Carlsen vann loks sigur: „Aldrei séð hann svona feginn“ Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2016 08:52 Magnus Carlsen vann loks sigur. Vísir/AFP Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen vann loks sigur á Rússanum Sergei Karjakin í tíundu skák heimsmeistaraeinvígis þeirra í nótt. Báðir eru þeir nú með fimm vinninga hvor þegar eftir á að tefla tvær skákir. Carlsen var mikið létt þegar hann mætti á fréttamannafundinn að skák lokinni þar sem hann viðurkenndi að síðustu dagar hafi reynst honum erfiðir. „Frábært að vinna skák! Það var langt síðan það gerðist síðast!“ Skák gærdagsins stóð í sex og hálfan tíma en allt ætlaði um koll að keyra þegar þeir Carlsen og Karjakin gerðu báðir tvenn mistök í röð þegar um tvær klukkustundir voru liðnar af skákinni. Smátt og smátt náði Carlsen þó yfirhöndinni og náði að landa sigri. Norski fréttamaðurinn Ole Kristian Strøm hefur fylgst með Carlsen allt frá árinu 2010 og segist aldrei hafa séð hann jafn feginn og í gærkvöldi. „Það segir ýmislegt um hvað þetta þýddi fyrir hann, hvað hann hefur þurft að fara í gegnum,“ er haft eftir honum í frétt NRK. Hinn 25 ára Carlsen viðurkenndi í viðtali að hafa verið niðurdreginn síðustu daga og staðan hafi reynt mikið á hann. Hann hefur bersýnilega verið pirraður og þannig strunsaði hann út af fréttamannafundinum eftir að hafa tapað áttundu skákinni. „Ég hafði ekki unnið skák í níu tilraunum, það hefur í raun aldrei gerst áður,“ sagði Carlsen. Standi leikar enn jafnir að tólf skákum loknum munu þeir tefla atskákir þar til einn þeirra stendur uppi sem sigurvegari. Hvíldardagur er í dag en ellefta skákin verður tefld á laugardag, sú tólfta á mánudag og mögulegar atskákir á miðvikudag. Skák Tengdar fréttir Afskrifuðu Carlsen sem bjargaði sér fyrir horn á ótrúlegan hátt Níunda skák heimsmeistaraenvígis Magnus Carlsen og Sergei Karjakin lauk með jafntefli í New York í nótt. 24. nóvember 2016 11:29 Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Magnus Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn, hunsaði fréttamenn norskra miðla og strunsaði svo út úr salnum skömmu síðar. 22. nóvember 2016 10:55 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Norski stórmeistarinn Magnus Carlsen vann loks sigur á Rússanum Sergei Karjakin í tíundu skák heimsmeistaraeinvígis þeirra í nótt. Báðir eru þeir nú með fimm vinninga hvor þegar eftir á að tefla tvær skákir. Carlsen var mikið létt þegar hann mætti á fréttamannafundinn að skák lokinni þar sem hann viðurkenndi að síðustu dagar hafi reynst honum erfiðir. „Frábært að vinna skák! Það var langt síðan það gerðist síðast!“ Skák gærdagsins stóð í sex og hálfan tíma en allt ætlaði um koll að keyra þegar þeir Carlsen og Karjakin gerðu báðir tvenn mistök í röð þegar um tvær klukkustundir voru liðnar af skákinni. Smátt og smátt náði Carlsen þó yfirhöndinni og náði að landa sigri. Norski fréttamaðurinn Ole Kristian Strøm hefur fylgst með Carlsen allt frá árinu 2010 og segist aldrei hafa séð hann jafn feginn og í gærkvöldi. „Það segir ýmislegt um hvað þetta þýddi fyrir hann, hvað hann hefur þurft að fara í gegnum,“ er haft eftir honum í frétt NRK. Hinn 25 ára Carlsen viðurkenndi í viðtali að hafa verið niðurdreginn síðustu daga og staðan hafi reynt mikið á hann. Hann hefur bersýnilega verið pirraður og þannig strunsaði hann út af fréttamannafundinum eftir að hafa tapað áttundu skákinni. „Ég hafði ekki unnið skák í níu tilraunum, það hefur í raun aldrei gerst áður,“ sagði Carlsen. Standi leikar enn jafnir að tólf skákum loknum munu þeir tefla atskákir þar til einn þeirra stendur uppi sem sigurvegari. Hvíldardagur er í dag en ellefta skákin verður tefld á laugardag, sú tólfta á mánudag og mögulegar atskákir á miðvikudag.
Skák Tengdar fréttir Afskrifuðu Carlsen sem bjargaði sér fyrir horn á ótrúlegan hátt Níunda skák heimsmeistaraenvígis Magnus Carlsen og Sergei Karjakin lauk með jafntefli í New York í nótt. 24. nóvember 2016 11:29 Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Magnus Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn, hunsaði fréttamenn norskra miðla og strunsaði svo út úr salnum skömmu síðar. 22. nóvember 2016 10:55 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Afskrifuðu Carlsen sem bjargaði sér fyrir horn á ótrúlegan hátt Níunda skák heimsmeistaraenvígis Magnus Carlsen og Sergei Karjakin lauk með jafntefli í New York í nótt. 24. nóvember 2016 11:29
Carlsen strunsaði út eftir tap í áttundu skákinni Magnus Carlsen var bersýnilega pirraður þegar hann mætti á fréttamannafundinn, hunsaði fréttamenn norskra miðla og strunsaði svo út úr salnum skömmu síðar. 22. nóvember 2016 10:55