Þorsteinn: Málefnaleg samstaða mikilvægari en sterkur meirihluti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2016 18:03 Það hefur reynst erfitt að mynda ríkisstjórn. Vísir/Ernir Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur að vænlegra sé að mynda ríkisstjórn sem nái að koma sér saman um sterka málefnalega samstöðu fremur en að horft sé til þess að hún hafi sterkan meirihluta á bak við sig. Ýmsir hafa kallað eftir því að ný ríkisstjórn hafi breiða skírskotun frá hægri til vinstri svo hægt sé að mynda ríkisstjórn með sterkan meirihluta á bak við sig. Þetta sagði til að mynda Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir að hann skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar eftir fyrstu atrennu sem fór út um þúfur fyrr í mánuðinum. „Ég held reyndar að í því breytta landslagi sem er í stjórnmálunum í dag, auknum fjölda flokka á þingi, þá er kannski eðlilegra að horfa til þess að ríkisstjórn sem mynduð er sé myndað utan um sterka samstöðu um málefni þar sem hugmyndafræðilegar líkir flokkar séu á ferðinni, frekar en að hún þurfi endilega að búa yfir sterkum meirihluta,“ segir Þorsteinn sem var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann telur að sagan hafi sýnt það að sterkur meirihluti sé ekki ávísun á sterka ríkisstjórn.Bjarni Benediktsson skömmu eftir að hann skilaði umboðinu.Vísir/VilhelmEkki viss um ágæti þess að mynda ríkisstjórn með „breiða skírskotun“ Seinni atrenna að stjórnarmyndun fór út um þúfur í vikunni eftir að viðræður VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar sigldu í strand. Þorsteinn segir að þar hafi hugmyndafræðilegur ágreiningur einfaldlega reynst of mikill en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sleit viðræðunum þegar í ljós kom að Viðreisn taldi sig ekki hafa nógu mikla sannfæringu fyrir viðræðunum. „Okkar upplifun var sú að þarna væri of breið hugmyndafræðileg gjá til þess að hægt væri að brúa hana með einföldu móti, þó svo að þarna væri flokkar saman í viðræðum sem ættu að spanna allt litrófið þá var of mikill meiningarmunur á milli manna,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að slíkar viðræður, þar sem stór hluti hins pólitíska litrófs komi saman, verði til þess að allir þurfi að gefa of mikið eftir af sínum stefnumálum. „Ég er ekki viss um að meðaltalið út úr slíku samtali sé gott. Það verða allir að gefa eftir sín stefnumál og sameinast á endanum um afskaplega fátt,“ segir Þorsteinn.Frá síðari atrennu að stjórnarmyndunVísir/EyþórNæstu ríkisstjórn bíða erfiðar áskoranir Katrín skilaði inn umboði sínu til forseta í dag og er staðan þannig nú að enginn einn formaður er með stjórnarmyndunarumboðið. Reiknað er með að óformlegar viðræður flokka muni nú hefjast og vonast er til þess að um helgina muni einhverjir flokkar geta stigið fram með hugmyndir að sjórnarsamstarfi. Þorsteinn segir þó ljóst að sú ríkisstjórn sem mynduð verði, óháð því hvaða flokkar muni ná saman, muni þurfa að undirbúa sig undir það að geta mætt töluverðum andbyr í efnahagsmálum. „Það er augljóst að við erum búin að vera í sigla í gegnum mikið góðæri undanfarin ár. Við vitum að fenginni reynslu að við erum komin í efri hluta þess hagvaxtarskeiðs. Við getum ekki gengið að því vísu að þetta gangi svona út allt kjörtímabilið.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, telur að vænlegra sé að mynda ríkisstjórn sem nái að koma sér saman um sterka málefnalega samstöðu fremur en að horft sé til þess að hún hafi sterkan meirihluta á bak við sig. Ýmsir hafa kallað eftir því að ný ríkisstjórn hafi breiða skírskotun frá hægri til vinstri svo hægt sé að mynda ríkisstjórn með sterkan meirihluta á bak við sig. Þetta sagði til að mynda Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins eftir að hann skilaði umboði sínu til stjórnarmyndunar eftir fyrstu atrennu sem fór út um þúfur fyrr í mánuðinum. „Ég held reyndar að í því breytta landslagi sem er í stjórnmálunum í dag, auknum fjölda flokka á þingi, þá er kannski eðlilegra að horfa til þess að ríkisstjórn sem mynduð er sé myndað utan um sterka samstöðu um málefni þar sem hugmyndafræðilegar líkir flokkar séu á ferðinni, frekar en að hún þurfi endilega að búa yfir sterkum meirihluta,“ segir Þorsteinn sem var í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann telur að sagan hafi sýnt það að sterkur meirihluti sé ekki ávísun á sterka ríkisstjórn.Bjarni Benediktsson skömmu eftir að hann skilaði umboðinu.Vísir/VilhelmEkki viss um ágæti þess að mynda ríkisstjórn með „breiða skírskotun“ Seinni atrenna að stjórnarmyndun fór út um þúfur í vikunni eftir að viðræður VG, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Samfylkingar sigldu í strand. Þorsteinn segir að þar hafi hugmyndafræðilegur ágreiningur einfaldlega reynst of mikill en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sleit viðræðunum þegar í ljós kom að Viðreisn taldi sig ekki hafa nógu mikla sannfæringu fyrir viðræðunum. „Okkar upplifun var sú að þarna væri of breið hugmyndafræðileg gjá til þess að hægt væri að brúa hana með einföldu móti, þó svo að þarna væri flokkar saman í viðræðum sem ættu að spanna allt litrófið þá var of mikill meiningarmunur á milli manna,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að slíkar viðræður, þar sem stór hluti hins pólitíska litrófs komi saman, verði til þess að allir þurfi að gefa of mikið eftir af sínum stefnumálum. „Ég er ekki viss um að meðaltalið út úr slíku samtali sé gott. Það verða allir að gefa eftir sín stefnumál og sameinast á endanum um afskaplega fátt,“ segir Þorsteinn.Frá síðari atrennu að stjórnarmyndunVísir/EyþórNæstu ríkisstjórn bíða erfiðar áskoranir Katrín skilaði inn umboði sínu til forseta í dag og er staðan þannig nú að enginn einn formaður er með stjórnarmyndunarumboðið. Reiknað er með að óformlegar viðræður flokka muni nú hefjast og vonast er til þess að um helgina muni einhverjir flokkar geta stigið fram með hugmyndir að sjórnarsamstarfi. Þorsteinn segir þó ljóst að sú ríkisstjórn sem mynduð verði, óháð því hvaða flokkar muni ná saman, muni þurfa að undirbúa sig undir það að geta mætt töluverðum andbyr í efnahagsmálum. „Það er augljóst að við erum búin að vera í sigla í gegnum mikið góðæri undanfarin ár. Við vitum að fenginni reynslu að við erum komin í efri hluta þess hagvaxtarskeiðs. Við getum ekki gengið að því vísu að þetta gangi svona út allt kjörtímabilið.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33 Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13 Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. 25. nóvember 2016 10:33
Forsetinn veitir engum stjórnarmyndunarumboð: "Engin ástæða til taugaveiklunar“ Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands hefur ákveðið að veita engum tilteknum flokksleiðtoga umboð til stjórnarmyndunarviðræðna. 25. nóvember 2016 11:13
Hefur fullan skilning á ákvörðun forseta að veita engum umboð „Það liggur ekki fyrir að neinum formanni hafi tekist að ná nógu mörgum að borðinu.“ 25. nóvember 2016 12:41