessi staða aldrei verið uppi að það hafi verið óljóst hverjir mynda ríkisstjórn eða hver myndi vera leiðandi í því að mynda ríkisstjórn. Við erum með þrjá tiltölulega nýja flokka á þingi og marga flokka sem hafa gefið út miklar yfirlýsingar um samstarf eða ómöguleika á samstarfi, þannig að þetta er mjög flókin staða sem við berum öll sameiginlega ábyrgð á að leysa,“ segir Óttarr. Spurður hvort hann muni taka stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands ef það myndi bjóðast svarar Óttarr: „Maður er eiginlega þessa dagana kominn í það að taka því sem kemur upp, þetta er þannig ástand.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04
Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent